Fréttablaðið - 01.05.2010, Síða 46
HOLLUSTA
„Sannleikurinn er oft lyginni lík-
astur, en staðreyndin er sú að
Aada-engiferdrykkurinn stapp-
ar nærri kraftaverkum því hann
er allra meina bót eins og hundr-
uð einstaklinga hafa sannreynt
á sjálfum sér,“ segir Ólafur Sóli-
mann matreiðslumeistari og frum-
kvöðull um leyndarmálið My
Secret.
„Ég lærði matreiðslu á Lækjar-
brekku og var eftir útskrift 1994
staðráðinn í að mennta mig enn
frekar og kynnast matarmenningu
sem flestra heimshorna. Þannig
lærði ég grunn að taílenskri matar-
gerð í Taílandi fyrir áratug, en þar
kynntist ég engiferrótinni sem þar-
lendis er álitin kraftaverkajurt og
notuð jafnt í matargerð sem heilsu-
meðal. Upp frá því fór ég að prófa
mig áfram og útbjó drykk sem ég
fann fljótt að vann á kvillum sem
hrjáðu mig og smátt og smátt var
ég farinn að blanda engiferdrykk-
inn fyrir stóran hóp fólks sem allt
sem eitt fann bót meina sinna,“
segir Ólafur sem fékk hvatningu
úr óvæntri átt þegar hann starfaði
sem einkakokkur leikarahjónanna
Demi Moore og Ashton Kutcher.
„Einn daginn var Demi undir
miklu álagi og lagðist veik í rúmið,
en spurði hvort ég gæti útbúið eitt-
hvað heilsubætandi úr eldhúsinu.
Ég færði henni þá engiferdrykk-
inn sem hreinsaði skjótt burt alla
vanlíðan, fyllti hana þrótti og eftir
það var hún óþreytandi að hvetja
mig til að setja drykkinn á mark-
að, sem varð til þess að ég fór að
þróa vöruna úr því að laga tíu lítra
heima yfir í 1000 lítra pott þar sem
útkoman þurfti að vera nákvæm-
lega eins,“ segir Ólafur sem einn-
ig gerði sínar eigin prófanir á
fimmta tug manna til að fá staðfest
hvort hann gæti raunverulega selt
drykkinn út af virkni hans.
„Allir sem einn fundu breytingu
til batnaðar á fjölbreyttum vanda-
málum og ljóst að drykk-
urinn gerði gæfumun-
inn hvað bætta heilsu
og líðan varðaði,“
segir Ólafur og tekur
fram að Aada sé 100
prósent náttúru-
leg vara, laus
við aukaefni
og íslensk
fram-
leiðsla frá
grunni.
„Í
drykkn-
u m e r
engifer-
rót, fersk myntulauf, límóna og
hrásykur. Umbúðir eru íslensk-
ar og drykkurinn framleiddur í
stórum gufupottum sem hitaðir
eru með jarðgufum í Hveragerði.
Þá stend ég að tilraunaræktun á
íslensku engiferi í samvinnu við
garðyrkjubónda, en fullur þroski
næst á hálfu ári. Þangað til notum
við aðeins sérvalið engifer í drykk-
inn,“ segir Ólafur, sem er með neyt-
endur frá sextán ára upp í nírætt.
„Ég fæ mikil viðbrögð frá neyt-
endum og margir koma með tár
á hvarmi til að lýsa því hvern-
ig drykkurinn hefur breytt lífi
þeirra til batnaðar. Þá eru lækn-
ar farnir að hafa samband eftir
að sjá hvað drykkurinn gerir
fyrir sjúklinga þeirra,
en þar á meðal eru
lausnir á gigt, vöðva-
bólgu, ristilvanda-
málum og mígreni
sem hreinlega
hverfur. Það
er vísinda-
lega sann-
að að engi-
fer hefur
sótthreins-
andi áhrif,
kemur
jafnvægi
á melting-
arveg og
vinnur vel
á sýking-
um í maga-
og þarma-
flóru. Þá má ekki gleyma þeim
sem eru í líkamlegu toppformi en
nota drykkinn til betra úthalds
og andlegrar vellíðunar, auk þess
sem hann er einkar vatnslosandi,
grennandi og lostavekjandi.“
Ólafur segir margsannað að
engifer geymi yfir 100 þekkt
efnasambönd sem geri líkaman-
um gott.
