Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.05.2010, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 08.05.2010, Qupperneq 18
18 8. maí 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Fjármálaráðherrann beindi athygli sinni að vanda Grikkja á dögunum. Af því tilefni lofsöng hann bæði guð og krónuna eins og hún væri hluti af sköpunarverkinu. Kenning fjármálaráðherra er sú að betra sé að búa við sveigjanleg- an gjaldmiðil en sæmilega stöðug- an. Þannig megi styrkja útflutn- ingsgreinarnar þegar á þarf að halda með því að lækka gengið. Þetta er rétt að því gefnu að þjóð- in ráði í raun og veru skráningu gjaldmiðilsins. Veikleikinn í kenningu fjár- málaráðherrans er hins vegar sá að í opnu alþjóðlegu hagkerfi eru það erlend markaðsöfl sem ráða gengi krónunnar. Reynslan hefur sýnt að stjórn- tæk i Seðla - bankans og rík- isstjórnarinnar duga ekki til þess. Pólitískt fullveldi yfir krónunni fæst aðeins með því að loka hagkerf- inu eins og gert er um þessar mundir með gjaldeyrishöftum. Sveigjanleiki krónunnar sem erlend markaðsöfl spiluðu á leiddi til þess að fimmtungur af íslensk- um heimilum lenti í skuldafjötr- um sem þau ráða ekki við. Þetta gerðist ekki í Grikklandi. Át t at íu hu nd raðsh lut a r íslenskra fyrirtækja urðu tækni- lega gjaldþrota eins og það hefur verið kallað vegna sveigjanleika krónunnar. Ekkert svipað gerð- ist í Grikklandi. Þegar fjármála- ráðherra talar um bættan hag útflutningsgreina sleppir hann að horfa á skuldastöðuna. Fyrir tíma erlendra lána og verðtryggingar mátti brenna skuldir með gengisfellingum. Sá tími er liðinn. Grikkir gátu ekki létt skuldavanda sinn með sveigjanlegri mynt. Í trúarlegri skírskotun fjár- málaráðherra um ólíka gæfu Íslendinga og Grikkja fólst ein- faldlega röng greining á þeim mikla vanda sem báðar þessar þjóðir glíma við. Trúin á krónuna Ekkert peningakerfi er svo fullkomið að jafna megi því við guðsríki. Menn geta stjórnað sér bæði vel og illa þó að þeir noti stóra alþjóð- lega mynt. Satt best að segja gerir evran kröfu um enn meiri aga við hagstjórn en þar sem menn geta leiðrétt mistök sín með því að rýra eignir og laun almennings með gengisfellingum. Grikkir eru að því leyti í þrengri stöðu en Íslendingar að þeir geta ekki við þessar aðstæð- ur flutt peninga og eignir frá almenningi til útflutningsfyrir- tækja með gengislækkun. Það eru líka reiknikúnstir sem auka ekki raunveruleg verðmæti útflutn- ingsins. Sú létta leið er auðveld- ari til skamms tíma en er oftast verri til lengri tíma. Til framtíðar litið eru Íslending- ar því í þrengri stöðu en Grikkir vegna þess að kostnaðurinn við að halda sjálfstæðri mynt kemur fram í hærri vöxtum og gjaldeyr- ishöftum. Það hamlar raunveru- legum hagvexti. Þetta þýðir að Íslendingar geta aðeins bætt sam- keppnisstöðu landsins með lægri lífskjörum til frambúðar. Eðlilega hræðast margir evr- una í slíkum ólgusjó sem hún er. Sumir efast um að hún haldist á floti. Ástæðulaust er að loka aug- unum fyrir þessum aðstæðum. Við sitjum hins vegar uppi með gjaldmiðil sem sökk með skelfi- legum afleiðingum. Sterkar sjálf- stæðar myntir eins og sterlings- pundið eiga líka í vök að verjast. Við þurfum fyrst og fremst að huga að því að verða ekki einangr- að eyland í peningamálum. Fjár- málaráðherrann vill hins vegar af trúarlegum ástæðum fara leið út úr vandanum sem verður almenningi á Íslandi dýrkeyptari en í Grikklandi þegar upp verður staðið. Guðsríki myntkerfa er ekki í nánd Skuldavandi ríkissjóðs Grikk-lands hrannaðist upp án þess að samstarfsþjóðirnar í Evrópska myntbandalaginu tækju eftir. Það gerðist með því að grískar ríkisstjórnir fundu hjáleið- ir um bókhald ríkissjóðs þegar lán voru tekin til margvíslegra fram- kvæmda. Ástæða er til að leiða hugann að þessu fyrir þá sök að íslensk stjórn- völd eru að feta sig inn á þessa braut. Nokkur sveitarfélög hafa reynt þetta með misjöfnum árangri. Nú á að fjármagna nýjan Land- spítala framhjá bókhaldi ríkissjóðs; sömuleiðis nýja samgöngumiðstöð og mörg verkefni í vegamálum. Sérstakur lögaðili er búinn til milli lífeyrissjóðanna og ríkissjóðs til að taka við lánum