Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 57
FIMMTUDAGUR 1. apríl 2010 45 KÖRFUBOLTI Í kvöld kemur í ljós hvaða tvö lið fylgja KR og Snæfelli inn í undanúrslit Iceland Express-deildar karla en þá fara fram oddaleikir í Ásgarði í Garðabænum og í Toyota-höllinni í Keflavík. Tindastóll og Stjarnan tryggðu sér odda- leik í síðasta leik en eru þó í ólíkri stöðu í kvöld, Stjarnan er á heimavelli sínum á móti Njarðvík á sama tíma og Stólarnir heimsækja Keflvíkinga í sláturhúsið. Báðir leikir herfjast klukkan 19.15. Þjálfarar leiksins í Ásgarði verða í sviðs- ljósinu í kvöld og það eru fáir í íslenska körfuboltanum með meiri reynslu í úrslita- leikjum í úrslitakeppni. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarð- víkur, og Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörn- unnar, hafa saman tekið þátt í 36 oddaleikjum á ferlinum fyrir leik liða þeirra í Garðabænum í kvöld. Í þessum leikjum hefur Sigurður þó alltaf verið liðs- maður Keflavíkur og Teitur hefur verið Njarð- víkingur í þeim ö l lu m nem a einum. Sigurður hefur tekið þátt í 21 oddaleik sem leikmaður eða þjálfari og lið hans hafa unnið í 12 af þess- um leikjum. Teitur hefur tekið þátt í 15 oddaleikjum sem leik- maður eða þjálfari og lið hans hafa unnið tíu af þessum fimmtán oddaleikjum. Teitur hefur betur í inn- byrðis-odda- leikjum þess- ara kappa en hann hefur unnið 3 af 5 oddaleikjum sínum á móti Sig- urði. Sigurður vann þann fyrsta og þann síðasta en þetta er í fyrsta sinn sem þeir mætast sem þjálfarar í oddaleik. - óój Tveir spennandi oddaleikir fara fram í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta í kvöld: Teitur og Sigurður þekkja vel þessa stöðu ODDALEIKJAREYNSLAN Sigurður Ingimundarson Leikir 21 Sigrar (hlutfall) 12 (57%) Leikir sem þjálfari 9 Sigrar sem þjálfari 5 (56%) Sigrar á móti Teiti 2 (40%) Teitur Örlygsson Leikir 15 Sigrar (hlutfall) 10 (67%) Leikir sem þjálfari 2 Sigrar sem þjálfari 1 (50%) Sigrar á móti Sigurði 3 (60%) KÖRFUBOLTI Ólafur Rafnsson, for- seti ÍSÍ og fyrrverandi formað- ur KKÍ, er í framboði til forseta FIBA Europe og nú er ljóst að hann fær mótframboð frá Tyrk- landi um stöðuna því varaforseti FIBA Europe býður sig fram gegn honum en kosið verður 15. maí. Ólafur Rafnsson var lengi vel einn í framboði en hann er núver- andi stjórnarmaður FIBA Europe ásamt því að hafa verið í fleiri nefndum innan sambandsins í gegnum tíðina. Turgay Demirel frá Tyrklandi ákvað á síðustu stundu að bjóða sig fram gegn Ólafi. Hann er for- seti Tyrkneska sambandsins og varaforseti FIBA Europe. Hann hefur áður boðið sig fram í fyrsta sætið en þá hlaut hann ekki kosn- ingu. - óój Forsetakosningar Fiba Europe: Ólafur fær mót- framboð ÓLAFUR RAFNSSON Forseti ÍSÍ og stjórn- armaður í FIBA Europe. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI Helena Sverrisdótt- ir fékk mikla viðurkenningu í gær þegar Fréttastofan Associ- ated Press valdi úrvalslið ársins í bandaríska háskólaboltanum. Helena var í hópi þeirra leik- manna sem voru næstir því að komast inn í úrvalsliðin þrjú. Viðurkenningin heitir á ensku „All-America honorable-ment- ion“ en fimmtán bestu leikmenn landsins komast í úrvalsliðin þrjú en næstu þrjátíu leikmenn fá síðan þessa sérstöku viður- kenningu. Helena er því í hópi 45 bestu háskólaleikmanna Banda- ríkjanna sem er mikill heiður fyrir hana. Helena leiddi TCU-liðið í bæði stoðsendingum (5,2 í leik) og stolnum boltum (2,2) og hún var í öðru sæti í liðinu í stigaskori (13,5) og fráköstum (6,5). Helena er enn fremur þriðji leikmaður- inn í sögu TCU sem fær svona viðurkenningu frá Associated Press en hinar tvær voru báðar valdar inn í WNBA-deildina. - óój Helena Sverrisdóttir hjá TCU: Ein af þeim 45 bestu í vetur FRÁBÆRT TÍMABIL Helena Sverrisdóttir stóð sig vel með TCU í vetur. MYND/AP www.ms.is/gottimatinn GOTT Í MATINN Í KVÖLD? – Þú finnur fjölda girnilegra uppskrifta inn á www.gottimatinn.is  – Þú fi nur fjölda girnilegra uppskrifta á www.gotti i .i gleðilega páskahátíð Er ekki uppla gt að búa til skyramísú á s kyrdag? REYNDIR Sigurður Ingimundar- son og Teitur Örlygsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.