Fréttablaðið - 08.05.2010, Page 64

Fréttablaðið - 08.05.2010, Page 64
FTR29 Virkni til vinnu - verkefni í tengslum við aukna starfsendurhæfingu Vinnan felst í að móta verklagsreglur um mat á þörf einstaklinga á þjónustu, ákvörðunum hvernig þeim þörfum er mætt og hvaða faglegu kröfur skuli gera til þeirra aðila sem veita þjónustu til að ná settum markmiðum. Fjöldi starfa: 2 FTR30 Kostnaðargreining félagslegrar þjónustu Vinnan felst í að greina kostnað við þjónustu sem hið opinbera veitir einstaklingum og bera hann saman við hliðstæðan kostnað í öðrum þjónustukerfum, bæði innan lands og utan. Fjöldi starfa: 2 FTR31 Reiknilíkan fyrir félagslegar greiðslur og bætur almannatrygginga Vinnan felst í að búa til reiknilíkan fyrir félagslegar greiðslur og bætur almannatrygginga sem fjármagnaðar eru úr opinberum sjóðum þannig að það sýni hvernig þær greiðslur breytast með breytingum á lýðfræðilegum eiginleikum þjóðarinnar, svo sem mannfjölda, fjölda heimila, fjölda barna í heimili, breytilegu atvinnustigi, meiri virkni til vinnu. Fjöldi starfa: 2 VERKEFNI Á SVÆÐISSKRIFSTOFUM MÁLEFNA FATLAÐRA FTR32 Vestfirðir: Skjalavinnsla Vinnan felst í skönnun skjala, mynda og annarra upplýsinga á Svæðisskrifstofu Vestfjarða. Fjöldi starfa: 1 FTR33 Verkefnisstjóri ráðstefnu Vinnan felst í því að undirbúa ráðstefnu sem halda á á Ísafirði næsta haust. Fjalla á um kynímynd fatlaðra og sérstaklega verður í því samhengi fjallað um kynferðislega misnotkun á fötluðum. Fjöldi starfa: 1 FTR34 Vinna við gerð einstaklingsáætlana Vinnan felst í gerð einstaklingsáætlana fyrir fatlaða, skipulagningu á þjálfun, vinnu við þjálfunargögn o.fl. Fjöldi starfa: 1 FTR35 Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi. Skjalavarsla og tengd störf Vinnan felst í að leysa verkefni á bókasafni við skjalavörslu, skráningu og vistun gagna til Þjóðskjalasafns. Fjöldi starfa: 1 FTR36 Greining heilsufarslegra þátta fatlaðra í búsetu Vinnan felst í upplýsingaöflun og stefnumótun í heilbrigðismálum þeirra fullorðnu einstaklinga sem njóta búsetuþjónustu hjá Svæðisskrifstofunni. Fjöldi starfa: 1 FTR37 Símavarsla Vinnan felst í því að annast símavörslu á aðalskrifstofu stofnunarinnar auk ýmissa þjónustustarfa. Fjöldi starfa: 1 FTR38 Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Suðurlandi. Könnun á þjónustuþörf fatlaðra Vinnan felst í því að undirbúa og framkvæma könnun á þjónustuþörf fatlaðs fólks austan Þjórsár. Fjöldi starfa: 1 FTR39 Skjalavarsla og tengd störf Vinnan felst í að leysa verkefni á bókasafni við skjalavörslu, skráningu og vistun gagna til Þjóðskjalasafns. Fjöldi starfa: 1 FTR40 Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Austurlandi. Skjalavarsla og tengd störf Vinnan felst í að leysa verkefni á bókasafni við skjalavörslu, skráningu og vistun gagna til Þjóðskjalasafns. Fjöldi starfa: 1 FTR41 Uppbygging notendamiðaðrar þjónustu Vinnan felst í þróun notendamiðaðrar starfsemi við geðrækt og þróa atvinnu- og