Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 62
50 1. apríl 2010 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. hæfileiki, 6. kraðak, 8. meðal, 9. skraf, 11. tveir eins, 12. afspurn, 14. gistihús, 16. mun, 17. bjálki, 18. regla, 20. klaki, 21. bylta. LÓÐRÉTT 1. eins, 3. fisk, 4. ölvun, 5. máttur, 7. sáttir, 10. hlóðir, 13. sigað, 15. dó, 16. kóf, 19. gangþófi. LAUSN LÁRÉTT: 2. gáfa, 6. ös, 8. lyf, 9. mas, 11. ll, 12. umtal, 14. hótel, 16. ku, 17. tré, 18. agi, 20. ís, 21. fall. LÓÐRÉTT: 1. sömu, 3. ál, 4. fyllerí, 5. afl, 7. samhuga, 10. stó, 13. att, 15. lést, 16. kaf, 19. il. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Finnska skáldkonan Sofi Oksanen. 2 Hann er goðsögn í heimi blústónlistar. 3 Verða haldnir í tólfta sinn um páskana. „Sá sveitti“ á Prikinu bjargar oft deginum enda þarf maður lítið annað að borða yfir daginn ef maður kemst lifandi í gegnum þann sveitta. Svo klikkar Tapas- barinn aldrei ef mann langar í allt. Þar fær maður mikið fyrir peninginn.“ Matthías Már Magnússon útvarpsmaður. Tom Selleck-mottukeppnin var endurvakin á Boston á þriðjudags- kvöld. Hátt í tuttugu álitlegar mott- ur tóku þátt í keppninni sem var hörkuspennandi frá byrjun til enda. Þorsteinn Guðmundsson var kynnir keppninnar og mætti óvænt með svart hár og svarta mottu sem hann litaði með hárspreyi skömmu fyrir keppni. Einhverjir sögðu að Þorsteinn væri sláandi líkur Tom Selleck á sínum yngri árum en aðrir töldu hann líkjast hinum stórglæsilega Burt Reynolds. Flestir voru þó sammála um að Þorsteinn væri talsvert fyndnari en hinir banda- rísku tvífarar hans. Fagurkerinn Aron Bergmann stóð uppi sem sigurvegari keppninnar, en úrslitin þóttu afar umdeild. Aron skartar þunnri og snyrtilegri mottu sem mörgum í hópi áhorfenda fannst ekki mikið til koma, þótt dómnefndin hafi gjörsamlega fallið fyrir henni. Dómnefndin var ekki skipuð neinum aukvisum; þar fór Þorgeir Ástvaldsson fremstur í flokki, en við hlið hans sátu Jón Atli klippari, Sigga Boston og sig- urvegari síðustu keppni, Erik Hirt. Söng- og leikkonan Ísgerður Elfa sendir frá sér plötuna Bara plata í dag 1. apríl. Ísgerður er ekki bara að plata því platan er komin í sölu á Tónlist.is. Platan átti að koma út í dag, en smá tafir urðu til þess að hún kemur til landsins eftir páska. Og það er ekki plat. Annars virðast einhvers konar álög hvíla á plötunni þar sem sprungið dekk, biluð hárþurrka, brotinn blandari og bilaður skrifari er aðeins brot af því sem fór úrskeiðis meðan á upptökum stóð. -afb FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég sem gamall hippi hefði aldrei ímyndað mér að ég ætti eftir að verða flugfreyja. Maður fussaði nánast og sveiaði yfir vinkonum sínum sem fóru í þetta á sínum tíma og fannst þetta jafnast á við að taka þátt í fegurðarsam- keppni,“ segir Edda Björgvins- dóttir. Sem verður að éta stóru orðin því hún útskrifaðist sem flugfreyja hjá Iceland Express í gær ásamt 38 öðrum flugliðum. Edda er þegar komin með vinnu og mun fljúga til 25 áfangastaða í sumar með flugfélaginu. Edda hefur reyndar kennt framsögu í flugliðaskóla Iceland Express en þegar hún sat eitt sinn og barmaði sér yfir verkefna- leysi sumarsins stakk ein vin- kona hennar hjá flugfélaginu upp á því að hún skyldi bara skella sér í skólann sjálf. Námið kom henni hins vegar á óvart. „Ef mér hefði verið sagt hversu mikil vinna lægi þarna að baki þá hefði ég aldrei farið, ég hefði bara hlegið mig máttlausa. Að læra einhverjar fimm hundr- uð blaðsíður utan að og fara í tvö próf á dag? Nei, held barasta ekki,“ útskýrir Edda og hlær en hún sér svo sannarlega ekki eftir þessari ákvörðun sinni. „Nei, það hefur líka alltaf verið tilhneiging hjá mér að gera hlutina í öfugri röð og þetta er bara hluti af því mynstri.“ Og þessa ástsæla leikkona segir að flugfreyjubúningurinn sjálf- ur fari sér bara ljómandi vel og hún telur að þetta sé eitthvað sem konur á besta aldri geti nýtt sér. „Já, mér finnst þetta falleg og mikilvæg skilaboð til kvenna sem eru komnar yfir 27 ára aldurinn. Allavega get ég ekki beðið eftir því að byrja og nú er ég komin með fasta sumarvinnu næstu 25 árin.