Fréttablaðið - 08.05.2010, Page 64
FTR29 Virkni til vinnu - verkefni í tengslum við
aukna starfsendurhæfingu
Vinnan felst í að móta verklagsreglur um mat á þörf
einstaklinga á þjónustu, ákvörðunum hvernig þeim
þörfum er mætt og hvaða faglegu kröfur skuli gera
til þeirra aðila sem veita þjónustu til að ná settum
markmiðum.
Fjöldi starfa: 2
FTR30 Kostnaðargreining félagslegrar
þjónustu
Vinnan felst í að greina kostnað við þjónustu sem hið
opinbera veitir einstaklingum og bera hann saman við
hliðstæðan kostnað í öðrum þjónustukerfum, bæði
innan lands og utan.
Fjöldi starfa: 2
FTR31 Reiknilíkan fyrir félagslegar greiðslur
og bætur almannatrygginga
Vinnan felst í að búa til reiknilíkan fyrir félagslegar
greiðslur og bætur almannatrygginga sem fjármagnaðar
eru úr opinberum sjóðum þannig að það sýni hvernig
þær greiðslur breytast með breytingum á lýðfræðilegum
eiginleikum þjóðarinnar, svo sem mannfjölda, fjölda
heimila, fjölda barna í heimili, breytilegu atvinnustigi,
meiri virkni til vinnu.
Fjöldi starfa: 2
VERKEFNI Á
SVÆÐISSKRIFSTOFUM
MÁLEFNA FATLAÐRA
FTR32 Vestfirðir: Skjalavinnsla
Vinnan felst í skönnun skjala, mynda og annarra
upplýsinga á Svæðisskrifstofu Vestfjarða.
Fjöldi starfa: 1
FTR33 Verkefnisstjóri ráðstefnu
Vinnan felst í því að undirbúa ráðstefnu sem halda á
á Ísafirði næsta haust. Fjalla á um kynímynd fatlaðra
og sérstaklega verður í því samhengi fjallað um
kynferðislega misnotkun á fötluðum.
Fjöldi starfa: 1
FTR34 Vinna við gerð einstaklingsáætlana
Vinnan felst í gerð einstaklingsáætlana fyrir fatlaða,
skipulagningu á þjálfun, vinnu við þjálfunargögn o.fl.
Fjöldi starfa: 1
FTR35 Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á
Reykjanesi. Skjalavarsla og tengd störf
Vinnan felst í að leysa verkefni á bókasafni
við skjalavörslu, skráningu og vistun gagna til
Þjóðskjalasafns.
Fjöldi starfa: 1
FTR36 Greining heilsufarslegra þátta fatlaðra
í búsetu
Vinnan felst í upplýsingaöflun og stefnumótun í
heilbrigðismálum þeirra fullorðnu einstaklinga sem njóta
búsetuþjónustu hjá Svæðisskrifstofunni.
Fjöldi starfa: 1
FTR37 Símavarsla
Vinnan felst í því að annast símavörslu á aðalskrifstofu
stofnunarinnar auk ýmissa þjónustustarfa.
Fjöldi starfa: 1
FTR38 Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á
Suðurlandi. Könnun á þjónustuþörf fatlaðra
Vinnan felst í því að undirbúa og framkvæma könnun á
þjónustuþörf fatlaðs fólks austan Þjórsár.
Fjöldi starfa: 1
FTR39 Skjalavarsla og tengd störf
Vinnan felst í að leysa verkefni á bókasafni
við skjalavörslu, skráningu og vistun gagna til
Þjóðskjalasafns.
Fjöldi starfa: 1
FTR40 Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á
Austurlandi. Skjalavarsla og tengd störf
Vinnan felst í að leysa verkefni á bókasafni
við skjalavörslu, skráningu og vistun gagna til
Þjóðskjalasafns.
Fjöldi starfa: 1
FTR41 Uppbygging notendamiðaðrar þjónustu
Vinnan felst í þróun notendamiðaðrar starfsemi við
geðrækt og þróa atvinnu- og verkþjálfun.
