Fréttablaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 59
starfsmönnum til að vinna að verkfræðilegum atriðum
varðandi þann vélbúnað sem nota þarf við t.d. aðskilnað
fitu úr fiski- eða kjötúrgangi.
Fjöldi starfa: 2
IR34 Flugvélatengdur iðnaður á Íslandi
Nýsköpunarmiðstöð Íslands er að styðja frumkvöðla
sem stefna að því að hefja hér á landi iðnrekstur sem
tengdur er flugiðnaðinum. Er um að ræða tvö megin
verkefni, annars vegar flugvélamálun og hins vegar
innréttingasmíði.
Fjöldi starfa: 2
IR35 Rafbraut: Leifstöð – Reykjavík
Nýsköpunarmiðstöð Íslands er að vinna ásamt aðilum á
Reykjanesi við að endurskoða áætlanir um raflest sem
tengi Leifstöð og gengi jafnframt hlutverki hryggjarsúlu í
samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið felst í að
safna nýjustu upplýsingum og uppfæra eldri niðurstöður.
Fjöldi starfa: 2
IR36 Áhrif gosösku á flugvélahreyfla
Nýsköpunarmiðstöð Íslands og fyrirrennarar hennar hafa
safnað mikilli þekkingu á sviði málmþreytu, tæringar
og efjufræða. Með þessu verkefni verða lögð drög að
samhæfingu þessarar þekkingar til þess að beita á hið
mikilvæga svið áhrifa gosösku á túrbínur flugvéla.
Fjöldi starfa: 2
IR37 Vestfirðir. Hin fögru fimm – fyrstu skrefin
Vinna heildstætt yfirlit yfir stöðu húsa í Ísafjarðarbæ
sem byggð eru fyrir 1918. Felst í því að mynda húsin,
hafa samband við eigendur og meta ástand og þörf fyrir
utanhúsviðhald.
Fjöldi starfa: 1
IR38 Roð og rekaviður. Stefnumót
handverksfólks og hönnuða á Vestfjörðum
Um er að ræða undirbúning fyrir stefnumótið og aðstoð
við að móta verkefnið og gera sem best úr garði þannig
að afrakstur verkefnisins verði söluvænt handverk.
Verkefnið þarf listnema, vöruhönnunarnema og
viðskiptanema í 2 mánuði.
Fjöldi starfa: 1
IR39 Mælingar á raka í útveggjum húsa og
rakaviðnámsstuðla í yfirborðshúðum, sem
tilbúnir eru til tilrauna -
Fjöldi starfa: 3
IR40 Uppfærsla upplýsinga og skjalstjórnun
Gagna- og uppfærsluvinna við upplýsingaveitu um
stofnun og rekstur fyrirtækja á heimasíðu Impru
Nýsköpunarmiðstöðvar. Skönnun og skjölun á rafrænum
gögnum.
Fjöldi starfa: 2
IR41 Rannsóknir og aðstoð
Nýsköpunarmiðstöð Íslands óskar eftir þremur
stöðugildum með það í huga að aðstoða við rannsóknir.
Fjöldi starfa: 3
IR42 Matvælamiðstöð Austurlands
Þróunarstarf þjónustu Egilsstaða. Þróa og vinna
að skilgreiningu á þjónustu Matvælamiðstöðvar
Austurlands.
Fjöldi starfa: 2
IR43 Aðstoð við þróun kennsluefnis í
stafrænni framleiðslutækni
Vestmannaeyjar-verkefnið gengur út á aðstoð
við gerð kennsluefnis og miðlun þess í stafrænni
framleiðslutækni. Verkefnið gengur út á þróun
kennsluefnis fyrir notkun á tölvustýrðum
laserskurðartækjum, fræsivélum, vinylskerum og notkun
á ýmsum opnum hönnunartólum fyrir aðila sem hafa
lítinn bakgrunn í notkun slíks búnaðar.
Fjöldi starfa: 2
IR44 Vöktun flúors og áburðarefna (Ca,
Mg, K, P, S) í ösku, jarðvegi, plöntum og
drykkjarvatni búpenings á öskufallssvæðinu
undir Eyjafjöllum sumarið 2010
Vakta magn flúors í vatni og fóðri í túnum og
vatnsbólum undir Eyjafjöllum. Fylgjast með útskolun úr
öskuþekjunni og jarðveginum. Greining áburðarefnis
í sýnum til að fylgjast með áhrifum öskunnar á styrk
næringarefna.
