Fréttablaðið - 08.05.2010, Qupperneq 60
LÝÐHEILSUSTÖÐ
HR17 Rannsóknarvinna. Fyrirlögn + innsláttur
+ úrvinnsla
Forprófun á spurningalista sem er þýddur og staðfærður
frá Bandaríkjunum. Það þarf að slípa listann til og
ákveða í samstarfi við verkefnastjóra hversu stór hluti
listans verður lagður fyrir.
Fjöldi starfa: 1
HR18 Rannsóknarvinna, úrvinnsla úr gögnum
Úrvinnsla úr hluta af gögnum úr rannsókninni Heilsa og
líðan 2009 með SPSS forriti og stutt skýrsla.
Fjöldi starfa: 1
MENNTA- OG
MENNINGAR-
MÁLARÁÐUNEYTIÐ
FORNLEIFAVERND RÍKISINS
MR01 Kortasjá Fornleifaverndar –
skráningarsvæði
Undanfarið hafa Loftmyndir ehf og Fornleifavernd verið
að hanna kortasjá þar sem skrásetjarar fornleifa geta
skilað inn gögnum sínum rafrænt til Fornleifaverndar.
Með þessu móti verður hægt að sjá í kortasjá hvaða
svæði er búið að skrá, hver sá um skráninguna og
hvenær. Verkefnið fælist í því að setja inn eldri skýrslur
með þessum sama hætti.
Fjöldi starfa: 2
MR02 CARARE – skrá um fornleifauppgrefti
Fornleifavernd ríkisins tekur þátt í Evrópuverkefninu
CARARE. Hugmyndin er að finna leið til að samhæfa
gögn um fornleifar og byggingararf og þar með gera
þau aðgengileg í gegnum Europena (sjá http://www.
europeana.eu) en það verkefni hefur mun víðari
samhæfingu sem markmið. Verkefnið fælist í að yfirfara
þá skrá sem til er um fornleifauppgrefti (1970-2010) og
bæta við gögnum um eldri uppgrefti (1880-1970).
Fjöldi starfa: 1
MR03 Skráning kirkjugripa í Sarp
Samkvæmt þjóðminjalögum ber Fornleifavernd
ríkisins að halda skrá yfir friðlýsta gripi í kirkjum
landsins. Verkefnið fælist í því að skrá kirkjugripi inn í
gagnagrunninn Sarp. Til að byrja með yrði áherslan lögð
á að skrá upp úr bókunum: Kirkjur Íslands.
Fjöldi starfa: 1
MR04 Skráning og skönnun bréfa- og
skjalasafns um fornleifar
Þjóðminjasafn Íslands hefur að geyma bréfa- og
skjalasafn um fornleifar allt frá stofnun þess þar sem
t.d. ábúendur hafa tilkynnt um fund á fornleifum vegna
framkvæmda. Bréfasafnið er mikilvægar heimildir
fyrir Fornleifavernd sem ber samkvæmt lögum að
hafa yfirsýn yfir þekktar fornleifar á landinu. Verkefnið
fælist í því að skrá þessi gögn og gera þau aðgengileg
almenningi en þannig væri hægt að nýta betur gögnin
t.d. við almenna fornleifaskráningu. Skanna þyrfti skjölin
og skrá grunnupplýsingar.
Fjöldi starfa: 2
MR05 Gagnagrunnur um minningarmörk
Fornleifavernd ríkisins ber að halda skrá um
minningarmörk á landinu öllu. Verkefnið fælist í
uppsetningu á gagnagrunni (PostgreSQL) og hönnun
viðmóts fyrir skráningu minningarmarka.
