Fréttablaðið - 08.05.2010, Síða 47
LAUGARDAGUR 8. maí 2010 3
Jeppa- og ferðasýning hjá Toy-
ota í Kópavogi í dag.
Áhugamenn um bíla og ferð-
ir ættu ekki að koma að tómum
kofanum hjá Toyota um helgina,
þar sem jeppa- og ferðasýning
verður opnuð í dag.
Áhersla er lögð á bíla sem
henta vel til ferðalaga, bæði
fólksbíla og jeppa, og hægt er að
skoða bæði nýjar og eldri gerð-
ir bifreiða. Sérstaklega má geta
nýrra Land Cruiser og Hilux-
jeppa, sem bæði eru óbreyttir og
með breytingum, en þeir breyttu
verða til sýnis á útisvæði.
Þá verða á sýningunni ýmsir
ferðasérfræðingar sem geta veitt
gestum og gangandi upplýsingar
um áfangastaði innanlands.
Sýningin verður höfð opin
frá klukkan 12 til 16.
Ferðast á fjórum hjólum
Bifreiðar sem henta til ferðalaga verða
til sýnis hjá Toyota í dag.
„Umhverfismál hafa verið mér
hjartans mál í mörg ár og ég sé
möguleikann í ferðaþjónustunni til
að fræða um náttúruna. Út á það
gengur vistvæn ferðaþjónusta,“
segir Jón Jóel Einarsson eigandi
ferðaþjónustufyrirtækisins Út og
vestur.
Jón Jóel segir vistvæna ferða-
þjónustu mikilvægan þátt í upp-
byggingu ferðamála á Íslandi í dag.
Þá sé mikilvægt í umtöluðu átaki í
ferðamálum til að ná ferðamönnum
til landsins aftur eftir að gos hófst í
Eyjafjallajökli, að vera undirbúinn
þeim fjölda sem gæti fylgt í kjölfar-
ið, með tilliti til umhverfisslysa.
„Eftir hrunið var talað um að
ferðaþjónustan ætti að bjarga
okkur, sem hún getur gert. Við
sáum hins vegar í túristagosinu á
Fimmvörðuhálsi hvernig straum-
ur af fólki lá óheftur á staðinn og
alls konar fólk og fyrirtæki buðu
þjónustu. Það er mikilvægt að litið
sé á ferðaþjónustu sem alvöru
atvinnugrein og skipulega sé hald-
ið á málum. Þeim ferðamönnum
sem eiga að koma hingað verður
að vera ljóst að
náttúran er við-
kvæm.“
Jón Jóel hefur
nú í tvö sumur
boðið vistvænar
ferðir á Breiða-
fjarðarsvæð-
inu. Ferðirnar
eru skipulagð-
ar í samvinnu
við heimamenn
sem kynna sig
og sín störf
fyrir ferðafólk-
inu og bjóða í
mat. Hann segir vaxandi áhuga
vera á vistvænum ferðamáta þar
sem ferðast er gangandi, hjólandi
eða róandi. Ferðalangurinn upplif-
ir svæðið á beinan hátt og kynnist
mannlífinu. Það sé eitthvað sem
stjórnvöld mættu veita athygli.
„Hin hefðbundna ferðaþjónusta
gengur að mestu leyti út á að stórir
aðilar, eins og flugfélög og hótelk-
eðjur, fái peningana í vasann en ekki
fólkið sem verið er að heimsækja.
Því er mikilvægt að stjórnvöld styðji
við vistvæna ferðaþjónustu, vegna
svæða sem hafa setið eftir í atvinnu-
þróun. Samfélögin eru ekki síður
viðkvæm en það finnst ekki öllum
sjálfsagt. Á vinsælum ferðamanna-
stöðum er heimafólki oft ofboðið
vegna ágangs ferðamanna sem fylla
öll tjaldstæði, sundlaugar, verslanir
og rusl hrannast upp. Hinn almenni
íbúi sem á ekki beinna hagsmuna
að gæta í sundlauginni eða versl-
un finnur því lítið fyrir þeim verð-
mætum sem ferðamaðurinn skilur
eftir sig.“
Jón Jóel segir oft þess misskiln-
ings gæta að vistvæn ferðaþjónusta
sé leiðinleg og snúist eingöngu um
að predika umhverfisvernd. Það sé
misskilningur þar sem ferðirnar
séu skipulagðar á forsendum bæði
gesta og gestgjafa. „Reynsla okkar
er sú að fólk er ánægt með að hitta
heimamenn og kynnast þeirra lífi.
Fólk er úti og upplifir það sem land-
ið hefur upp á að bjóða á allt annan
hátt en ef horft er út um bílrúðu.“
Nánar má kynna sér vistvæna
ferðaþjónustu á vefsíðunni www.
utogvestur.is. heida@frettabladid.is
Náttúrunnar notið beint
Vistvæn ferðaþjónusta er sniðin í samstarfi við samfélagið sem sótt er heim og gengið er um náttúruna
af virðingu. Hún er jafnframt sú tegund ferðaþjónustu sem vex hvað hraðast í heiminum í dag.
Ferðamenn njóta þess sem svæðið býður upp á þegar þeir komast í kynni við
heimamenn. MYND/UTOGVESTUR.IS
Ferðalangarnir komast í bein tengsl við
náttúruna.
Gengið er um náttúruna af virðingu og
umhverfinu ekki raskað hjá Út og vestur.
Jón Jóel Einarsson
segir vistvæna
ferðaþjónustu
mikilvæga.
Meðal breyttra bíla á sýningunni má
nefna Land Cruiser 150 VX.
Flokkarnir eru að fyllast!
Laust er í eftirfarandi flokka:
1. flokkur 4. -10. júní 10-12 ára laust
2. flokkur 11.-17. júní 9-11 ára biðlisti
3. flokkur 18. -24. júní 11-13 ára biðlisti
4. flokkur 25. júní-1. júlí 9-10 ára laust
5. flokkur 2. -8. júlí 10-12 ára biðlisti
6. flokkur 9.-15. júlí 11-13 ára biðlisti
7. flokkur 16. -22. júlí 9-11 ára laust
8. flokkur 23.-29. júlí 12-14 ára biðlisti
9. flokkur 4.-10. ágúst 14-17 ára laust
KFUM og KFUK - Holtavegi 28 - 104 Reykjavík - Sími 588 88 99 - www.kfum.is
10. flokkur 11.-17. ágúst 11-13 ára biðlisti
Vindáshlíð
Þar er fjölbreytt þjónusta í boði allan ársins hring:
• Vikureiðnámskeið barna í júní og ágúst.
• Gisting, fullt fæði, reiðkennsla og afþreying.
Gisting í notalegum gestahúsum, heitur pottur.
• Fullt fæði ef óskað er. Allt brauð og kökur
heimabakað.
• Hestaleigan opin allt árið
• Hestasala, úrval góðra hrossa
• Hvata- og óvissuferðir fyrir hópa
• Dekurhelgarreiðnámskeið að vetrarlagi
• Lengri hestaferðir á sumrin, úrvals hestar og
góður matur
• Prinsessureiðnámskeið
• Reiðnámskeið fyrir hræddar konur
• Sveitadvöl fyrir fjölskyldur, þar sem gestir fá innsýn
í daglegt líf í sveitinni Hestheimar • Ásahreppi • Hella • sími 487 6666
hestheimar@hestheimar.is • www.hestheimar.is
Hestheimar eru ferðaþjónustubýli
staðsett milli Selfoss og Hellu