Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 36
 1. APRÍL 2010 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● tómstundir Tækniskólinn stendur fyrir nám- skeiði sem hefst 12. apríl þar sem farið verður yfir grunnatriðin í notk- un á staðsetning- artækjum. Nám- skeiðið er ætlað byrjendum og þeim sem þurfa á upprifjun að ha lda . Þát t- takendur æfa sig í að finna punkta og setja inn í tækin og merkja á korti. Kennt verður inni tvö kvöld og svo farið í eina útiæfingu. Kennari á námskeiðinu er Sig- urður Jónsson björgunarsveitar- maður og leiðbeinandi í rötun og ferðamennsku og eiga þátttakend- ur að hafa með sér eigin GPS-tæki, áttavita og skriffæri. - jma Lært á stað- setningartækin Þeir sem eiga GPS-tæki, en hafa ekki enn lært á þau, gætu skellt sér á nám- skeið nú í apríl hjá Tækniskólanum. EX PO · w w w .e xp o .is NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT ÞÚ KEMST ÞANGAÐ MEÐ OKKUR! ELDGOSAFERÐ Langar þig að sjá eldgosið á Fimmvörðuhálsi? Við erum með ferðir á hverju kvöldi kl. 18:00 og bjóðum þér að slást í hóp áhugasamra ferðalanga víða að úr heiminum. Farið er í rútu frá Umferðarmiðstöðinni við Vatnsmýrarveg og ekið sem leið liggur um Suðurlandsveg. Ekið er inn Fljótshlíðina, Emstruleið, og stoppað þar í 1 - 1 1/2 klukkustund. Í góðu skyggni sést gosið vel frá þeim stað. Ensku- og íslenskumælandi leiðsögumaður er með í för. Ferðaupplýsingar Daglega kl. 18:00 frá BSÍ. Lengd 7 klst. Verð 7425 ISK 9900 ISK Börn 0 - 11 ára ferðast frítt. Börn 12 - 15 ára borga hálft fargjald. Innifalið Rútuferð og leiðsögn. Verið vel klædd og munið eftir myndavél og sjónauka. Vinsamlega athugið að einungis er stoppað stutt á Hvolsvelli áður en haldið er áfram inn Fljótshlíðina. Bókaðu núna á www.re.is Bókaðu núna í síma 580 5450 BSÍ - Umferðarmiðstöðin / 101 Reykjavík / 580 5400 / main@re.is / www.re.is Sérstakur 25% afsláttur í Eldgosaferð Kynnisferða (RE-99) er veittur lesendum blaðsins. Klippið út miðann og afhendið hann þegar greitt er fyrir ferðina. Einnig er hægt að bóka beint á netinu og virkja afsláttinn með því að slá inn eftirfarandi kóða: FB990310. ✂ ● LISTASMIÐJUR FYRIR BÖRN OG FORELDRA Opnar listasmiðjur verða á Lista- safni Íslands í tilefni af sýning- unni Dyndilyndi – verði gjafa gagnstreymi, sem stendur yfir á safninu í tengslum við Menn- ingarhátíð barna 2010. Smiðjurnar eru opnar börn- um og foreldrum þeirra og fá þátttakendur innsýn í margþætt viðfangsefni sýningarinnar og vinna með einfaldan efnivið í anda hennar eins og segir í námskeiðslýsingu á vef Mynd- listaskóla Reykjavíkur. Leiðbein- endur námskeiðsins munu enn fremur bregða á leik og spinna upp úr verkum þeirra barna og listamanna sem tóku þátt í verk- efninu Dyndilyndi. Áhugasamir geta skráð sig á www.mynd- listaskolinn.is. ● FUGLASKOÐUN Fuglalífið á Íslandi er fjölskrúðugt og getur áhugafólk fylgst með fuglum víða um land. Fjöldi erlendra ferða- manna kemur hingað til lands ár hvert til að skoða og fylgjast með fuglum og er ferðaþjónusta í kringum fuglaskoðun að byggj- ast upp. Áhugi Íslendinga á fuglaskoðun er einnig talsverður og eru hæg heimatökin. Víða um land eru góðir staðir til fuglaskoð- unar og má þar nefna Vestfirði sem dæmi. Grímsey á Steingríms- firði er til dæmis mikil fuglaparadís en talið er að um 800 til 900 þúsund lundapör séu þar. Samkvæmt þjóðsögunni varð eyjan til þegar þrjú tröll reyndu að grafa Vestfjarðarkjálkann frá meginland- inu. Þar var búið á öldum áður og fram á tuttugustu öld voru ver- búðir í eyjunni. Vesturferðir bjóða upp á bátsferðir í eyjuna í sumar með leiðsögn þar sem fuglalífið verður skoðað og farið yfir sögu eyjunnar. Sjá nánar á www.vesturferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.