Fjöldi starfa: 1
MR06 Vatnsdæluverkefni
Starfið felst í að þróa verkefnið Vatnsdælaslóð í
samvinnu við heimamenn í Húnaþingi vestra og
Fornleifavernd ríkisins. Starfsmaðurinn tekur þátt í
að bæta upplýsingagjöf til ferðamanna Þingeyrar,
svo sem bæklingaútgáfu, hljóðleiðsögn, þróun
reið- og gönguleiða, merkingum o.fl. Auk þess mun
starfsmaðurinn sjá um leiðsögn og móttöku ferðamanna
á Þingeyri.
Fjöldi starfa: 1
MR07 Átaksverkefni á áhrifasvæði eldgoss úr
Eyjafjallajökli
Vegna eldgossins og ekki síst öskufallsins og flóða úr
Eyjafjallajökli þarf að bregast við með ýmsum hætti við
ástandinu. Meðal annars þarf að verja fornleifar eftir því
sem hægt er, meta og skrá skemmdir á fornleifum, þ.m.t.
friðlýstum hellum og hreinsa og lagfæra minjastaðina
eftir því sem hægt er.
Fjöldi starfa: 2
STOFNUN ÁRNA
MAGNÚSSONAR Í
ÍSLENSKUM FRÆÐUM
MR08 Átaksverkefni í stafrænni hand-
ritaskráningu
Starfið felst í stafrænni skráningu handrita sem ekki
hafa enn verið skráð með þeim hætti. Skráningin
er gerð skv. alþjóðlegum staðli og xml-kóðuð.
Skráningarþættir eru yfirfærðir úr eldri prentuðum skrám
og endurskoðaðir eftir þörfum.
Fjöldi starfa: 2
MR09 Skönnun örfilma af handritum úr
erlendum bókasöfnum
Starfið felst í stafrænni skönnun á 35mm örfilmum í eigu
Árnastofnunar af íslenskum handritum sem varðveitt eru
í erlendum söfnum, skráningu myndanna og frágangi á
diskum. Fjöldi starfa: 1
MR10 Skönnun bréfa heimildarmanna í
orðfræðisafni
Starfið felst í því að skanna sýnishorn af bréfum
heimildarmanna Orðabókarinnar og tengja efnið við
skrá um flettiorð í talmálssafni. Markmiðið er að móta
skönnunar- og skráningarferli sem á við bréfasafnið í
heild sinni. Gert er ráð fyrir að starfsmaður semji að
lokum stutta greinargerð um verkefni sitt.
Fjöldi starfa: 1
MR11 Skönnun örnefnaskráa
Gagnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum yfir íslensk örnefni er mikið að vöxtum.
Markmiðið er að gera allar þessar skrár stafrænar og
aðgengilegar á netinu fyrir almenning og fræðimenn.
Fjöldi starfa: 1
MR12 Skráning hljóðritaðs þjóðfræðiefnis
Starfið felst í því að greina og skrá inn í gagnagrunn
efni sem til er hljóðritað í þjóðfræðisafni. Efnið er skráð
við hlustun en auk þess þarf að greina og skrá aðrar
viðeigandi upplýsingar (metadata). Verkefnið er hægt að
vinna hvar sem er á landinu.
Fjöldi starfa: 2
MR13 Hönnun smágripa tengdum handritum
Hönnun minjagripa sem tengjast íslenskum handritum.
Um er að ræða tilraunaverkefni til að gefa nemum í
hönnun tækifæri til að vinna með myndefni handritanna
og skapa gripi eða vöru sem sprottnar séu af þeim.
Fjöldi starfa: 2
MR14 Skráning bókasafns í Gegni
Skráning á bókum sem berast stofnuninni í Gegni.
Fjöldi starfa: 1
MR15 Val á myndum úr myndagögnum fyrir
stafræna orðabók
Verkefnið felst í því að velja myndefni úr myndabanka
á vefnum í stafræna íslensk-skandinavísku orðabókina
ISLEX. Myndefnið er tengt við viðeigandi flettiorð.