Fjöldi starfa: 1
IR45 Sérfræðingur í markaðsrannsóknum
Verkefnið felst í markaðsrannsóknum vegna erlendar
markaðssetningar nýrrar tækni fyrir blóma- og
matjurtarækt í gróðurhúsum.
Fjöldi starfa: 1
IR46 A/B/C Markaðsstarf, tækniþjónusta og
þróun
A) Sölu- og markaðsstarf á erlenda markaði.
Undirbúningur og framkvæmd beinnar
markaðssetningar erlendis. Úthringingar til núverandi og
væntanlegra viðskiptavina erlendis. Markaðskannanir
vegna markaðssóknar erlendis.
Fjöldi starfa: 1
B ) Ritstjóri handbókar fyrir erlenda viðskiptavini
Umsjón, ritstjórn og frágangur handbókar vegna
innleiðingar nýrrar tækni á erlenda markaði.
Fjöldi starfa: 1
C ) Tæknimenn
Verkefnið felst í þjónustu í nánum samskiptum við
viðskiptavini vegna eftirfylgni við markaðssókn erlendis.
Þátttaka í áframhaldandi þróun á tæknibúnaði hjá
nýsköpunarfyrirtæki.
Fjöldi starfa: 2
IR47 Markaðssetning erlendis
Verkefnið felst í markaðsrannsóknum, vinnu
við gagnagrunn og markaðssetningu erlendis á
heilbrigðistækni.
Fjöldi starfa: 2
IR48 A/B Námsmenn í efnaverkfræði eða
efnafræði
A ) Rannsóknir og þróunarstarf á Háhitaeinangrun úr
Kalsíum Silikati til notkunar í m.a. rafgreiningarker
álvera og sem einangrun háhitagufulagna í
jarðhitaverum.
B ) Vinna við þróun lífvirkra beingræðsluefna. Verkefnið
sem snýst um nýtingu á lífvirkni kítinafleiða til
beinviðgerða og endurnýjunar beins.
Fjöldi starfa: 2
IR49 Rannsóknir á þýskum útboðsmarkaði
Verkefnið felst í rannsókn á þýskum útboðsmarkaði,
mögulegum útboðum þar, útboðsreglum og
útboðsferlum, sem íslenskir verktakar gætu tengst í
því skyni að efna til verkefna og skapa sér og öðrum
atvinnu.
Fjöldi starfa: 1
IR50 Aðstoð við frumkvöðla og fyrirtæki á
frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar
Til að mæta erfiðu atvinnuástandi og til að örva
nýsköpun í landinu hefur Nýsköpunarmiðstöð Íslands
opnað nokkur ný frumkvöðlasetur. Leitað er eftir tveimur
viðskiptamenntuðum starfsmönnum til að aðstoða
frumkvöðla og fyrirtæki á setrunum við að vinna að
framgangi viðskiptahugmynda sinna.
Fjöldi starfa: 2
IR51 Markaðs- og kynningarstarf
Verkefnið felst í markaðs- og kynningarstarfi erlendis,
fyrir nýsköpunarfyrirtæki á sviði heilbrigðistækni.
Megináhersla er á markaðsátak í Þýskalandi og
Danmörku.
Fjöldi starfa: 1
IR52 Þróunarverkefni á sviði upptöku og
greiningu heilarits í læknisfræðilegum
tilgangi
Markmið verkefnisins er að þróa hugbúnað fyrir upptöku
og greiningu heilarits í læknisfræðilegum tilgangi sem
byggt er upp til þess að nýta kosti nútíma netvæðingar
til þess að auka sveigjanleika kerfisins.
Fjöldi starfa: 2
IR53 Bráðameðferð við slagæðablæðingum
úr legi
Um er að ræða rannsóknir og þróun á lyfjameðferð
við slagæðablæðingum úr legi. Markmið verkefnisins
er að setja upp aðferð til að skoða viðbragðshraða og
samdráttarkraft legvöðvans í svæfðum dýrum.
Fjöldi starfa: 2
IR54 Gagnaúrvinnsla í nýsköpunarverkefni á
sviði heilbrigðistækni
Verkefnið, sem unnið er í samstarfi við sjúkrastofnanir
felst í prófunum á ýmsum nýjum greiningaraðferðum.
