Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 56
44 1. apríl 2010 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI „Maður hefði viljað vinna sem stærst en ég tel 3-0 vera fín úrslit á útivelli,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson eftir öruggan sigur kvennalandsliðsins gegn Króatíu ytra. Ísland hefur 15 stig í riðli sínum í undankeppni HM eftir tvo örugga sigra síðustu daga. Íslenska liðið er klassa fyrir ofan það króatíska og í raun var bara spurning um hve stór sigurinn yrði í gær. „Þetta var baráttuleikur. Hann var mjög grófur og það var fautaskapur í króatíska liðinu. Völlurinn var rosalega mjúkur og erfitt að spila mjög fallegan fótbolta. Okkur tókst þó oft ágætlega að spila boltanum á milli okkar og búa til færi. Við hefðum samt getað nýtt þau betur, úrslitasendingarnar voru oft að klikka,“ sagði Sigurður. Hann segir að dómari leiksins hafi ekki átt góðan dag. „Ólína (Viðarsdóttir) var þrumuð niður löngu eftir að hún var búin að sparka boltanum og sú sem braut á henni hefði átt að fá rautt spjald. Ólína fór meidd af velli í kjölfar- ið.“ Katrín Jónsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu í fyrri hálfleik og Rakel Logadóttir bætti þriðja markinu við í seinni hálf- leik. Rakel skoraði annað mark sem var dæmt af vegna rangstöðu en það var umdeildur dómur. Sig- urður nefndi tvö nöfn þegar hann var beðinn um að nefna þá leik- menn sem stóðu upp úr í leiknum. „Sara Björk (Gunnarsdóttir) var góð á miðjunni Sif (Atladóttir) komst vel frá leiknum. Varnarlínan í heild sinni stóð sig vel. Það reyndi lítið á Þóru í markinu í báðum leikj- um,“ sagði Sigurður. Ísland vann Serbíu 2-0 um síðustu helgi. „Við erum ánægð með að við leystum þessi verkefni með sóma. Varnarleikurinn var stabíll, við héldum hreinu og náðum að skora nokkur mörk. Þetta er gott vega- nesti fyrir leikina í sumar en við vitum ekki fyrr en upp er staðið hve mörg mörk þarf til að ná betri markatölu en Frakkland.“ Næsti leikur íslensku stelpnanna er gegn Norður-Írum laugardaginn 19. júní og vonast Sigurður til að þær sýni þá sínar bestu hliðar. „Okkar leikmenn eiga eftir að komast í miklu betri leikæfingu. Þær eru allar á undirbúningstíma- bilinu núna og vorbragur á sumum. Ég tel okkur eiga heilmikið inni sem lið og ég hlakka til að sjá liðið á Laugardalsvelli í sumar. Við eigum tvo leiki þar í sumar áður en við mætum Frökkum á menn- ingarnótt,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson. - egm Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson var ánægður með sigur íslenska liðsins í Króatíu: Tel okkur eiga heilmikið inni sem lið BRAUT ÍSINN Í KRÓATÍU Fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir kom íslenska kvennalandsliðinu yfir gegn því króatíska í gær. MYND/OSSI AHOLA HANDBOLTI Handboltamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson yfirgefur herbúðir Vals eftir yfirstandandi tímabil hér heima. Arnór er hornamaður og ætlar að ganga til liðs við þýska félagið TV Bittenfelds sem leikur í suð- urriðli þýsku 2. deildarinnar þar sem liðið er í fjórða sæti. Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson lék með Bittenfeld. - egm Valsmenn missa mann: Arnór Þór til Þýskalands Á LEIÐ TIL ÞÝSKALANDS Arnór Þór yfirgefur herbúðir Vals. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Búist er við að sóknar- maðurinn Wayne Rooney verði frá keppni í tvær til fjórar vikur eftir ökklameiðslin sem hann hlaut gegn Bayern München í Meistaradeildinni. Það er því ljóst að Rooney verður ekki með gegn Chelsea á laugardaginn í toppslag ensku úrvalsdeildar- innar og missir einnig af seinni leiknum gegn Bayern München. „Við getum alveg spilað án Wayne Rooney,“ sagði mark- vörðurinn Edwin van der Sar. „Við spiluðum án hans á móti Bolton og það getur alltaf gerst að við missum menn í meiðsli. Auðvitað viljum við að okkar bestu menn séu alltaf til taks en þeir sem koma inn í staðinn geta líka staðið sig vel.“ Nú reynir á Búlgarann Dimit- ar Berbatov sem þarf að stíga upp. „Það er auðvitað áfall að missa Rooney en við eigum fleiri góða leikmenn. Berbatov, Antonio Valencia og Ryan Giggs komu af bekknum gegn Bayern sem sýnir ákveðin gæði,“ sagði Darren Fletcher. United tapaði leiknum 2-1 á þriðjudag en Fletcher segir ein- víginu fjarri því að vera lokið. „Okkur líður alltaf best á Old Trafford sama hver mótherj- inn er. Bayern er gott lið en það góða við þetta lið er að við komum alltaf til baka eftir úrslit sem valda vonbrigðum,“ segir Fletcher. -egm Englandsmeistararnir: Þurfa að spjara sig án Rooney Á HÆKJUNUM Rooney við komuna til Manchester. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.