Fjöldi starfa: 1
MR16 Gagnagrunnur: yfirnáttúrleg minni í
fornaldarsögum Norðurlanda
Gagnagrunnurinn auðveldar fræðimönnum jafnt
sem stúdentum mjög að rannsaka fornaldarsögur
Norðurlanda, sem eru á fimmta tug og fela í sér mörg
hundruð sameiginleg atriði sem þarfnast skráningar.
Skráningin felur í sér víðtæka tengingu efnisorða yfir í
mismunandi texta, útgáfur o.s.frv.
Fjöldi starfa: 1+1
MR17 Bragi óðfræðivefur http://ordab30.lexis.
hi.is/bragi/
Verkefnið fælist annars vegar í því að ganga
frá íslenskum miðaldakvæðum til birtingar á
óðfræðivefnum Braga og samræma stafsetningu
þeirra og hins vegar að velja og slá inn úr ákveðnum
handritum lausavísur frá 19. og 20. öld.
Fjöldi starfa: 3 (2 við ljóðasafn og 1 við lausavísur)
MR18 Söfnun örnefna
Örnefnaskrár eru til fyrir allar jarðir á Íslandi. Allnokkrar
eru þó illa skráðar og stundum heilu hrepparnir.
Mikilvægt er að skrá örnefni á hverjum stað eftir þeim
sem best þekkja til. Það er kapphlaup við tímann.
Fjöldi starfa: 1
MR19 Skráning á sögu örnefnasöfnunar
Einstaklingur myndi vinna með elsta starfsmanni
nafnfræðisviðs, fara yfir elstu skrár og skjöl um
örnefnasöfnun. Skipulag örnefnasöfnun hefur staðið
yfir í 100 ár og er hér um einstakt tækifæri fyrir
áhugasaman einstakling til að læra um vinnubrögð
söfnunar og skrá þau.
Fjöldi starfa: 1
MR20 Vélræn leiðrétting á rafrænum textum
frá fyrri tíð og samræming orðmynda
Markmið verkefnisins sem starfið tengist er að þróa
aðferðir og búnað til vélrænnar leiðréttingar á íslenskum
textum frá 19. öld og upphafi 20. aldar sem hafa verið
skannaðir fyrir vefsvæðið Tímarit.is þannig að þeir nýtist
betur við málrannsóknir og orðabókagerð. Starfið yrði
unnið á orðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar
í íslenskum fræðum í samráði við og undir stjórn
sérfræðinga.
Fjöldi starfa: 2
KVIKMYNDASAFN ÍSLANDS
MR21 Skráning á eldri safnmunum og gögnum
Yfirfara þarf umbúðir og skráningu eldri kvikmynda
og nýskrá í gagnagrunn. Yfirfara þarf og bæta við
efnisgreiningu í tölvu, leiðrétta og nýskrá kvikmyndir
sem eru rangt skráðar í grunninum og sömuleiðis
skrá nýju aðföngin sem á sínum tíma hafa fengið
sameiginlega skráningu og skrá þau hvert fyrir sig.
Fjöldi starfa: 1
MR22 Skráning gagna
Kvikmyndasafnið hefur tekið við miklum fjölda gagna,
bæði frá Kvikmyndamiðstöð og öðrum stofnunum og
einstaklingum sem mikil þörf er á að fái fulla skráningu.
En flest eru lítt eða ekki skráð í gagnagrunn.
Fjöldi starfa: 1
MR23 Skráning skjala
Verkefnið fælist í því að skanna, skrá og ganga frá
skjölum, auk skráningar rita sem eru ófrágengin hjá
Kvikmyndasafni Íslands.
Fjöldi starfa: 1
LISTASAFN EINARS
JÓNSSONAR
MR24 Bætt aðgengi að Listasafni Einars
Jónssonar
Verk Einars eru táknræn og merking þeirra er ekki
alltaf ljós. En hvaða áhrif hafa þau á gestinn? Með þá
spurningu í huga er markmiðið með fyrirhuguðu verkefni
að kynna safnið á þann hátt að hughrif safngestsins
frammi fyrir verkunum - í safninu - fái ekki síður rúm en
miðlun faglegrar þekkingar.
