Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 46
30 15. apríl 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Í vandaðri skýrslu vinnuhóps um siðferði og starfshætti í íslensku samfélagi er fjallað um ábyrgð háskólanna. Ljóst er að þeirra bíður mikilvægt hlutverk í því starfi sem framundan er við endurreisn heil- brigðara og gagnrýnna samfélags. Einn meginlærdómurinn sem draga má af umfjölluninni er að á vettvangi háskól- anna verður að efla enn frekar gagnrýna hugsun og leggja aukna áherslu á siðfræði og þýðingu samfélagslegrar ábyrgðar. Þetta á ekki síst við um viðskipta- og hagfræði- deildir sem og lagadeildir háskólanna. Brýnt er að efla skilning á fjölbreytni og umburðarlyndi gagnvart ólíkum viðhorfum. Önnur atriði lúta að sjálfstæði háskólanna. Afar miklu skiptir að aðilar utan háskóla- kerfisins, hvort sem eru einkaaðilar eða opinberir aðilar, geti ekki haft óeðlileg áhrif á rannsóknir eða rannsóknarniðurstöður fræðimanna í gegnum fjármagn eða tengsl. Siðareglur háskólanna hafa mikla þýðingu hvað það varðar, en þó ekki síður siðferðis- leg afstaða og breytni rannsakenda. Samspil háskóla og atvinnulífs er mikil- vægt, en þess ber að gæta að slíkt samstarf verði aldrei á kostnað hlutleysis. Auk þess verður að hvetja opinberar stofnanir og stjórnmálamenn til að virða óvilhalla fræði- mennsku og hafa þor til að leita í auknum mæli til hlutlausra sérfræðinga um álit á vandasömum viðfangsefnum í stað þess að einblína á flokkslínur. Loks má nefna það hlutverk fræðasamfélagsins að taka þátt í gagnrýnni umræðu og veita þannig stjórn- völdum og öðrum aðhald á vettvangi fjöl- miðla og annars staðar þar sem tækifæri gefst. Flest þessara atriða hafa verið tryggð í einhverri mynd á vettvangi háskólanna, en ljóst er að betur má ef duga skal. Mikilvægt er að háskólasamfélagið skoði athugasemdir og tillögur vinnuhópsins gaumgæfilega og greini hvernig megi vinna úr þeim samfélaginu til hagsbóta. Þá skiptir ekki máli hvað háskólinn heitir, hvert rekstrarform hans er, hvort einstakir fræði- menn beri meiri eða minni ábyrgð eða þar fram eftir götunum. Gríðarlega mikilvægt er að falla ekki í gryfju „ekki benda á mig“ umræðunnar, fara í vörn eða drepa umræð- unni á annan hátt á dreif, s.s. með því að vísa ábyrgðinni á aðra háskóla. Svo hrika- legt siðrof eins og það sem við sitjum uppi með í okkar litla samfélagi verður aldrei endurbætt á grundvelli slíkra viðhorfa, heldur aðeins með víðtækri endurskoðun og samstilltu átaki fjölmargra aðila, þar með talið háskólasamfélagsins í heild sinni. Siðferði og háskólasamfélagið Elín Blöndal prófessor við Háskólann á Bifröst Rannsókn- arskýrslan Múgsefjun Rannsóknarskýrslu Alþingis um efnahagshrunið var beðið með mikilli eftirvæntingu. Of mikilli eftir- væntingu að mati sumra, til dæmis Ögmundar Jónassonar, þingmanns Vinstri grænna. Daginn fyrir útgáfu skrifaði hann á heimasíðu sína að stemningin í samfélaginu væri „eins- og þegar fólk safnaðist saman til að fylgjast með því þegar fólk var hálshoggið eða brennt á báli“. Rannsóknarrétturinn, eins og Ögmundur Jónasson kallaði nefndina, og yfirvöld voru að stuðla að „miðstýrðri múgsefjun“ og slíkt væri ekki til þess fallið að fullnægja réttlætinu. Stórvirki Svo kom skýrslan út. Þá kom annað hljóð í strokkinn á ogmundur.is. Á mánudag skrifar Ögmundur að skýrslan sé „stórvirki sýnist mér, sigur fyrir íslenskt samfélag, staðfesting á að þrátt fyrir allt eigum við sem samfélag fólk sem getur, kann og skilur“. Og Ögmundur segir að næsta verk eigi að vera að koma böndum á þá sem steyptu þjóð- inni í glötun og sjá til þess að þeir verði dæmdir. Varð Ögmundur líka múgsefjun rannsóknarréttarins að bráð? Jafnvígur