Verkefnið felur einnig í sér prófanir á greiningarkerfum
við mismunandi aðstæður og greiningu á áreiðanleika.
Verkefnið felur í sér mikla sérstöðu sem getur verið mjög
áhugaverð fyrir nema á tilgreindum sviðum.
Fjöldi starfa: 2
IR55 Þróunarverkefni á sviði lyfjafræði
Leitað er að aðstoðarmönnum í verkefni sem felur
í sér þróun prótínlyfs gegn kransæðasjúdómi og
kransæðastíflu og gegn öðrum skammvinnum eða
þrálátum bólgusjúkdómum.
Fjöldi starfa: 2
IR56 Markaðssetning erlendis á sviði
heilbrigðistækni
Verkefnið er á sviði upplýsingaleitar á Norðurlöndum
vegna markaðssetningar, vinnsla kynningarefnis,
samskipti við dreifingarfyrirtæki á Norðurlöndum o.fl.
Fjöldi starfa: 1
IR57 Vinna á rannsóknarstofu
Óskað er eftir nema til að vinna á rannsóknarstofu við
þróun vöru á sviði heilsutækni.
Fjöldi starfa: 1
IR58 Verkefni á sviði lyfjaþróunar
Verkefnið felst í framhaldsþróun á stílum unnum úr
lýsisafurðum. Klínískar rannsóknir á lyfinu eru að fara í
gang.
Fjöldi starfa: 1
IR59 Skimun fyrir þáttum sem auka virkni
krabbameinslyfja
Unnið er að framkvæmd lyfjanæmnisprófa á lifandi
krabbameinsfrumum sjúklinga sem undirgangast
eiga krabbameinslyfjameðferð í því skyni að sérsníða
lyfjameðferð að hverjum sjúklingi fyrir sig.
Fjöldi starfa: 2
IR60 Markaðssetning fyrir sérvirk ensím
Verkefni á sviði kynningar- og markaðsstarfs fyrir sérvirk
ensím á erlendum markaði.
Fjöldi starfa: 1
IR61 Þróunarverkefni á sviði orkulíftækni
Verkefnið snýst um notkun orkulíftækni til að framleiða
prótínmjöl í fóður úr vetni, brennisteini og jarðvarma.
Um er að ræða notkunartilraunir á afurðum.
Fjöldi starfa: 1
IR62 Markaðssetning á netinu
Um er að ræða verkefni á sviði netmarkaðssetningar á
þjónustu á Norðurlöndunum.
Fjöldi starfa: 1
IR63 Markaðssókn í Evrópu, Ameríku, Kóreu og
Ástralíu
Um er að ræða verkefni á sviði markaðssetningar á
íslenskri útgáfu, skemmti- og fræðsluefni og tónlist.
Fjöldi starfa: 1
IR64 Viðskiptaþróun og erlend
markaðssetning
Um er að ræða viðskiptaþróun og markaðssetningu
erlendis á nýrri tæknilausn. Vinna þarf rannsóknir á
erlendum mörkuðum og taka þátt í aðlögun vörunnar að
þörfum markaða.
Fjöldi starfa: 1
IR65 Markaðsetning erlendis
Um er að ræða viðskiptaþróun og markaðssetningu
erlendis á nýrri tæknilausn. Vinna þarf rannsóknir á
erlendum mörkuðum og taka þátt í aðlögun vörunnar að
þörfum markaða.
Fjöldi starfa: 1
IR66 Markaðssetning á veflausnum erlendis á
netinu
Verkefnið felst í markaðssetningu erlendis,
netmarkaðssetningu og uppbyggingu viðskiptatengsla.
Fjöldi starfa: 1
IR67 Upplýsingatækni
Verkefni á sviði upplýsingatækni sem felur í sér að þróa
hugbúnað og aðferðafræði til þess að auka tengsl og
virkni almennings í ferli opinberra ákvarðana. Unnið
verður með þróunarfyrirtæki á sviðinu.
Fjöldi starfa: 3
ORKUSTOFNUN
IR68 Opinbert eftirlit með afkastagetu
lághitasvæða á Íslandi
Markmið verkefnisins er að meta hvort afkastageta
lághitasvæða á Íslandi geti annað eftirspurn eftir
heitu vatni til ársins 2050. Verkefnið felst í að leggja til
leiðir til þess að tryggja langtímanýtingu jarðhitakerfa
og greina með hvaða hætti opinber eftirlitsaðili skuli
tryggja slíka nýtingu.