Fjöldi starfa: 1
RÍKISÚTVARPIÐ OHF.
MR25 Þættir um unglinga á Íslandi sumarið
2010 – viðhorf og hugmyndir
Verkefnið felst í að skrásetja hugmyndir, skoðanir
og lífsviðhorf unglinga árið 2010 og nota til
þess útvarpsmiðilinn, eins konar samtímaspegill.
Þáttastjórnandi mun fara á vettvang og taka viðtöl við
ungmenni á aldrinum ca.14-18 ára við leik og störf.
Fjöldi starfsmanna: 1
MR26 Skráning á verslun og þjónustu í
Þingholtunum á 20. öld – Kaupmaðurinn á
horninu
Verkefnið felst í því að gera fléttuþátt um verslun og
þjónustu í Þingholtunum frá aldamótunum 1900 til
dagsins í dag. Rætt væri við fólk sem ólst upp í hverfinu
og þannig reynt að skrásetja tímann þegar þjónusta var
sérhæfð og persónuleg.
Fjöldi starfsmanna: 1
MR27 Kynjahlutföll
Markmiðið með verkefninu er að varpa ljósi á hvaða
viðmælendur eru í þætti eins og Samfélaginu í
nærmynd. Þátturinn er eins og annað efni útvarpsins
ætlaður öllum landsmönnum án tillits til stéttar, stöðu
eða aldurs og fróðlegt væri að vita til dæmis hvort kyn,
menntun, aldur og búseta viðmælenda endurspegli
samfélagið í raun og veru.
Fjöldi starfsmanna: 1
MR28 Nýmiðlun á netinu
Verkefnið snýst um það að taka myndbandsefni og
miðla á nýjum vefjum en í dag er efnið geymt á margs
konar sniði hjá Ríkisútvarpinu (RÚV). Efnið yrði sem
sagt yfirfært á stafrænt form. Markmiðið er einhver
hluti þessa efnis verði aðgengilegur í gegnum vef
Ríkisútvarpsins og vefi samstarfsaðila.
Fjöldi starfa: 2
MR29 Útvarpsleikrit – skráning
Í safni Ríkisútvarpsins er mikið safn útvarpsleikrita en
nokkuð skortir á að þau séu öll skráð með samræmdum
hætti. Með skráningu þeirra er stuðlað að auknum
aðgangi að einstöku safni þar sem mörg þessara leikrita,
frumsamin íslensk sem og íslenskar þýðingar á erlendum
verkum, eru hvergi annars staðar til nema í leikrita og
upptökusafni Ríkisútvarpsins.
Fjöldi starfa: 1
MR30 Safnakerfi RÚV
Verkefnið felst í að samræma ýmsar skrár sem
fylgja hinum fjölmörgu kerfum, þ.e. nafnaskrár og
efnisorðaskrár og samræma skráningarfærslur svo
yfirfærsla gagna gangi snurðulaust fyrir sig.
Fjöldi starfa: 1
MR31 Flutningur gagna úr spjaldskrá í
safnakerfi
Um 600.000 spjöld eru í spjaldskrám RÚV og geyma
upplýsingar um útvarpsdagskrá, sjónvarpsdagskrá auk
tónlistarefnis. Færa þarf þetta efni yfir í safnakerfi RÚV
til að auka aðgengi að safnaefninu.
Fjöldi starfa: 2
MR32 Skráning bókasafns
Ríkisútvarpinu berast oft bókagjafir frá höfundum og
útgefendum á Íslandi og er allnokkuð magn óskráðra og
þar með óaðgengilegra bóka á safninu. Um er að ræða
mikið safn ljóðabóka, heimildarita auk annarra bóka
sem nýtast við dagskrárgerð. Bókasafnið er ekki skráð
í Gegni heldur safnakerfi RÚV og þarf þess vegna ekki
sérstök réttindi til skráningar.