þeirra í þessum tilgangi. Félagsmálaráðherra hefur kynnt nýja framkvæmdahrinu vegna hjúkrunarheimila aldraðra. Íbúða- lánasjóður verður þar milliliður milli ríkissjóðs og sveitarsjóða. Frambjóðendur Samfylkingarinn- ar í Reykjavík og Kópavogi hafa boðað milljarða lántökur með þess- um hætti til að örva atvinnu. Að ákveðnu marki má færa rök fyrir framkvæmdum með þessu lagi. Áhættan minnkar ef raunhæf notendagjöld standa undir endur- greiðslum. Þau þrengja hins vegar svigrúm ríkissjóðs til tekjuöflunar. Hér er því mikillar aðgátar þörf. Þetta er hugmyndafræði vogunar- sjóðanna. Lánin verða ekki endur- greidd með því einu að lofa guð og krónuna. Óhjákvæmilegt er að fjármála- ráðherra geri gleggri grein fyrir því svigrúmi sem hann telur vera til slíkrar einkafjármögnunar til hlið- ar við bókhald ríkissjóðs. Grísku töfrabrögðin eru víti til varnaðar. Grísku töfrabrögðin íslenskuð H andtaka tveggja af fyrrverandi forsvarsmönnum Kaup- þings og úrskurður héraðsdóms um gæzluvarðhald yfir þeim markar nokkur tímamót í rannsókn sérstaks saksóknara á bankahruninu. Viðbrögð margra hafa verið ánægja með að saksóknarinn og hans lið sé að vinna vinnuna sína; loksins sjáist einhver merki um að lögum verði komið yfir þá sem báru ábyrgð á hruninu. Þó eru atburðir síðustu tveggja daga ekki annað en sýnilegur hluti gífurlega umfangsmikillar rannsóknar embættis sérstaks sak- sóknara. Það að tveir grunaðir menn skuli dæmdir í gæzluvarðhald sýnir að brotin, sem þeir eru grunaðir um, eru alvarleg en gefur samt ekki endilega vísbendingu um að þeir verði sakfelldir þegar upp verður staðið. Ýmis dæmi eru um að menn, sem hafa verið úrskurðaðir í gæzluvarðhald, hafa ekki hlotið dóm. Um leið er frekar langsótt að saka saksóknara eða dómstóla um að setja á svið eitthvert leikrit til að þóknast fjölmiðlum og almenn- ingsálitinu með því að handtaka menn og úrskurða í gæzluvarðhald. Í því andrúmslofti, sem nú ríkir í samfélaginu, eru saksóknarinn og dómararnir vissulega undir þrýstingi um að ná fram sakfellingum gagnvart bankamönnum, og margir eru sjálfsagt reiðubúnir að áfellast þá fyrir aumingjaskap ef það gengur ekki hratt og vel. Þeir hljóta hins vegar jafnframt að vera rækilega meðvitaðir um að einhvern daginn fellir sagan annan og yfirvegaðri dóm yfir vinnubrögðum þeirra. Það er því ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að reglum réttarríkisins sé fylgt til hins ýtrasta. Seint verður ítrekað nógu oft að menn eru saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Handtaka, gæzluvarðhald eða ákæra er ekki endanlegur dómur. Þeir, sem finna nú til léttis yfir því að einhver skuli loksins vera handtekinn, verða líka að búa sig undir að verða fyrir vonbrigðum ef til dæmis kröfu um gæzluvarðhald er hafnað eða dómstólar sýkna ákærða bankamenn þegar fram líða stundir. Það er þá ekki endilega til merkis um að dómskerfið hafi brugðizt; það getur líka sýnt fram á að réttarríkið virki og menn séu ekki sakfelldir án nægra sannana. Flest bendir hins vegar til að alvarleg afbrot hafi verið framin í aðdraganda falls bankanna. Einmitt til þess að þeir fái refsingu, sem eiga hana skilda og enginn sem ekki hefur brotið af sér verði ranglega sakfelldur, er nauðsynlegt að rannsókn hinna gífurlega umfangsmiklu hrunsmála verði eins ýtarleg og vönduð og mögu- lega er unnt. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að fjölga þurfi starfsmönnum hjá embætti sérstaks saksóknara. Embættið telur sig þurfa tugi starfsmanna til viðbótar. Þrír ráðuneytisstjórar meta nú hvernig á að bregðast við. Ef fjölga þarf starfsfólki hjá sérstökum saksóknara til að unnt sé að rannsaka allan grun um afbrot í banka- og fjármálakerfinu á að gera það sem fyrst, til þess að réttvísin hafi sinn gang. Handtökur og gæzluvarðhaldsúrskurðir eru aðeins hinn sýnilegi hluti rannsóknar. Réttvísin hefur sinn gang ÚTSALA á sumarbústaðalóðum Lóðirnar eru eignalóðir. Örstutt í ölla þjónustu í Reykholti Eingin kvöð um byggingarhraða. Rafmagn, heitt og kaltvatn að lóðarmörkum. Verð frá 890.000kr Uppl. 861-8689 og 823-9448
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.