Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 12
 1. apríl 2010 FIMMTUDAGUR Styrkir úr Pokasjóði Stjórn Pokasjóðs hefur ákveðið að auglýsa eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2010. Frestur til að sækja um styrk úr Pokasjóði rennur út 15. apríl nk. Umsóknir skulu fylltar út á www.poka sjodur.is en þar eru allar upp lýsingar um sjóðinn, fyrir komulag og styrki. Í ár hefur verið ákveðið að ein- skorða styrki við tvö málefni, þ.e. mannúðar mál og umhverfismál. Bæði einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrki úr sjóðnum. UMSÓKNARF RESTUR RENNUR ÚT 1 5. APRÍL Ö ll ve rð e ru b ir t m eð fy ri rv ar a um p re nt vi llu r o g/ e ða m yn da br en gl . Opnunartímar um páskana og síma verslana má finna á www.BYKO.is Frábært verð og vöruúrval í timburverslunum BYKO! 248kr./lm Vnr. 0058254 Girðingaefni Fura afhefluð 22x95 mm, A-gagnvarið. Pallaefni 0058324 Fura alhefluð 27x95 mm A-gagnvarin 304 kr./lm. 0058504 Fura alhefluð 45x95 mm A-gagnvarin 418 kr./lm. 0058506 Fura alhefluð 45x145 mm A-gagnvarin 609 kr./lm. 0059954 Fura alhefluð 95x95 mm A-gagnvarin 861 kr./lm. ÓDÝRT ÓDÝRT KLÁRAÐU PALLINN FYRIR SUMARIÐ UMHVERFISMÁL Beita þarf afbrigðum eigi að taka frum- varp um rammaáætlun um verndun og nýtingu á dag- skrá Alþingis á yfirstandandi þingi. Í gær var útbýt- ingardagur, en þá þarf að leggja fram þau frumvörp sem lögð verða fyrir þingið. Frumvarpið hefur verið í þingflokki Vinstri grænna frá því í desember og hefur verið nokkuð umdeilt. Heimildir Fréttablaðsins herma að umþóttunartím- inn hafi farið fyrir brjóstið á Samfylkingarfólki, sem vilji ljúka málinu. Nokkuð hafi kastast í kekki á milli stjórnarflokkanna, en á síðustu dögum hafi samvinn- an orðið mun meiri. Samstaða sé að nást um megin- línur og vinnan gangi vel. Mikillar tortryggni hefur gætt í hópi náttúruvernd- arsinna gagnvart hugmyndunum. Það er ekki síst sú staðreynd að meta eigi náttúruperlur eins og Geysi og Gullfoss. Þeir treysta því illa að það sé einungis gert til að fá viðmið fyrir önnur svæði, líkt og fullyrt er. Raunar má segja að sú tortryggni sem ríkt hefur undanfarin ár í þessum málaflokki endurspeglist í vinnunni. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist bjart- sýn á að vinnunni ljúki á næstunni. Kynningarferli á áætluninni á að ljúka 19. apríl, en sá frestur verður líklega framlengdur um tvær vikur. Stefnt er að því að frumvarpið hljóti afgreiðslu fyrir þann tíma. - kóp Frumvarp um rammaáætlun hefur verið í þingflokki VG síðan í desember: Rammaáætlun þarf afbrigði FYRSTI ÁFANGI KYNNTUR Fyrsti áfangi rammaáætlunar var kynntur árið 2007. Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri á Dalvík, stýrir vinnuhópi um áætlunina. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur leyft olíuboranir um 80 kílómetra út af ströndum Virginíu, þvert gegn tveggja áratuga gömlu banni við olíuborun út af ströndum Banda- ríkjanna. Hann hafnar þó beiðn- um um nýjar boranir á nokkrum stöðum í Alaska. Með því að leyfa boranir skammt út af ströndum Banda- ríkjanna hunsar hann ráðlegging- ar umhverfisverndarsinna, sem hafa barist hart fyrir því að bann- ið verði látið gilda áfram. „Þetta er ekki ákvörðun sem hefur verið mér auðveld,“ sagði Obama í gær þegar ha nn kynnti málið, og reyndi að svara strax hávær- um andmælum sem hann bjóst við að fá frá umhverfisverndarsinnum. Hann sagðist hafa skoðað málið vandlega í meira en ár og kom- ist að þessari niðurstöðu með hliðsjón af gríðarlegri orkuþörf landsmanna, nauðsyn þess að skapa ný störf og styrkja sam- keppnishæfi bandarískra fyrir- tækja. „Að átta sig ekki á þessum veruleika hefðu verið mistök,“ sagði hann. Hann fór heldur ekki dult með að með þessari ákvörðun væri hann að tryggja sér stuðning rep- úblikana við viðamikið loftslags- frumvarp sem bíður afgreiðslu þingsins. - gb Obama heimilar olíuboranir út af ströndum Bandaríkjanna: Rýfur tveggja áratuga bann BARACK OBAMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.