verkþjálfun. Fjöldi starfa: 2 FTR42 Könnun á afdrifum fósturbarna Vinnan felst í því að hafa samband við börn og ungmenni sem hafa verið í fóstri á vegum barnaverndaryfirvalda, kanna hver afdrif þeirra hafa verið og vinna úr þeim upplýsingum. Fjöldi starfa: 3-5 BARNAVERNDARSTOFA FTR43 Tilraunaverkefni fyrir börn af meðferðarheimilum Verkefnið felst í því að koma á tengslum milli ungra og efnilegra námsmanna og barna sem hafa verið á meðferðarheimilum. Tilgangurinn með verkefninu er að gefa þessum hópi barna jákvæðar fyrirmyndir ungra einstaklinga og halda áfram að styðja við þennan hóp barna. Fjöldi starfa: 5 FTR44 Varðveisla gagna í Barnahúsi Vinnan felst í því að færa upplýsingar sem eru á spólum í Barnahúsi yfir á stafrænt form til varðveislu, skrá gögnin og koma þeim í geymslu. Fjöldi starfa: 3 FTR45 Könnun á málsmeðferð barnaverndarnefnda Vinnan felst í því að fara yfir kvartanir sem Barnaverndarstofu hafa borist vegna einstakra barnaverndarmála og kanna í hversu mörgum málum gerðar eru athugasemdir við málsmeðferðina og greina hvers eðlis athugasemdirnar eru. Fjöldi starfa: 3 VINNUMÁLASTOFNUN FTR46 Yfirlit yfir úrskurði Vinnan felst í að greina og gera yfirlit yfir úrskurði Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga- og vinnumarkaðsaðgerða og aðstoð við endurskoðun reglugerða. Fjöldi starfa: 1 FTR47 Aðstoðarmaður í eftirlitsdeild Vinnan felst í aðstoð við eftirlit með greiðslu atvinnuleysistrygginga. Fjöldi starfa: 1 FTR48 Gagnasöfnun og úrvinnsla Vinnan felst í að vinna tölfræðiupplýsingar úr gagnasöfnum Vinnumálastofnunar og aðstoða við túlkun þeirra. Fjöldi starfa: 1 Reykjavíkurborg og Vinnumálstofnun hafa gert með sér samkomulag um fjölgun sumar- starfa fyrir námsmenn 18 ára og eldri sem hafa lögheimili í Reykjavík. Reykjavíkurborg mun meðal annars fjölga starfsmönnum/leiðbeinendum í sumarstarfi ÍTR og hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum í Reykjavík. Störfin verða auglýst á vef Reykjavíkurborgar, www. reykjavikurborg.is nú um helgina. Eftirtalin sveitarfélög hafa tilkynnt Vinnumálastofnun um fjöldamörg störf og verkefni sem bjóðast námsmönnum nú í sumar. Nánari upplýsingar um þau verður að finna á vef Vinnumálastofnunar og hjá viðkomandi sveitarfélögum eftir þriðjudaginn 11. maí nk. : Álftanes, Akraneskaupsstaður, Hvalfjarðarsveit, Snæfellsbær, Bolungarvík, Húnaþing vestra, Blönduósbær, Sveitarfélagið Skagaströnd, Akureyrarbær, Fljótsdalshérað, Seyðisfjarðar- kaupstaður, Vestmannaeyjar, Árborg, Ölfus, Hveragerði, Hafnarfjarðarbær, Garðabær og Kópavogsbær. Vitað er að fleiri sveitarfélög hafa í undirbúningi að mæta atvinnuleysi meðal námsmanna, með sköpun tímabundinna starfa og verkefna ef þörf krefur og verður tilkynnt um það síðar. SUMARSTÖRF Á VEGUM REYKJAVÍKURBORGAR FJÖLDI STARFA Á VEGUM SVEITARFÉLAGA Útgefandi: Félags- og tryggingamálaráðuneytið & Vinnumálastofnun Ábyrgðarmaður: Gissur Pétursson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.