Fjöldi starfa: 2-3
HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTI
HEYRNAR- OG
TALMEINASTÖÐ
HR01 Gæðahandbók – Gagnainnsláttur
Safna saman og skrá alla ferla hjá stofnuninni. Margir
ferlar eru til á skráðu formi en yfirfara þarf þá og
samræma útlit svo úr verði heildstæð Gæðahandbók
fyrir Heyrnar- og talmeinastöðina.
Fjöldi starfa: 1
HEILBRIGÐISSTOFNUN
AUSTURLANDS
HR02 Lóðir og umhverfi
Verkefnið felst í fegrun og frágang Brynhildargarðsins
við starfsstöð stofnunarinnar á Egilsstöðum.
Fjöldi starfa: 1
HR03 Upplýsingavinnsla
Starfið fellur undir skrifstofustörf. Verkefnið felst
einkum í innslætti á tölfræðilegum upplýsingum vegna
skýrslugerðar en einnig í öflun gagna innan og utan
stofnunar og úrvinnslu þeirra. Verkefnið miðar að
uppbyggingu öflugs gagnagrunns til upplýsingagjafar og
samanburðar á starfsemistölum.
Fjöldi starfa: 1
SJÚKRATRYGGINGAR
ÍSLANDS
HR04 Starf við skönnun pappírsgagna til að
koma þeim á rafrænt form
Skönnun á pappírsgögnum vegna nýlegra og eldri
slysamála sem eru í gangi og skoða þarf margoft á
meðan þau eru í gangi.
Fjöldi starfa: 3-4
HEILBRIGÐISSTOFNUN
VESTURLANDS
HR05 Þjónustukönnun á starfssvæði nýrrar
stofnunar
Undirbúa og keyra viðhorfskönnun um
heilbrigðisþjónustu á Vesturlandi. Byggt verður á
spurningalista Landlæknisembætti sem er aðgengilegur
í þessu sambandi.
Fjöldi starfa: 1-2
HR06 Uppsetning rafræns birgða- og
innkaupakerfis
Uppsetning innkaupakerfis sem styðst við Oracle
gagnagrunn, undirbúningur, uppsetning og innsláttur
gagna sem aðgengilegur verður stjórnendum á öllum
átta starfsstöðvum stofnunarinnar. Leiðsögn hefur
innkaupastjóri HVE. Hæfniskröfur: Ungt háskólafólk í
viðskiptafræði, tölvufræði o.þ.h., fólk sem lokið hefur
framhaldsskólanámi.
Fjöldi starfa: 2
LYFJASTOFNUN
HR07 Markaðseftirlit með lyfjum
Hugmyndin er að gera n.k. sérlyfjaeftirlit
í lyfjaheildsölum, þ.e. fara þangað með
umbúðasýnishornasafn Lyfjastofnunar og skoða ákveðið
hlutfall pakkninga, eða öll lyf frá ákveðnum fyrirtækjum,
eða t.d. öll dýralyf og kanna hvort samræmi sé milli þess
sem við höfum samþykkt og þess sem er á markaðnum.
Fjöldi starfa: 1
HR08 Markaðseftirlit með lyfjum
Skoða hvort áletranir á umbúðum séu réttar og fara þá
fram á breytingar ef svo er ekki.
Fjöldi starfa: 1
HR09 Skoðun undanþáguheimilda
Skoðun á undanþáguheimildum (undanþága frá
íslenskum áletrunum o.s.frv.) aftur í tímann og athuga
hvort þær hafa runnið úr gildi, án þess að fyrirtækin hafi
leyst úr málum, þ.e. hvort lyf er á markaði á grundvelli
útrunninna undanþáguheimilda.
Fjöldi starfa: 1
HR10 Vinna við úrvinnsluverkefni
Ýmis úrvinnsluverkefni á eftirlitssviði
Fjöldi starfa: 1
HR11 Laganemi við endurskoðun lyfjalaga
Endurskoðun lyfjalaga og þeirra reglugerða sem tengjast
Lyfjastofnun.