Fjöldi starfa: 2
FTR42 Könnun á afdrifum fósturbarna
Vinnan felst í því að hafa samband við börn
og ungmenni sem hafa verið í fóstri á vegum
barnaverndaryfirvalda, kanna hver afdrif þeirra hafa
verið og vinna úr þeim upplýsingum.
Fjöldi starfa: 3-5
BARNAVERNDARSTOFA
FTR43 Tilraunaverkefni fyrir börn af
meðferðarheimilum
Verkefnið felst í því að koma á tengslum milli ungra
og efnilegra námsmanna og barna sem hafa verið á
meðferðarheimilum. Tilgangurinn með verkefninu er að
gefa þessum hópi barna jákvæðar fyrirmyndir ungra
einstaklinga og halda áfram að styðja við þennan hóp
barna. Fjöldi starfa: 5
FTR44 Varðveisla gagna í Barnahúsi
Vinnan felst í því að færa upplýsingar sem eru á spólum
í Barnahúsi yfir á stafrænt form til varðveislu, skrá
gögnin og koma þeim í geymslu. Fjöldi starfa: 3
FTR45 Könnun á málsmeðferð
barnaverndarnefnda
Vinnan felst í því að fara yfir kvartanir sem
Barnaverndarstofu hafa borist vegna einstakra
barnaverndarmála og kanna í hversu mörgum málum
gerðar eru athugasemdir við málsmeðferðina og greina
hvers eðlis athugasemdirnar eru.
Fjöldi starfa: 3
VINNUMÁLASTOFNUN
FTR46 Yfirlit yfir úrskurði
Vinnan felst í að greina og gera yfirlit yfir úrskurði
Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga- og
vinnumarkaðsaðgerða og aðstoð við endurskoðun
reglugerða.
Fjöldi starfa: 1
FTR47 Aðstoðarmaður í eftirlitsdeild
Vinnan felst í aðstoð við eftirlit með greiðslu
atvinnuleysistrygginga.
Fjöldi starfa: 1
FTR48 Gagnasöfnun og úrvinnsla
Vinnan felst í að vinna tölfræðiupplýsingar úr
gagnasöfnum Vinnumálastofnunar og aðstoða við
túlkun þeirra.
Fjöldi starfa: 1
Reykjavíkurborg og Vinnumálstofnun hafa gert með sér samkomulag um fjölgun sumar-
starfa fyrir námsmenn 18 ára og eldri sem hafa lögheimili í Reykjavík. Reykjavíkurborg
mun meðal annars fjölga starfsmönnum/leiðbeinendum í sumarstarfi ÍTR og hjá íþrótta-
og æskulýðsfélögum í Reykjavík. Störfin verða auglýst á vef Reykjavíkurborgar, www.
reykjavikurborg.is nú um helgina.
Eftirtalin sveitarfélög hafa tilkynnt Vinnumálastofnun um fjöldamörg störf og verkefni
sem bjóðast námsmönnum nú í sumar. Nánari upplýsingar um þau verður að finna á vef
Vinnumálastofnunar og hjá viðkomandi sveitarfélögum eftir þriðjudaginn 11. maí nk. :
Álftanes, Akraneskaupsstaður, Hvalfjarðarsveit, Snæfellsbær, Bolungarvík, Húnaþing vestra,
Blönduósbær, Sveitarfélagið Skagaströnd, Akureyrarbær, Fljótsdalshérað, Seyðisfjarðar-
kaupstaður, Vestmannaeyjar, Árborg, Ölfus, Hveragerði, Hafnarfjarðarbær, Garðabær
og Kópavogsbær.
Vitað er að fleiri sveitarfélög hafa í undirbúningi að mæta atvinnuleysi meðal námsmanna,
með sköpun tímabundinna starfa og verkefna ef þörf krefur og verður tilkynnt um það síðar.
SUMARSTÖRF Á VEGUM
REYKJAVÍKURBORGAR
FJÖLDI STARFA Á VEGUM
SVEITARFÉLAGA
Útgefandi: Félags- og
tryggingamálaráðuneytið &
Vinnumálastofnun
Ábyrgðarmaður: Gissur Pétursson