„My secret, eða leyndarmálið
mitt, er aðferðin við að ná fram
virku efnunum yfir í vökva. Ekki
dugar að sjóða engiferrót í bitum
og sigta frá, því sýru, sætu og
kryddjurtir þarf til að áhrifin
verði jafn víðtæk og raun ber
vitni,“ segir Ólafur sem í maí
hefur sölu á Aada í handhægum
300 ml umbúðum í verslunum.
„Jú, vissulega var frábært að
vinna fyrir Demi og Ashton, sem
eru eins og dagur og nótt. Hún er
mjög þroskuð á meðan hann er
grallaraspói, en bæði mjög venju-
leg á heimili. Ég vann hjá þeim
sex daga vikunnar frá morgni
til kvölds, en átti frí á sunnu-
dögum og fór þá oft út að borða
með þeim. Demi var fyrirfram
sögð erfið og frek í umgengni en
annað kom á daginn. Hennar einu
kröfur voru að allur matur væri
ferskur, óunninn og aukaefnalaus,
en svo var auðvitað dásamlegt að
sjá hvernig hún var alveg eins og
við hin að fá sér gos og Snickers
á kvöldin.“
Sjá nánar á www.mysecret.is
thordis@frettabladid.is
Demi Moore gaf tóninn
Heimskokkurinn Ólafur Sólimann hefur staðið marga vaktina í eldhúsi fræga og ríka fólksins en komst
óvænt á snoðir um kraftaverkadrykk þegar hann kynnti sér engiferrótina betur eftir námsár í Taílandi.
Ólafur Sólimann er matreiðslumeistari og frumkvöðull hjá My Secret, sem nú nýtur
vaxandi vinsælda sem heilsulausn úr náttúrunnar brunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Appelsínur eru ávöxtur
sítrustrésins Citrus
sinensis. Þær eru
C-vítamínauðugar og
þrátt fyrir sætleikann
eru að meðaltali
aðeins um fimmtíu
hitaeiningar í hundrað
grömmum.
Tómatar
eru C- og
E-vítam-
ínauðugir
og er mest
af vítamín-
inu í vökvanum sem umlykur
fræin. Karótíninnihaldið er
töluvert hátt. Þeir eru hitaein-
ingasnauðir og í 100 g eru aðeins
15 til 25 hitaeiningar. Þótt tómatar
séu ber, litið til grasafræðinnar, og þar
af leiðandi undirflokkur ávaxta, eru
þeir einnig flokkaðir sem grænmeti
samkvæmt næringarfræðinni.
Paprika er ákaflega rík af C-
vítamíni, auk þess sem hún
inniheldur ýmis steinefni.
Karótíninnihald hennar er
einnig mjög hátt. Paprika
er til í ýmsum litum en
algengastar eru gular, rauðar
og appelsínugular. Í rauninni
er paprika ávöxtur en hún er þó
yfirleitt notuð eins og grænmeti og
flestir líta á hana sem græn-
meti en ekki ávöxt.
Kíví er
auðugt
af C-vít-
amíni og
eru aðeins
53 hitaeining-
ar í 100 grömm-
um. Kíví er loðber
sem er upprunnið í
suðurhluta Kína þótt
margir tengi ávöxtinn
við Nýja-Sjáland. Ástæð-
an er sú að kívíið var flutt þangað
í byrjun tuttugustu aldar og barst
þaðan til Vesturlanda.
Hollt hráefni
ÚRVALIÐ AF HOLLU OG GÓÐU
HRÁEFNI ER ENDALAUST. HÉR
ERU NOKKUR GÖMUL OG GÓÐ
SEM STANDA ÁVALLT FYRIR SÍNU.
HEILSUVIKA verður í Mosfellsbæ í næstu viku. Dagskráin
verður fjölbreytt með fellaþrennu, brennókeppni og skemmti-
dagskrá. www.mos.is
Ólafur
starfaði um
tíma sem
einkakokkur
Demi Morre
og Ashton
Kutcher.
Við eldum fyrir þig
Grænmetisréttir, f isk-og kjúklingaréttir,
súpur, fjölbreytt salöt og annað góðgæti.
VEITINGASTAÐUR - VERSLUN - TAKEAWAY
Suðurlandsbraut 12 - Sími 557 5880 - www.kruska.is
Opið alla virka daga frá 11:00 til 20:00
Opið frá
11-20
Gildir út maí.
FimmtudagaJóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is - sími 512 5473
Henný Árnadóttir
henny@365.is - sími 512 5427
Þórdís Hermannsdóttir
thordish@365.is - sími 512 5447