Fréttablaðið - 08.05.2010, Side 30

Fréttablaðið - 08.05.2010, Side 30
30 8. maí 2010 LAUGARDAGUR FRAMHALD Á SÍÐU 32 Reiðin er mikið bál Mikið hefur mætt á dómsmálaráðuneytinu að undanförnu og enn meira álag er fram undan. Þar situr ópólitíski ráðherrann Ragna Árnadóttir sem áður gegndi starfi skrifstofustjóra í ráðuneytinu. Hún settist niður með Kolbeini Óttarssyni Proppé og ræddi rannsóknarskýrslu, eftirlitsheimildir, flóttamannamál, þjóðkirkjuna og rannsókn sérstaks saksóknara, svo eitt- hvað sé nefnt. Hún segir mikilvægt að vinna uppbyggilega úr skýrslunni. DÓMSMÁLARÁÐHERRANN Ragna Árnadóttir er ekki á leið í pólitík og hefur aldrei verið í stjórnmálaflokki. Hún taldi það samfélagslega skyldu sína að verða við ósk um að setjast á ráðherrastól. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON V endipunktur varð í rannsókn sérstaks saksóknara í gær, þegar fyrstu gerend- ur í bankahruninu voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ragna Árnadótt- ir dómsmálaráðherra vill ekki tjá sig um þá atburði. Hún vonast hins vegar til þess að í næstu viku fáist heimild til að fjölga starsfmönnum embættisins verulega. „Það er ljóst að það þarf að efla embættið. Það þarf að fjölga starfs- mönnum. Sú vinna er í gangi að greina það hversu marga starfs- menn þarf og hvað það kostar. Ég vonast til að það verði komin nið- urstaða í það mál í næstu viku.“ Ragna segir það mat embættis- ins að fjölga þurfi um tugi starfs- manna. Ráðuneytisstjórar forsætis- , fjármála- og dómsmálaráðuneytis eru nú að fara yfir rekstraráætlun embættisins og Ragna vonast til að málið fari fyrir ríkisstjórn í næstu viku. Efla þarf dómstóla Álag á dómskerfið hefur aukist til muna í kjölfar efnahagshruns- ins og Ragna segir að málum muni fjölga. Sé svona mikill kraftur settur í ákæruvaldið skili það sér í fleiri dómsmálum. Á meðan hún gegndi starfi skrifstofustjóra veitti hún nefnd formennsku sem komst að þeirri niðurstöðu að koma ætti á fót millidómstigi. Hún segir að nú, sem ráðherra, kalli hún eftir upp- lýsingum dómskerfisins um hvern- ig hægt sé að efla það. „Við verðum að hafa upplýsingar í höndunum til að geta komið með tillögur. Eigum við að auka fjölda hæstaréttardómara og láta þar við sitja, eða á að koma á millidóms- tigi og láta þar við sitja? Eiga bara að vera millidómstig í sakamálum eða á að gera hvorutveggja eða allt og þá í hvaða mæli? Við þurfum að vinna okkur áfram í þessu og meta þörfina og á hvaða grundvelli okkar tillögur eiga að byggja.“ Ragna vísar til þess að um ára- mótin var ákveðið að fjölga hér- aðsdómurum um fimm og fallið var frá fyrirhuguðum niðurskurði í Hæstarétti. Nú, örfáum mánuðum síðar, komi þau skilaboð frá dóms- kerfinu að frekari aðgerða sé þörf, málafjöldinn sé svo mikill. „Nú komum við líka að rannsókn- arskýrslunni og frumkvæðisskyldu ráðherra. Hvað á ráðherrann að gera þegar svona viðvaranir koma? Mér finnst brýnt að þær komi frá dómsvaldinu, því ber skylda til að vara við með formlegum hætti. Við höfum einu sinni brugðist við og erum nú að kalla eftir upplýsing- um til að meta næstu skref.“ Breytir vinnulagi ráðherra Þú minnist á rannsóknarskýrsluna, telurðu að hún muni breyta vinnu- lagi ráðherra? „Ég tel að hafi hún ekki þegar gert það muni það gerast fljótlega. Hvað sjálfan mig varðar þá vakna margar spurningar. Ef við skoðum brýn málefni eins og yfirfull fang- elsi, eða björgunargetu þyrlubjörg- unarsveitarinnar, þá kallar hún á spurningar um skyldu ráðherra. Hún er mjög rík samkvæmt skýrsl- unni, en ráðherra verður að vera gert kleift að sinna skyldu sinni. Þar kemur löggjafarvaldið og fjár- veitingar einnig inn í myndina.“ Þú nefnir björgunarmál, eru þau mál ekki í ólestri? „Það er mat manna, og ég hef vakið athygli Alþingis á því, að gæslan þurfi að eiga fjórar þyrlur og þeim þurfi að sinna sex og hálf vakt. Staðan í dag er sú að við höfum þrjár þyrlur og fimm vakt- ir. Þara er komin upp sú staða að við erum ekki með þann viðbúnað sem talinn er nauðsynlegur að áliti sérfræðinga. Það er mjög alvarleg staða.“ Ber mönnum ekki skylda til að leysa úr því? „Við erum að vinna að því að bæta úr þessu með öllum tiltækum ráðum. Það er skýrt markmið að hafa björgunargetuna með þeim hætti að viðunandi getur talist. En þá koma fjármálin inn í. Ríkisfjár- málin nú eru með þeim hætti að skera þarf niður. Ef sú staða kemur upp að það þarf meira fjármagn, og það er ekki fyrir hendi, eru í raun bara tvær leiðir færar. Við getum sagt að við ætlum ekki að sinna ákveð- inni þjónustu núna, við forgangs- röðum og sleppum ákveðnum hlut- um til að sinna öðrum. Við getum einnig farið þá leið að segja að við getum ekki haldið þjónustunni úti með óbreyttum hætti, þannig að við ætlum að halda úti skertri þjón- ustu. Þá er bara að fara út og við- urkenna það að ríkiskassinn leyfi ekki annað en að við sinnum þjón- ustunni bara að hluta til. Ef svo er, á bara að viðurkenna það.“ Engin afsökun Nýverið kynntu GRECO, verkefni Evrópuráðsins gegn spillingu, að ekki hefði verið farið eftir nema tveimur af fimmtán aðfinnslu- atriðum úr skýrslu frá apríl 2008. Hvernig stendur á því? „Hvað dómsmálaráðuneytið snertir snýr þetta að ákveðnum útfærsluatriðum í mútuákvæði hegningarlaga. Spurningin er hvort þau nái yfir alþingismenn einnig, það hefur ekki verið útkljáð, en er alveg sjálfsagt að skerpa á því. Ég vil bara almennt segja að ég ætla ekki að vera með neinar afsak- anir í þessu. Sumt verðum við að hafa í lagi og þetta er eitt af því. Við höfum nú þegar gengið í málið og erum byrjuð að vinna að þessu. Það verður að viðurkennast að sum mál hafa setið á hakanum vegna anna. Ég ætla þó ekki að vera með neinar afsakanir. Þetta gengur bara ekki og við verðum að herða okkur í þessu.“ Gifting samkynhneigðra Mikil umræða skapaðist um gift- ingu samkynhneigðra í kjölfar prestastefnu. Hver er þín skoðun í því máli? „Dómsmálaráðherra er ekki Það verður að vera alveg skýrt að þau taki þetta til sín og við notum skýrsluna til að bæta okkar stjórnsýslu, breyta ýmsum hlutum og byggja upp agaða stjórnsýslu. Ragna var í leyfi frá starfi sínu sem skrifstofustjóri lagaskrifstofu dómsmála- ráðuneytisins og hafði starfað í þrjár vikur í forsætisráðuneytinu þegar hún fékk boð um að verða dómsmálaráðherra. „Ég fékk nokkurra klukkustunda umhugsunarfrest svo það var bara að duga eða drepast. Ég áleit að þetta væri skylda. Þegar maður er kallaður til þá á maður bara að taka þátt í starfinu.“ Ragna segir það að mörgu leyti sérstakt að standa utan þings. Hún hafi sótt þingflokksfundi stjórnarflokkanna þegar við á, en að öðru leyti taki hún ekki þátt í flokksstarfi. „Fyrst þegar maður byrjaði þurfti maður að feta sig áfram. Bæði að læra og móta starfið í einu, því þetta er svo nýtt. Við [hún og Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra] erum hluti af ríkisstjórninni en stöndum þó utan flokkanna. Það er auðvitað mjög sérstakt.“ Boðið um að sitja áfram í ríkisstjórn að loknum kosningum kom Rögnu á óvart. Hún hafði þó gert upp við sig að hún mundi játa því, yrði það boðið. Það væri samfélagsleg skylda hennar. Hún veit hins vegar ekki hve lengi hún situr í embætti. „Ég veit ekkert hvað er í vændum nema ég veit það náttúrlega að stjórn- arflokkarnir hafa kynnt ákveðin áform um endurskipulagningu ráðuneyta. Formaður Vinstri grænna var síðan með ákveðnar yfirlýsingar fyrir páska, en þau verða bara að gera það upp við sig hvernig þetta á að vera. Ég er sátt og bíð átekta.“ Ertu ekkert á leið í pólitík? „Nei. Ég geri ekki lítið úr pólitík, en mér fyndist það ekki sanngjarnt að ég færi í pólitík í beinu framhaldi af því að vera utanþingsráðherra. Fyrir utan að það stendur ekki til. Ég hef aldrei verið flokkspólitísk og ekki tekið það skref að ganga í flokk.“ Ekki á leið í pólitík
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.