Fjöldi starfa: 1
MR33 Skráning skjalasafns
Verkefnið felst í að flokka, skrá og pakka þeim hluta
skjalasafns RÚV sem skila má til Þjóðskjalasafns. Um er
að ræða mikið magn ófrágenginna skjala og skýrslna.
Fjöldi starfa: 2
MR34 Afritun tónlistarefnis
Verkefnið felst í afritun/yfirfærslu tónlistarefnis
af geisladiskum í safnakerfi RÚV. Lýsigögn um
geisladiskana eru þegar skráð í gagnagrunn en
nauðsynlegt er að tengja hlóðskrárnar við. Þegar er
lokið við að afrita í safnakerfið íslenska tónlist aftur til
ársins 2005.
Fjöldi starfa: 2
LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS –
HÁSKÓLABÓKASAFN
MR35 Skönnunarverkefni í myndastofu
Landsbókasafn rekur myndastofu í Reykjavík og á
Amtsbókasafninu á Akureyri þar sem skönnuð eru gögn
sem gerð eru aðgengileg á vef safnsins. Óskað er eftir
starfsfólki við skönnun á handritum og tímaritum.
Fjöldi starfa: 1 í Reykjavík og 1 á Akureyri
MR36 Átak í uppröðun, frágangi og
merkingum á safnefni
Óskað er eftir starfsmönnum til að sinna frágangi
og merkingum á ýmis konar safnefni, s.s. smælki. Í
störfunum felast einnig verkefni í geymslu safnsins í
Mjódd og hillumerkingar í Þjóðarbókhlöðu.
Fjöldi starfa: 2
MR37 Átaksverkefni við innköllun
tónlistarefnis
Eitt meginhlutverk Landsbókasafns er að safna til hins
ýtrasta öllu efni sem gefið er út á Íslandi og gera þarf
átak í að innheimta tónlist. Í starfinu felst einnig flokkun
og frágangur á tónlistarefni.
Fjöldi starfa: 1
MR38 Verkefni í handritadeild og þjóðdeild
Óskað er eftir starfsmanni til að flokka, skrá og búa um
handritagjafir og annað efni. Auk þess bíða verkefni við
innslátt prentaðra handritaskráa í gagnagrunn. Þjóðdeild
þaulsafnar gögnum er varða Ísland og Íslendinga. Óskað
er eftir starfsmanni við skráningu, flokkun og frágang á
ljósmyndasafni sem safnið fékk að gjöf.
Fjöldi starfa: 3
MR39 Viðhorfskannanir
Landsbókasafn þarf starfsmann til að undirbúa og semja
kannanir á viðhorfi háskólastarfsmanna og annarra
safngesta til safnsins og þjónustu þess.
Fjöldi starfa: 1
MR40 Vefur Kvennasögusafns
Starfið felst í uppsetningu á nýjum vef Kvennasögusafns,
kvennasogusafn.is, sem miðlar þekkingu um
kvennasögu og rannsóknir.
Fjöldi starfa: 1
NÁTTÚRUMINJASAFN
ÍSLANDS
MR41 Skeljasafn
Greining skelja í skeljasafni Jóns Þorvaldssonar sem
safninu var gefið síðastliðið haust.
Fjöldi starfa: 1
MR42 Upphaf Náttúrugripasafnsins
Innskráning aðfangaskrár gamla Náttúrugripasafnsins.
Fjöldi starfa: 1
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
MR43 Fornleifafræði
Úrvinnsla rannsóknargagna Bessastaðarannsóknar
-Starfið er einkum fólgið í stafrænni gagnavinnslu við
teikningar og ítarskráningu gripa í gagnagrunna vegna
útgáfu skýrslna um fornleifauppgröftinn á Bessastöðum
sem fram fór á árunum 1987 - 1996.
