Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 35
tómstundir ● fréttablaðið ●FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2010 7 Í Kiðagili í Bárðardal er rekin ferðaþjónusta og skólabúðir. Þar eru einnig haldin fjölbreytt nám- skeið, ýmist dagslöng eða nokk- urra daga og geta þá þátttakend- ur gist á staðnum. Næsta námskeið sem boðið verður upp á í Kiðagili er körfu- gerðarnámskeið þann 10. apríl næstkomandi. Margrét Baldurs- dóttir handverkskona mun leið- beina á námskeiðinu en hún hefur haldið fjölbreytt handavinnu- og handverksnámskeið um árin. Margrét segir efni úr íslenskri náttúru tilvalin til körfugerðar. Eins sé hægt að nota það sem fell- ur til við garðvinnuna heima ef því er að skipta og bendir á að birki sé tilvalið svo og allar teg- undir víðis. „Ég mun reyndar útvega efnið sem unnið verður úr á námskeið- inu en einnig verður hægt að nota efnivið sem þátttakendur verða búnir að safna sjálfir. Uppistað- an í einni körfunni sem ég mun fara yfir verður einmitt viðja og svo notum við innfluttar tágar til að styrkja og skreyta.“ Námskeiðið hefst klukkan 9 á laugardagsmorgun og farið verð- ur yfir tvær til þrjár aðferðir við körfugerðina. Námskeiðin í Kiðagili eru gjarnan unnin í samvinnu við verkefnið Þingeyskt og þjóð- legt, sem hefur það að mark- miði að viðhalda þjóðlegum menningararfi í hand- verki, með áherslu á Þingeyjarsýslur. Meðal námskeiða í vetur hefur meðal annars verið kennd ullarlitun og þæfing og útskurður í tré. Skráning á körfugerðarnám- skeiðið er hafin og geta áhuga- samir haft samband á kidagil@ kidagil.is eða í síma 464-3290. - rat Körfur vafðar í Kiðagili Útskurður í tré er meðal þess sem kennt hefur verið í Kiðagili í vetur. Næsta námskeið verður í körfugerð. MYND/KIDAGIL.IS Mikil vakning hefur orðið í prjóna- skap síðustu misseri og bera prjónanámskeið um allan bæ þess vitni. Saumanámskeiðin hafa líka tekið kipp og virðist hafa orðið all- nokkur viðsnúningur í hannyrðum almennings eftir að kreppan skall á. Margir hafa haft á orði að eitt af því góða við hana sé að því hafi verið afstýrt að mikil- væg hannyrðakunn- átta tapaðist niður. Saumanámskeið- in er víða að finna og hefur Helga Rún Páls- dóttir klæðskerameist- ari til að mynda haldið vel sótt saumanámskeið á vinnustofu sinni um nokkurra ára skeið. Þá býður Heimilisiðnaðar- safn Íslands upp á fjöl- mörg námskeið þar sem gömlu gildin eru í hávegum höfð og er meðal annars hægt að læra faldbún- ingagerð í samstarfi við Endurmennt- un Háskóla Íslands og Þjóðbúninga- stofu. Af öðrum stöð- um má nefna Tækniskólann sem býður upp á sauma- námskeið af ýmsu tagi og kennir meðal annars skírnar- og brúðarkjóla- gerð. - ve Saumað um allan bæ Í Tækniskólanum er meðal annars hægt að læra að sauma brúðarkjóla. Mikil vakning hefur verið í prjóna- skap að undanförnu en saumanám- skeiðin sækja líka á. Stangarhyl 1 · 110 Reykjavik · Sími: 570 8600 · Fax: 552 9450 Netfang: info@smyril-line.is · Heimasíða: www.norræna.is Ferðaskrifstofa NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN BÝÐUR NÚ SIGLINGU MEÐ NORWEGIAN CRUISE LINE UM MIÐJARÐARHAF OG KARABÍSKA HAFIÐ. Hægt er að velja um úrval ferða og gæðin eru afar mikil. Innifalið er fullt fæði, hægt að velja á milli margra veitinga- staða, 24 tíma herbergisþjónusta, þátttaka í allri afþreyingu um borð og margt annað. Ef þú vilt prófa að fara í lúxusfrí, próf- aðu þá svona ferð. HÓPFERÐ 11. - 20. SEPTEMBER með Norwegian Jade glæsilegu skemmtiferðaskipi. Í boði er mikið úrval skoðunarferða á meðan legið er í höfn. Sunnud. BROTTFÖR FRÁ BARCELONA kl.17:00 Mánud.. MONTE CARLO, MONACO. Þriðjud. LIVORNO(FLORENS,PISA) Miðvikud. CIVITAVECCHIA(RÓM) Fimmtud. NAPÓLI Föstud. SKEMMTISIGLING Laugard. PALMA MALLORKA Sunnud. BARCELONA www.ncl.eu VIKA Á MIÐJARÐARHAFI kr. 299.000 Verð frá kr. 299.000 pr. mann Innifalið: Flug, 2 nætur í Barce- lona, viku sigling með fullu fæði, frí herbergisþjónusta og ferðir til og frá flugvelli. Fararstjóri: Skúli Unnar Sveinsson SKEMMTISIGLING MEÐ NORWEGIAN CRUISE LINE Lágmarksþátttaka er 16 manns. Norræna ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að fella niður ferðina ef ekki er næg þátttaka. Mikið úrval skemmtisiglinga fyrir einstaklinga og hópa. BÓKAÐU SNEMMA T IL AÐ TRYGGJA Þ ÉR PLÁSS. SKEMMTUNGLÆSILEIKI CRUISE FRÁBÆR MATURSUNDLAUGAR www.norræna.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.