Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 38
 15. APRÍL 2010 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● sófar Samkvæmt helstu hönnunar- tímaritum heims mun nátt- úran eiga upp á pallborðið í straumum og stefnum hönn- unar á þessu ári og sést það vel á sköpunarverkum hönnuða í efni, lit og formi. Í bland við hið náttúrulega koma svo inn mjög svo hressandi neon- litir því 9. áratugurinn er að smokra sér aftur inn í hönnun- arheiminn. Wallpaper heldur vart vatni yfir ungum norskum hönnuði, Petter Skogstad sem fæddur er 1985. Skogstad er enn í námi en hefur slegið í gegn og tímaritið nefnir að aðdáunarvert sé að hönnuð- urinn leggi út í hönnun flókinna stærri hluta svo sem sófa þar sem flestir ungir hönnuðir prófi sig fyrst áfram á minni hlutum. Sófinn kallast Hay, og eins og nafnið gefur til kynna eru form sófans innblásin af heyböggum. Danska tímaritið Bolig kaus sóf- ann líka einn af mest spennandi hlutum ársins 2010. Grátt og blátt er að mati sænsku spekúlantanna hjá tíma- ritinu Elle Interiör litir árs- ins enda virð- ast margir sófahönnuðir kjósa gráa litinn. Auk þess fullyrðir ritstjórn tímaritsins, og fleiri blaða eins og hins danska Bolig, að níundi áratugurinn sé að að lauma sér inn í húsgagnatískuna og megi það sjá á skærum neon- litum, bleikum, grænum og gulum. Slíkt má sjá í litavali margra hönnuða, einkum í minni hlutum svo sem borðbún- aði, lömpum og púðum en þó hafa hinir djarfhuga hönnuðir hjá By- blos Casa leikið sér með skærbláa og skærgula liti og hrært saman við barokkform og ýmiss konar efni. Bolig magasinet í Danmörku segir sófana í ár eiga að vera gráa og grábrúna og í ár, rétt eins og árin á undan, er klassísk hönn- un frá miðri öldinni afar vinsæl. Ströng form, í anda hönnunar Le Corbusiers, einkum í leðursófa- settum eiga að njóta hefðbund- inna vinsælda en þó fer einnig að bera mikið á straumlínulagaðri formum en áður. - jma Neonlitir í allri sinni dýrð eru að verða vinsælir, að sögn sænska Elle interiör, þótt hönnuðir fari varlega í að nota jafn afgerandi liti í heilu sófana. Ítalir eru þó enn sem áður óhræddir við slíkt flipp og Byblos Casa á heiðurinn að þessum skræpótta, gula og bláa sófa. ● BURT MEÐ BLETTINA Þeir sem lenda í því að fá bletti í sófann sinn ættu að hafa í huga að þótt hægt sé að taka áklæðið af má ekki allt- af setja það í þvottavél, því oft verður að fara með það í hreinsun. Einnig má benda fólki á að hægt er að leigja hreinsivélar fyrir sófa í efnalaugum, sem bleyta sófann og þurrka hann svo aftur. Á minni bletti má kaupa blettaeyði í stórmörkuðum. Leðursófaeigendur ættu að forðast að láta sólina skína beint á sófann meirihluta dags, annars er hætta á að leðrið upplitist. Einnig er gott að þurrka létt af leðrinu öðru hverju með rökum klút og ryksugan er einnig góð til síns brúks. ● HÆGINDI FYRIR HUNDINN Sumir láta hundinn jafnan sofa til fóta og stálpuðum börn- um þykir notalegt að láta hann kúra hjá sér en þó er það ekki talið ráðlegt að staðaldri. Því þurfa allir hvuttar að eiga sitt eigið bæli þar sem vel fer um þá og þeir njóta friðar og svefns. Til eru húsgögn sem hæfa þessum heimil- isvinum ágætlega og sum þeirra líkjast óneitanlega hægindum hinna tvífættu „í fjölskyldunni“. Bjartasta von húsgagnahönnunar er að sögn blaðsins Wall- paper Norðmaðurinn Petter Skogstad. Þessi sófi frá honum kallast einfaldlega „Hay“. Neonlitir og mýkri form Formin í ár verða hrein og bein, svo sem í sófa Le Corbusiers, en straumlínu- lagaðari og mýkri form, svo sem hjá Finn Juhl, eru þó farin að sýna sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.