Fréttablaðið

Dato
  • forrige månedmaj 2010næste måned
    mationtofr
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Fréttablaðið - 08.05.2010, Side 4

Fréttablaðið - 08.05.2010, Side 4
4 8. maí 2010 LAUGARDAGUR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 07.05.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,9651 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,83 129,45 189,38 190,30 164,53 165,45 22,101 22,231 20,736 20,858 16,835 16,933 1,395 1,4032 191,58 192,72 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR fyrir alla sem alveg grillaður! áððþí á ðð  LÖGREGLUMÁL Sérstakur saksókn- ari hyggst nýta tímann sem Hreið- ar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjórar Kaupþings, sitja í gæslu- varðhaldi til að yfirheyra alla þá sem tengj- ast meintum lögbrotum tví- menninganna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þeir, sem talið er mjög brýnt að ná tali af áður en gæsluvarðhald- ið rennur út, á þriðja tug, bæði sakborningar í málunum og vitni sem talin eru geta varp- að frekara ljósi á málið. Þ e i r r a á meðal eru aðrir fyrrverandi stjórnendur úr Kaupþingi; þeir Sigurður Ein- arsson, fyrr- verandi stjórn- arformaður, Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, og Steingrímur P. Kárason, fyrrver- andi framkvæmdastjóri áhættu- stýringar bankans. Sigurður er búsettur í London en Ingólfur og Steingrímur í Lúxemborg og hafa þar rekið ráðgjafarfyrirtækið Consolium með Hreiðari Má. Þremenningarnir hafa allir verið boðaðir í yfirheyrslur hérlend- is í næstu viku en hugsanlegt er að þeim verði flýtt í ljósi atburða síðustu daga. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að sérstakur sak- sóknari hefði þegar farið þess á leit við Sigurð að hann flýtti komu sinni til landsins en að hann hefði ekki sinnt þeim boðum. Hreiðar og Magnús voru báðir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær, Hreiðar í tólf daga og Magnús í sjö daga. Þeir kærðu báðir úrskurðina til Hæstaréttar, sem kveður upp dóma eftir helgi. Þangað til dvelja bankastjórarnir fyrrverandi í einangrun á Litla-Hrauni. Ástæða varðhaldsins er grunur um stórfellda markaðsmisnotk- un í starfsemi Kaupþings mán- uðina fyrir hrun. Hún fór þannig fram að bankinn lánaði félögum, meðal annars á vegum sjeiks Al- Thani frá Katar, Skúla Þorvalds- sonar og Kevins Stanford, háar upphæðir til að kaupa hlutabréf í bankanum. Þannig var komið í veg fyrir að gengi bréfa í bankan- um félli. Alls námu þessi vafasömu viðskipti Kaupþings hátt í hundr- að milljörðum. Inn í þetta flétt- ast önnur meint lögbrot, svo sem umboðssvik og skjalafals. Sérstakur saksóknari rannsakar jafnframt mál af öðrum toga tengd Kaupþingi en þau liggja ekki bein- línis til grundvallar gæsluvarðhald- inu, samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins, þótt ekki sé útilokað að einnig verði yfirheyrt vegna þeirra á næstunni. stigur@frettabladid.is Yfirheyra þarf tugi manna áður en varðhaldinu lýkur Saksóknari hyggst yfirheyra á þriðja tug sakborninga og vitna á meðan Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson sitja inni. Þrír fyrrverandi stjórnendur Kaupþings hafa verið boðaðir í yfirheyrslur eftir helgi. ÚRSKURÐAÐIR Í VARÐHALD Hreiðar Már og Magnús munu verða í einangrunar- klefum á Litla-Hrauni fram yfir helgi hið minnsta. Þá mun Hæstiréttur taka afstöðu til kæru tvímenninganna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SIGURÐUR EINARSSON INGÓLFUR HELGASON STEINGRÍMUR P. KÁRASON Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Group, og Magnús Guðmundsson, sem áður stýrði Kaupþingi í Lúxemborg, eru jafnaldrar og luku báðir stúdentsprófi árið 1990. Hreiðar er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og Magnús frá Menntaskólanum við Sund. Þeir hófu á sama tíma nám við viðskiptaskor Háskóla Íslands á endurskoðunarsviði og útskrifuðust saman árið 1994. Báðir voru svo ráðnir til Kaupþings í maí 1994. Hreiðar Már var ráðinn framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Hávöxtunarfélagsins hjá Kaupþingi og Magnús forstöðumaður hjá Kaupþingi, að því er fram kemur í Viðskipta- og hagfræðingatalinu. - óká Voru samstiga í námi og inn í Kaupþing VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 17° 14° 8° 17° 19° 7° 7° 21° 9° 23° 24° 33° 14° 17° 16° 7° 11 Á MORGUN Strekkingur við A-strönd, annars hægari. MÁNUDAGUR Strekkingur við A- strönd, annars hægari. 