Fjöldi starfa: 1
MR44 Átak við skráningu hljóðritasafns
Þjóðminjasafns Íslands
Starfið felst einkum í að skrásetja hljóðrit þjóðháttasafns
inn í gagnagrunninn Sarp, tengja stafrænar upptökur
við gagnasafnið, slá inn tiltækar upplýsingar um
önnur og eldri hljóðrit Þjóðminjasafns ásamt því að
vinna að undirbúningi á stafrænni afritun þess hluta
hljóðritasafnsins og frágangi gagna.
Fjöldi starfa: 1 starf
MR45 Ljósmyndun á Íslandi undir lok 20. aldar
– rannsóknarverkefni
Starfið felst í að afla munnlegra heimilda og vinna úr
þeim. Kanna þarf fyrirliggjandi heimildir, taka viðtöl í
samstarfi við starfsfólk Ljósmyndasafns Íslands, sjá um
að afrita þau í ritvinnslu og vinna sögulegt yfirlit yfir
tímabilið.
Fjöldi starfa: 1
MR46 Tækniminjar og tækniþróun á 20. öld –
átaksverkefni
Markmið verkefnisins er fjórþætt: 1) Gerð yfirlits um
tækniminjar í vörslu Þjóðminjasafns (aðbúnaður,
skráning, merkingar, o.s.frv.); 2) gerð yfirlits yfir
tækniminjar á Íslandi með nýtingu á Sarpi –
menningarsögulegu gagnasafni; 3) gerð tillögu að
stefnumótun um söfnun/grisjun á tækniminjum og 4)
efling samstarfs safna sem starfa á sviði tækniminja.
Fjöldi starfa: 3
MR47 Stúdentasöfnunin 1976 – skráningarátak
Safnið óskar eftir að fá til starfa nemanda til að
skrásetja gögnin í Sarp – menningarsögulegt gagnasafn,
sem dregin voru saman í stúdentasöfnuninni 1976.
Starf námsmanns er: 1) Að flytja texta inn í Sarp og
tengja við viðkomandi heimildarmenn, skrásetjara og
skýrsluhöfunda. 2) Að skrásetja filmur, teikningar, kort
og dagbækur í Sarp og tengja við hlutaðeigandi texta og
heimildarmenn.
Fjöldi starfa: 1
MR48 Skráningarátak hjá Ljósmyndasafni
Íslands í Þjóðminjasafni Íslands
Um er að ræða átak í innslætti á grunnupplýsingum um
ljósmyndir í Ljósmyndasafni Íslands hjá Þjóðminjasafni.
Starfið felst einnig í því að ganga frá ljósmyndum og
filmum til langtímavarðveislu.
Fjöldi starfa: 2
MR49 Vöruhönnun fyrir safnbúð
Þjóðminjasafns Íslands
Safnið hefur áhuga á að fá til starfa nemendur úr
vöruhönnun og grafískri hönnun við Listaháskóla
Íslands til að hanna nýjan grip/gripi og umbúðir utan
um hann/þá. Mikilvægt er að þeir gripir hafi skírskotun
í safngripina.
Fjöldi starfa: 2
MR50 Sýningar í Bogasal Þjóðminjasafnsins
(1950-1998) – greiningarátak
Þjóðminjasafnið óskar eftir að fá til starfa nemanda
í átaksverkefni við greiningu sýninga í Bogasalnum
eftir efnissviðum og mikilvægi fyrir íslenska lista- og
menningarsögu með hliðsjón af sýningarskrám sem
varðveittar eru í Bóka- og heimildasafni Þjóðminjasafns
Íslands. Verkefnið felst m.a. í flokkun, efnislyklun,
skráningu með umsögn, greiningu og samantekt
niðurstaðna í skýrslu.
Fjöldi starfa: 1
MR51 Átak í kynningu á Húsasafni
Þjóðminjasafns Íslands – Teigarhorn
Starfið felst í að afla heimilda í skjalasöfnum og