Fjöldi starfa: 1
HEILSUGÆSLA
HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
HR12 Miðlæg sjúkraskrárgeymsla – Röðun
sjúkraskráa í kerfi
Um er að ræða átaksverkefni sem lýtur að flokkun og
röðun sjúkraskráa og að koma framtíðarskipulagi á gögn
sem geymd eru miðlægt, s.s. sjúkraskrár frá sjúklingum
lækna sem nú eru látnir og ennfremur allar sjúkraskrár
látinna einstaklinga hjá þeim heilsugæslustöðvum sem
heyra undir stofnunina.
Fjöldi starfa: 2
LANDLÆKNIR
HR121 Skrá um 220 bréf Bjarna Pálssonar,
fyrsta landlæknisins 1760-1779
Þar má m.a. finna lýsingar af sjúklingum og aðstæðum
þeirra og auk annars samtíma fróðleiks. Þessi bréf eru
aðgengileg í einni bók í Þjóðskjalasafninu og eru skrifuð
með s.k. fljótaskrift.
Fjöldi starfa: 1
HR122 Stafrófskver ICD-10
Yfirferð gagna úr rafrænni samkeyrslu orðasafna –
Stafrófskver ICD-10 er til rafrænt á ensku hjá embættinu
og til stendur að keyra það rafrænt saman við
íðorðasöfn og yfirfara skrár sem koma út úr rafrænum
samkeyrslum og undirbúa til útgáfu þann hluta sem er
með einkvæmri svörun úr völdum íðorðasöfnum.
Fjöldi starfa: 1-2
LANDSPÍTALINN -
SKURÐLÆKNINGASVIÐ
HR13 Leiðrétting á vöruskrám skurðstofanna
Vöruskrá LSH sem er í Oracle kerfinu er kerfi sem
Fjársýsla ríkisins notar fyrir allar sínar stofnanir. Komið
hefur í ljós að vöruskrá skurðstofanna hefur ekki
verið uppfærð sem skyldi og einnig eru um margar
rangfærslur að ræða sem nauðsynlegt er að leiðrétta.
Fjöldi starfa: 1
HR14 Leiðrétting á bakkablöðum og
leiðrétting á uppskriftum fyrir aðgerðir
Í hverjum aðgerðarbakka sem notaður er í aðgerð fylgir
svokallað bakkablað með innihaldslýsingu á verkfærum
bakkans. Verið er að flytja þessar upplýsingar í annað
tölvukerfi og í framhaldi af því er nauðsynlegt að yfirfara
og leiðrétta þessi blöð. Hverri aðgerð fylgir uppskrift
af þeim búnaði og verkfærum sem á að nota. Þessar
upplýsingar liggja inn í tölvukerfi sem heitir Orbit. Vegna
mikilla breytinga í vöruskrá Oracle sem tengist Orbit er
nauðsynlegt að uppfæra og yfirfara uppskriftirnar.
Fjöldi starfa: 1
LANDSPÍTALINN
HR141 Kortlagning á stöðu áhættumats starfa
á öllum deildum/starfseiningum spítalans
Vinna drög að fræðsluherferð vegna áhættumats starfa
sem innleidd verður í haust.
Fjöldi starfa: 3
HR142 Vinna við að sameina
ofbeldisskráningu innan tveggja
atvikaskráningakerfa Landspítala
Breyting á skráningablaði. Forritun kerfa, umsóknir um
leyfi s.s. persónuvernd. Prófun kerfa.
Fjöldi starfa: 3
HR143 Úrvinnsla, öflun og framsetning (á vef)
tölulegra upplýsinga
Jafnréttisnefnd Landspítala hefur aflað tölulegra
upplýsinga er varpa ljósi á stöðu starfsmanna út frá kyni.
Nefndin hefur ekki bolmagn til að vinna úr tölunum og
setja þær fram á frambærilegan og aðgengilegan hátt á
vef spítalans eins og æskilegt er.
Fjöldi starfa: 1
SJÚKRAHÚSIÐ Á
AKUREYRI
HR15 Lagfæring á göngustígum í skóginum
vestan við Kristnesspítala
Þar þarf að hreinsa órækt og klippa greinar.
Fjöldi starfa: 1
HR16 Hreinsun úr geymslum
Hreinsun úr geymslum og útbúa aðstöðu fyrir fornmuni,
ásamt flutningi, pökkun og skráningu þeirra.
Fjöldi starfa: 2