Fréttablaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 67
LAUGARDAGUR 8. maí 2010 11
Styrkur til framhaldsnáms
í píanóleik
Minningarsjóður um Birgi Einarson apótekara
mun á næstunni veita styrk til píanóleikara, sem
er í framhaldsnámi erlendis í klassískum píanóleik
eða er að hefja slíkt nám.
Með umsókn skulu fylgja greinargóðar upplýs-
ingar um tónlistarnám og eftir atvikum starfsferil
umsækjanda og fyrirhugað framhaldsnám. Þá skal
fylgja hljóðritun af leik umsækjanda á tónleikum
eða myndbandsupptaka.
Umsóknum skal skila fyrir 5. júní 2010 til
formanns sjóðsstjórnar, Ingu Ástu Hafstein,
Stokkalæk, Rangárþingi ytra, 851 Hella.
Framfærslustyrkir til
íslenskra námsmanna á
Norðurlöndum
Norræna ráðherranefndin og mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytið auglýsa eftir umsóknum frá
íslenskum námsmönnum á Norðurlöndum. Um er
ræða framfærslustyrki í 1-3 mánuði sumarið 2010.
Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins hefur verið falið
að annast umsýslu styrkjanna.
Styrkirnir eru ætlaðir námsmönnum sem eru í
fjárhagsvanda vegna atvinnuleysis yfi r sumarmán-
uðina og hafa hvorki möguleika á námslánafyrir-
greiðslu né rétt á atvinnuleysisbótum.
Styrkirnir eru jafnframt ætlaðir námsmönnum sem
eru að hefja nám á Norðurlöndum haustið 2010 og
eru án atvinnu í sumar.
Skilyrði umsóknar:
• Umsækjandi er íslenskur ríkisborgari við nám
eða á leið í nám í skóla á Norðurlöndum.
• Nám umsækjanda er lánshæft skv. úthlutunarregl
um Lánasjóðs íslenskra námsmanna
• Umsækjandi fær ekki námslán fyrir meira en 60
ECTS einingum á námsárinu.
• Umsækjandi er ekki í lánshæfu sumarnámi.
• Umsækjandi er án atvinnu og á ekki rétt á
atvinnu leysisbótum.
Umsóknareyðublöð, leiðbeiningar og nánari
upplýsingar verður að fi nna á heimasíðu
Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins
http://www.ask.hi.is ekki síðar en 10. maí nk.
Umsóknarfrestur er til 15. júní 2010.
Útboð skila árangri!
14775 Viðhaldsverk ríkisins á
fasteignum á höfuðborgarsvæðinu
- Þjónusta verktaka í iðnaði.
Ríkiskaup, fyrir hönd áskrifenda að rammasamningakerfi
Ríkiskaupa á hverjum tíma, standa fyrir þessu útboði á
þjónustu verktaka í viðhaldsþjónustu, endurnýjun og
viðbótum á fasteignum ríkisins á höfuðborgarsvæðinu.
Heimilt er að bjóða í einstaka iðngreinar í útboðinu.
Um er að ræða verktaka í eftirtöldum iðngreinum:
Blikksmiði, málun, málmiðnaðarmenn (aðra en blikk-
smiði), múrara, pípulagningamenn, rafi ðnaðarmenn og
trésmiði sem uppfylla allar lögboðnar kröfur til að starfa
við iðn sína.
Nánari upplýsingar er að fi nna í útboðsgögnum, sem
verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is
miðvikudaginn 12. maí nk.
Tilboð verða opnuð 22. júní 2010 kl. 14:00
hjá Ríkiskaupum.
Kynning á framkvæmdum
á Norðausturlandi
Athugun Skipulagsstofnunar er hafi n á frum-
matsskýrslum um mat á umhverfi sáhrifum fyrir
Kröfl uvirkjun II, Þeistareykjavirkjun, háspennulínur
frá virkjunum að álveri, álver á Bakka og sameigin-
legt mat á umhverfi sáhrifum framkvæmdanna
fjögurra.
Í tilefni þess verður opið hús á Hótel Nordica
mánudaginn 10. maí nk. Kl: 15:00-19:00 þar
sem frummatsskýrslur verða kynntar.
Fyrirkomulag verður þannig að húsið opnar
kl: 15:00 en kl:16:30 verða stuttar formlegar
kynningar á öllum framkvæmdum.
Fulltrúar framkvæmdaraðila svara fyrirspurnum
og frekari upplýsingar um allar framkvæmdir
verða á veggspjöldum.
Allir velkomnir.
Landsvirkjun, Landsnet, Þeistareykir ehf. og Alcoa
Opið hús
Innkaupaskrifstofa
F.h. Framkvæmda- og eignasviðs
Reykjavíkurborgar:
“Úrbætur í umferðaröryggismálum – Vástaðir
– Gönguleiðir skólabarna - 2010”.
Útboðsgögn á geisladiski verða seld á 2.000 kr. frá og
með þriðjudeginum 11. maí 2010 í upplýsingaþjónustu
Ráðhúss Reykjavíkur.
Opnun tilboða: 26. maí 2010 kl. 10:00 í Ráðhúsi
Reykjavíkur.
12419
Nánari upplýsingar er að fi nna á www.reykjavik.is/utbod.
Efnahags- og viðskiptaráðuneytið auglýsir eftir
umsækjendum um styrki.
Í fjárlögum 2010 undir efnahags- og viðskiptaráðuneytinu er fjár-
lagaliður sem nefnist „ráðstöfunarfé ráðherra“.
Ráðherra hefur ákveðið að veita styrki tvisvar á ári vegna vinnslu
ritgerðar eða rannsóknarverkefnis. Styrkurinn gæti numið allt að kr.
500.000. Umsækjendur þurfa að hafa lokið fyrstu háskólagráðu.
Viðskiptaráðherra hefur ákveðið að í forgangi séu þær ritgerðir
eða rannsóknarverkefni sem tengjast efnahagshruninu. Um-
sóknarfrestur er til og með 1. júní 2010 fyrir úthlutun í fyrsta
áfanga. Öllum umsækjendum verður svarað eigi síðar en 30.
júní 2010. Umsækjendum er bent á að kynna sér málefnafl okka
ráðuneytisins og reglur um úthlutun styrkja á heimasíðu þess
http://www.evr.is. Umsækjendur skulu senda umsókn til efna-
hags- og viðskiptaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík
eða á netfangið postur@evr.is.
Í umsókn skal eftirfarandi koma fram:
A. Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang og upplýsingar
um bankareikning.
B. Verklýsing.
C. Markmið, umfang og afurð verkefnis.
D. Kostnaðaráætlun og fjármögnun.
E. Fjárhæð styrks sem sótt er um.
Nánari upplýsingar veitir Helga Óskarsdóttir rekstrarstjóri í efna-
hags- og viðskiptaráðuneytinu í síma 5458800.
Vinnustofa - atvinnutækifæri
Vinnustofa, gallerý, studioíbúð l sölu. Viltu vinna í sögulegu
húsi meðal listamanna? Rýmið er í gamla Álafosshúsinu í
Mosfellsbæ,miklir möguleikar að breyta í vinnu/studioíbúð.
Eignin er um 40fm, er mjög hrá eins og er, og selst á 7,5 m.
Uppl. í s. 690 3622.
Styrkir
Auglýsingasími
Allt sem þú þarft…