“ - fgg Edda Björgvins útskrifuð sem flugfreyja Í FRÍÐUM HÓPI Edda Björgvinsdóttir er fyrir miðju í fríðum hópi flugliða og kennara. Hún mun fljúga með flugvélum Iceland Express til 25 áfangastaða í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EDDA BJÖRGVINS „Ég er búinn að vera með umboðs- mann í Bandaríkjunum sem ég hef unnið náið með í tvö til þrjú ár og þetta var fyrsta alvörubreikið,“ segir ljósmyndarinn Ari Magg. Ari tók að sér verkefni fyrir bandaríska farsímaframleið- andann Motorola í desember, en myndirnar voru teknar í San Francisco í Bandaríkjunum rétt fyrir jól. Herferðin er nýfar- in af stað og í aðalhlutverki er sjónvarpsstjarnan Mike Rowe, sem stýrir þáttunum Dirty Jobs. Þættirnir hafa verið sýndir á sjón- varpsstöðinni Discovery í fjögur ár og notið talsverðra vinsælda. „Ég var meðal annars með hann í holræsum borgarinnar. Við vorum á þremur mismunandi stöð- um í kringum San Francisco og voru tökustaðirnir mjög í ætt við þættina hans; skítugir og daunill- ir. Hann fílaði það í tætlur,“ segir Ari um verkefnið. „Myndirnar eru í mínum anda. Ég naut mín vel og hafði nokkuð frjálsar hendur í tökunum miðað við það sem geng- ur og gerist í verkefnum af þess- ari stærðargráðu.“ Auglýsingarnar eru meðal annars fyrir Motorola Brute og I1 síma og verða sýnilegar um gjörvöll Bandaríkin á risavöxn- um skiltum, í tímaritum, blöðum og í verslunum Sprint, sem selja Motorola-síma. Ari hefur unnið að því að koma sér á framfæri í New York undanfarin ár og játar að púlið sé nú að skila sér. „Þetta er fyrsta alvöruverkefnið. Meist- aradeildin,“ segir hann í léttum dúr. „Ég er búinn að vera að vinna mjög markvisst að þessu í þónokk- urn tíma og núna er loksins eitt- hvað almennilegt að gerast. Þetta er erfiður markaður og það tekur tíma að ná árangri.“ Ari lofar samstarfið við Mike Rowe, sem hefur starfað lengi í bandarísku sjónvarpi, bæði sem þáttastjórnandi og rödd ýmissa þátta, þar á meðal upphafsrödd World News á sjónvarpsstöðinni ABC. „Hann hefur mjög sterka og þægilega nærveru,“ segir Ari og neitar því að hann sé með nokk- urs konar stjörnustæla. „Hann er ótrúlega viðkunnanlegur, í raun bara alveg eins og hann kemur fyrir í þessum þáttum.“ atlifannar@frettabladid.is ARI MAGG: ALVÖRUBREIK FYRIR MOTOROLA Í BANDARÍKJUNUM Myndaði sjónvarpsstjörnu í holræsum í San Francisco „Fyrsta sem maður gerði var auð- vitað að athuga með strákinn á leik- skólanum en þetta var svo stað- bundið að þau höfðu ekkert orðið vör við þetta,“ segir Völundur Snær Völundarson, best þekktur sem Völli Snær. Hann slapp naumlega undan ský strók sem herjaði á íbúa Grand Bahama-eyjunnar í Karíbahafinu á mánudaginn. Slík veðrabrigði eru mjög sjaldgæf á þessum slóðum og sjálfur hafði kokkurinn aldrei séð slíkt með eigin augum. „Þetta getur komið út frá þrumuveðrum en er miklu algengara í Flórída. Það er kona sem hefur búið hérna í nítján ár og vinnur hjá mér og hún hafði aldrei upplifað svona,“ segir Völli. Hann rekur veitingastaðinn Sabor við Pelican Bay-hótelbyggingarn- ar, sem standa nálægt Port Lucaya- höfninni, ásamt konu sinni, Þóru Sigurðardóttur. Völl i segir tímasetningu ský stróksins hafa verið lán í óláni.“ Já, sem betur fer reið þetta yfir um klukkan hálf tólf þannig að það voru ekki margir gestir komnir í mat. Þeir sem sátu úti náðu að koma sér í skjól inni í eldhúsi,“ segir Völli. „Ég sat bara á skrifstofunni minni og svo allt í einu heyrði maður bara soghljóð. Þetta stóð stutt yfir, kannski tíu sekúndur en var alveg rosalegur hvellur. Það er hreint út sagt magnaður kraftur í þessu fyr- irbæri og sólbekkir, stólar og borð úr massívum viði, sem þarf tvo til að bera, feyktust langt út á haf. Bátar slitnuðu frá bryggju, strætó- skýli ultu um koll og pálmatré rifn- uðu upp með rótum,“ segir Völli en hann vildi ekki meina að hann hefði orðið eitthvað hræddur. „Nei, maður hefur nú upplifað þrjá fellibyli.“ - fgg Slapp naumlega undan skýstrók MÖGNUÐ LÍFSREYNSLA Völli Snær sá níðþung húsgögn fjúka út á haf þegar skýstrókur fór yfir Ba hama-eyjar. Þrír létust þegar lönd- unarkrani við höfnina hrundi en hvorki Völla né öðrum fjölskyldumeðlimum varð meint af. VERKEFNI FYRIR MOTOROLA Sjónvarpsstjarnan Mike Rowe er í aðalhlutverki í nýrri herferð sem Ari Magg myndaði í San Francisco í desember á síðasta ári. MYND/ARI MAGG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.