á báðar Skuldavöndlum Kristjáns Arasonar er ekki fisjað saman – og þó. Í rann- sóknarskýrslu Alþingis kemur fram að auk þess að hafa tekið 3,2 millj- arða að láni í eigin nafni hafi hann tekið 1,8 milljarða í nafni félagsins 7 hægri. Örvhenta skyttan úr FH virðist því hafa verið jafnvíg á báðar hendur á fjármálavellinum og getað tekið lán hægri vinstri. bergsteinn@frettabladid.is Mikið úrval vandaðra garðhúsgagna sem þarfnast lítils viðhalds. Margar vörur á opnunartilboði! Opið: Má. - Fö. 12 - 18 Lau. 11 - 15 Kauptúni 3, 210 Garðabær • S 771 3800 Höfum opnað verslun að Kauptúni 3 í Garðabæ (gengt IKEA). Þ að hálfa annað ár sem liðið er frá hruninu hefur að mörgu leyti einkennst af vonbrigðum; vonbrigðum yfir að það sem talið hafði verið velgengni var reist á sandi, ef ekki beinlínis blekkingum; vonbrigðum yfir því að stjórnvöld og stjórnkerfi virtist bæði skorta reglur og einnig þor til að stemma stigu við þeirri þróun, sem sumir sáu þó fyrir, að banka- kerfið væri að vaxa þjóðinni langt yfir höfuð og vonbrigðum vegna þess að svo virtist sem enginn ætlaði sér að axla ábyrgð á hruninu og því sem til þess leiddi. Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hefur nú verið beðið í nærri hálft ár. Þeir voru því vissulega margir sem óttuðust að hún yrði enn ein vonbrigðin. Skýrslan kom því þægilega á óvart þótt það sem í henni birtist væri fráleitt þægi- legt heldur miklu fremur nötur- leg mynd af viðskiptamönnum sem ekki sáust fyrir. Mönnum sem lögðu upp úr stórgróða sem byggðist á lánsfé og kaupum og sölum fyrirtækja hverra verð- gildi var iðulega reist á ótraustum grunni og jafnvel blekkingum. Skýrslan birtir mynd af stjórnkerfi sem ekki er aðeins vanbúið vegna skorts á reynslu og þekkingu heldur einnig algerlega vanhæft vegna þess að þar tíðkast ekki þau vinnubrögð sem teljast til góðrar og vandaðrar stjórnsýslu. Í skýrslunni er dregin upp tæpitungulaus mynd af því sem átti sér stað í aðdraganda hrunsins. Skýrslan sjálf olli þannig alls ekki von- brigðum þrátt fyrir að ýmislegt sem fram kom í henni gerði það. Viðbrögðin við skýrslunni og efni hennar hafa hins vegar vakið vonbrigði, ekki síst sú staðreynd að af þeim 147 einstaklingum sem fyrir nefndina komu þá gekkst enginn þeirra við ábyrgð. Þau viðbrögð við skýrslunni sem fram hafa komið síðan á mánu- dag valda einnig nokkrum vonbrigðum. Enginn þeirra stjórnmála- manna eða embættismanna sem voru í eldlínunni hafa axlað ábyrgð með því að viðurkenna mistök, hvað þá biðjast afsökunar. Ekkert af þessu fólki hefur einu sinni sýnt þá auðmýkt að viðurkenna yfirsjón eða andvaraleysi. Einu stjórnmálamennirnir sem hafa stigið fram og viðurkennt að mistök hafi átt sér stað í þeirra ranni eru þeir sem voru á hliðarlínunni í aðdraganda hrunsins og eru þannig ekki að viðurkenna eigin mistök heldur flokksystkina sinna. Einn kaupsýslumaður hefur beðist afsökunar sem er virðingar- vert þrátt fyrir að afsökunarbeiðninni fylgi sá fyrirvari að hann sé þess fullviss að hann hafi ekki brotið lög. Það er mikilvægt að hreinsa andrúmsloftið fyrir þá endurreisn sem verður að eiga sér stað á næstu misserum. Gott væri að fleiri færu að hans dæmi, kaupsýslumenn, embættismenn og stjórnmálamenn. Til þess að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis komi að því gagni sem hún hefur alla burði til að geta gert þá verður að nýta innihald hennar til að kryfja bæði kerfið og vinnubrögð þeirra einstaklinga sem á sviðinu voru í aðdraganda hrunsins. Það er nauðsynleg for- senda þeirrar endurreisnar sem verður að eiga sér stað á næstu misserum. Fáir gangast við ábyrgð sinni. Ha ég? Já þú. Ekki satt. Hver þá? Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.