8 7 5 4 10 7 6 6 8 7 8 8 9 5 11 10 14 8 7 5 75 8 4 4 3 4 3 3 3 4 HÆGUR VINDUR Það blæs af vestri á landinu í dag. Skýj- að verður víða eða þokumóða með ströndum en inn til landsins gæti létt til yfi r miðjan dag- inn. Síðdegis snýst til norðanáttar og á morgun verður víða bjart eða bjart með köfl um en það kólnar í veðri. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður SKÁK Anand og Topalov enn jafnir Tíundu viðureign Viswanathans Anand og Veselins Topalov um heimsmeistaratitilinn í skák lauk með jafntefli í gær. Anand var með svart og beitti Grünfelds-vörn líkt og í fyrstu skákinni. Þeirri skák tapaði hann eftir aðeins klukkustundar langa viðureign en í þetta sinn hélt hann jafntefli. Anand og Topalov eru því jafnir þegar tvær skákir eru eftir. DÓMSMÁL Stjórn Banque Havilland í Lúxemborg ákvað í gær að leysa Magnús Guðmundsson bankastjóra frá störfum. Við tekur Jonathan Rowland, einn eigenda bankans. Brottreksturinn kemur í fram- haldi af yfirlýsingu sérstaks sak- sóknara þess efnis að Magnús, ásamt Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, sé grunaður um markaðsmisnotk- un, skjalafals og fleiri mál í aðdrag- anda falls Kaupþings í október 2008. Magnús var bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg og tók við bankastjóra- stólnum þegar Rowland-fjölskyldan keypti bankann af skilanefnd Kaup- þings í júlí í fyrra. Magnús var í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Ákvörð- un héraðsdóms hefur verið kærð til Hæstaréttar. Jonathan Rowland vildi ekki tjá sig um málið umfram það sem fram kom í tilkynningu frá bankanum í gær þegar Fréttablaðið leitaði eftir því. Þá náðist ekki í Karl Axelsson, lögmann Magnúsar, þegar eftir því var leitað í gær. Haft var eftir Karli í fjölmiðlum í gær að hann væri mjög ósáttur við gæsluvarðhaldið. - jab Einn eigenda Banque Havilland í Lúxemborg tekur við stjórn bankans: Magnús missti bankastjórastólinn Í GÆSLUVARÐHALDI Magnús Guðmunds- son gæti sótt bætur til ríkisins vegna gæsluvarðhalds að ósekju verði hann sýknaður um markaðsmisnotkun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Magnús getur sótt um bætur til ríkisins eins og aðrir verði hann sýknaður. En það tekur því varla að sækja slík mál,“ segir Brynjar Níelsson hæsta- réttarlögmaður. Bætur vegna gæsluvarðhalds að ósekju hafa numið á bilinu tvö til þrjú hundruð þúsund krónum. Brynjar segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald verða að hvíla á traustum grunni og ný gögn hljóti að hafa komið fram. Tekur því ekki að sækja bætur LÖGREGLUMÁL Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra segir að aðgerðir sérstaks saksókn- ara marki tímamót í endurreisn íslensks samfélags eftir banka- hrun. Þetta kom fram í máli forsætis- ráðherra á blaðamannafundi eftir ríkisstjórnarfund í gær. Jóhanna fagnaði aðgerðum sérstaks saksóknara. „Ég held að við séum á ákveðn- um tímamótum í þessu máli og handtökum sem áttu sér stað í gær vegna þess að þær eru stór liður í því að við getum náð sátt- um í þessu samfélagi og að þeir axli ábyrgð sem hana bera,” sagði Jóhanna. Undir þetta sjónarmið tók Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra. - shá Jóhanna Sigurðardóttir: Aðgerðin er fagnaðarefni FORSÆTISRÁÐERRA Segir handtökur bankastjóra marka tímamót. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALVEG GRILLAÐUR Grillosturinn bráðnar betur en aðrir ostar og hentar því einstaklega vel á hamborgara eða annan grillaðan mat. H VÍ TA H Ú SI Ð /S ÍA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar: 107. tölublað (08.05.2010)
https://timarit.is/issue/323652

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

107. tölublað (08.05.2010)

Handlinger: