Fréttablaðið - 08.05.2010, Síða 48

Fréttablaðið - 08.05.2010, Síða 48
„Það verður fjör hjá mér þessa helgi,“ segir Pamela De Sensi tón- listarkennari, sem er listrænn stjórnandi barnatónleika í Saln- um á morgun. Tónleikarnir bera titilinn „Töfrahurð“ og ástæðuna segir Pamela vera þá að börn sem séu beinir þátttakendur í tónleik- unum, gangi gegnum töfrahurð á sviðinu og breytist í litla Mozarta og Händela. Þau fái í framhaldinu að stjórna heilli sinfóníuhljóm- sveit eða hjálpa til við flutninginn á annan hátt. „Á barokktímanum, þegar Händel var uppi, stjórnaði hljómsveitarstjóri ekki með priki heldur staf og okkar litli Händel mun gera það líka,“ segir hún bros- andi. Þarna er greinilega eitthvað spennandi á ferðinni. Pamela mælir með því að börn komi klædd í diskó- og dansföt á hátíðina ef þau geta. Fjöllistamenn frá Götuleikhúsinu ætla að efna til leikja og sýna ýmsar listir áður en aðaltónleikarnir hefjast og and- litsmálarar bjóða upp á ókeypis málun. Klassíska diskótekið hefst klukk- an eitt. Þá kynnir Sigurþór Heim- isson leikari sem í þessu samhengi nefnist DJ Sóri, klassíska danstón- list eftir Händel, Mozart, Bizet og Strauss. Áheyrendur fá að koma upp á svið og kynnast takti, hljóð- færum og nótnabókum hjá Sinfón- íuhljómsveit áhugamanna sem er hljómsveit hússins þessa dagstund. Sérstakur dansherra á tónleikun- um verður stórtenórinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson, dansarar úr Listdansskóla Íslands leiða börn í dansinn og litlir prinsar og prins- essur svífa um undir valstakti. Töfrahurð er fimmtu tónleik- arnir í sérstakri barnatónleika- röð Salarins sem Pamela De Sensi stjórnar. Áður hefur hún staðið fyrir Karnivali dýranna, Sögum draugsins Tíbrí sem fluttar voru á hrekkjavöku og Hljóðunum í frum- skóginum þar sem áherslan var á slagverksleik. „Hugmyndin með þessari tónleikaröð er sú að börn- in fái að taka þátt í flutningi tón- listar, finna taktinn og læra í gegn- um leik og töfra,“ segir Pamela. „Hér verður haldið áfram á þeirri braut.“ gun@frettabladid.is Litadýrð, töfrar og tónar Pamela De Sensi tónlistarkennari ætlar að stjórna fjölskylduhátíð í Salnum á morgun, sunnudag, sem hefst með götuleikhússtemningu í anddyrinu klukkan hálf eitt og síðan breytist Salurinn í diskótek. „Hugmyndin með þessari tónleikaröð er sú að börnin fái að taka þátt í flutningi tónlistar, finna taktinn og læra í gegnum leik og töfra,“ segir Pamela De Sensi tónlist- arkennari. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLILítill Händel heilsar hljómsveitarstjóranum Oliver Kentish. MYND/STEINGRÍMUR ÞÓRHALLSSON MÖMMUDAGAR eru í Bláa lóninu um helgina. Þá fá allar mæður í fylgd með börn- um frítt í lónið. Nánar á www.bluelagoon.is. Veitingastjóri: Eldhúsið er staðsett miðsvæðis í húsinu og tengist þremur góðum sölum sem henta vel til veitinga- og veisluhalda. Hægt er að halda tvær veislur samtímis þar sem matar- gestir geta verið um 80 í minni sal og 220 í þeim stærri. Eldhúsið er mjög vel tækjum búið en í því er m.a. eldbökunarofn fyrir pizzubakstur. Við leitum að aðila/aðilum til samstarfs sem hafa eftirfarandi kosti/eiginleika: veisluhalda. Viðburða- og skemmtanastjóri: lega heppilegur til ýmissa viðburða. Auðvelt er að skipta húsinu upp í misstór rými en í heild Aðstaðan hentar mjög vel fyrir hópa með bæði matarveislu og skemmtun. Við leitum að aðila/aðilum til samstarfs sem hafa eftirfarandi kosti/eiginleika: í hverju horni. Allar nánari upplýsingar gefur Ingólfur Árnason. 897 1403 ingolfur@skaginn.is www.gamlakaupfelagid.is fyrir unga sem aldna og fylgir keppendum jafnan fjöldi aðstandenda. þar sem fjöldi listamanna munu koma fram og Óskað er eftir samstarfsaðilum til að koma að rekstri Gamla Kaupfélagsins SVELTUR SITJANDI KRÁKA EN FLJÚGANDI FÆR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.