Fréttablaðið - 08.05.2010, Qupperneq 10
10 8. maí 2010 LAUGARDAGUR
SJÁVARÚTVEGUR Nýr frystitogari,
Gandí VE 171, kom í fyrsta sinn til
heimahafnar í Vestmannaeyjum á
fimmtudagskvöld. Það er Vinnslu-
stöðin sem festi kaup á skipinu í
vetur og verður það gert út til
veiða og vinnslu á uppsjávarfiski
og grálúðu.
Skipið, sem var smíðað árið 1986
og er 57 metrar að lengd og þrett-
án að breidd, hefur verið í klöss-
un í nokkra mánuði í Hafnarfirði,
og var áður í eigu útgerðarinnar
Sjávarblóms þar í bæ og hét þá Rex
HF 24. Skipið var keypt af þrotabúi
útgerðarinnar og hefur að mestu
legið við bryggju í tvö ár.
Eins og vænta mátti fjölmenntu
Vestmanneyingar niður á höfn
þegar skipið kom þar til hafnar og
myndaðist þar hátíðarstemning.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson,
framkvæmdastjóri Vinnslustöðv-
arinnar, er ánægður með skipið.
„Þetta er töluverð fjárfesting en
það sem réttlætir hana er verð-
mætaaukningin sem er möguleg
með þessu nýja skipi.“ Fullkom-
inn vinnslubúnaður er um borð
og tuttugu sjómenn verða í áhöfn.
Frystigeta skipsins er um 100 tonn
á sólarhring.
Kristján Einar Guðnason er
skipstjóri á Gandí en hann hefur
áður starfað hjá HB Granda og
Brimi hf. - shá
Frystitogarinn Gandí kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Eyjum á fimmtudag:
Nýr togari til Vestmannaeyja
Nýtt 4 vikna byrjendanámskeið
Innifalið í kortum eru allir opnir tímar
ásamt þeirri þjónustu sem boðið er
upp á í Veggsport.
Stórhöfði 17 (gengið inn um Veggsport)
Sími: 695 8464 og 772 1025
www.jogastudio.org
Persónuleg jógastöð
hefst 10. maí. Skráning hafi n í síma
695 8464 / 772 1025 eða á jogastudio.org
• Hot jóga • Hatha jóga • Byrjendanámskeið
• Krakkajóganámskeið
Sumartilboð 10.900 kr.
Einstakt tækifæri
Til að sveitarfélag eða hverfi sé lýst Öruggt samfélag í
skilningi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), þurfa
þeir sem mynda meginstoðir viðkomandi samfélags að vera
þátttakendur í verkefninu um Öruggt samfélag.
Á Evrópuráðstefnu, sem haldin verður í Reykjavík 19. - 20.
maí n.k., býðst Íslendingum einstakt tækifæri til að kynnast
„Safe Community“ verkefni WHO um Öruggt samfélag
og þar með flestu sem snertir slysa- og ofbeldisvarnir í
nærsamfélaginu.
Ráðstefnan er opin öllum sem áhuga hafa og greiða
ráðstefnugjald.
Sjá nánar á vef Lýðheilsustöðvar:
www.lydheilsustod.is
Öruggt samfélag
Ráðstefna The European Safe Community
í Reykjavík 19. - 20. maí 2010
Gömlu, góðu gildin
Bók sem allir hafa yndi af að lesa
– líka mamma, enda er þetta
í heillandi sögu.
Metsölubók um allan heim.
Allra besta gjöfin
á mæðradaginn
GANDÍ VE Skipið er fyrsti togarinn sem Vinnslustöðin hefur keypt um nokkurt skeið. Eyjafjallajökull hamast uppi á landi.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
VIÐSKIPTI FDCI, Tryggingasjóður
innstæðueigenda í Bandaríkj-
unum, tók um síðustu helgi yfir
þrjá banka í Púertó Ríkó. Sjóður-
inn hefur tekið yfir 64 banka frá
upphafi kreppunnar.
Bankarnir höfðu lánað mikið af
fasteignalánum og komu illa undan
kreppunni sem rætur á að rekja
til mikilla vanskila á íbúðalánum
vestanhafs. Bankarnir voru seldir
keppinautum skömmu síðar.
Sheila Bair, forstjóri trygginga-
sjóðsins, sagði í samtali við banda-
ríska dagblaðið Washington Post
nýja eigendur verða að bjóða upp
á greiðsluaðlögun til að forða efna-
hagslífi Púertó Ríkó frá skakka-
föllum. - jab
Bankakreppa í Púerto Ríkó:
Bandarískur sjóður
tekur þrjá banka yfir
HVAÐ Í? Starfsmaður fjármálayfirvalda
í Bandaríkjunum les tilkynningu frá
Tryggingasjóði innstæðueigenda í
Bandaríkjunum um yfirtöku á banka.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP