Fréttablaðið - 08.05.2010, Side 44
4 fjölskyldan
sem fá svo stimpil eftir heimsókn-
ina til landsins. „Fyrstu daga vik-
unnar skipuleggjum við hvert þau
eiga að fara en svo mega þau velja
síðari hlutann.“ Börnin sem blaða-
maður hittir eru upptekin við hin
ýmsu verkefni, að búa til eldfjöll
og ferðast á milli landa. Þau sýna
stolt vegabréf með mörgum þjóð-
fánum.
Anna segir börnin hafa ótrú-
lega gaman að tilbreytingunni, að
fá að velja hvað þau gera, smakka
framandi mat og kynnast nýjum
hlutum. Löndin sem kynnt voru
á alþjóðavikunni tengjast mörg
uppruna barnanna, en ekki öll.
„Við leyfðum þeim til dæmis að
velja Afríkulönd og þau völdu
meðal annars Madagaskar.“ Börn-
in á Nóaborg eru þaulvön að taka
þátt í atkvæðagreiðslu því eitt af
þeim þemum sem unnið er með á
leikskólanum er lýðræði. „Börnin
fá oft að greiða atkvæði hér, þau
velja til að mynda stundum hvað á
að vera í matinn. Þá fá þau að sjá
myndir af tvenns konar réttum og
greiða atkvæði.
Þannig læra þau að atkvæði
þeirra skiptir máli,“ segir Anna
sem meðal annars hefur farið í
vettvangsferð með börnin í Ráð-
hús Reykjavíkur þar sem þau
ályktuðu samhljóða á fundi að
það vantaði fleiri hoppukastala í
Reykjavík. - sbt
Ólík menning Alþjóðavikan byrjaði sem einn dagur en er nú vika.
Eldgos Þessi unga snót var að búa
til eldfjall þegar blaðamaður leit inn.
FRAMHALD AF FORSÍÐU
„Þessar hálendisferðir eru á for-
sendum barnanna og þær eru
eiginlega hugsaðar til að tengja
börnin við landið,“ segir Ósk Vil-
hjálmsdóttir en hún hefur undan-
farin sumur skipulagt ferðir fyrir
börn og fullorðna þar sem áhersl-
an er á að njóta náttúrunnar.
„Ég hef oft farið í ferðir þar sem
börnin eru hálfpartinn teymd með,
þar sem verið er að ganga langar
vegalengdir og það vill verða of
erfitt fyrir þau. Í þessum ferð-
um er leiðin og leiðsögnin út frá
forsendum barnanna, það er ekki
verið að fara langar leiðir í kíló-
metrum talið,“ segir Ósk sem
stefnir að Fjallabaki í sumar með
hópinn. Tjaldað er í Krókagili í
námunda við Strútslaug en þangað
er einmitt förinni heitið í lengstu
gönguferð ferðalagsins.
„Það er svo gaman að fara inn
á Syðra Fjallabakið. Þar er að
Hálendið
Ósk Vilhjálmsdóttir, mynd-
listarkona og ferðafrömuð-
ur, þekkir hálendi Íslands
vel. Undanfarin sumur
hefur hún farið í fjölskyldu-
ferðir að fjallabaki þar sem
ungir og aldnir njóta náttúr-
unnar saman.
fyrir “efi
n” í lífin
u
Hvað ef...
Hver veit?
Við vitum aldrei hvað dregur á daga
OKKAR. Því er gott að vita að það séu
traustar undirstöður til staðar þegar við
þurfum á þeim að halda.
o
þ
Líf og ábyrgð einstaklinga breytist
og það er mikilvægt að tryggingarvernd
þín taki mið af því.
Hafir þú gengið í hjónaband, keypt stærra
FRÉTTA
BLA
Ð
IÐ
/G
VA
samvera
í rólegheitum og látum ...
SIPPSIPPANIPP Að sippa er hin besta skemmtun og á færi barna
frá um það bil fimm ára aldri. Það er sömuleiðis góð þjálfun fyrir
fullorðna að sippa, en þá er betra að nota sippuband í fullri lengd,
ekki barnastærð.