Fréttablaðið - 08.05.2010, Page 82

Fréttablaðið - 08.05.2010, Page 82
42 8. maí 2010 LAUGARDAGUR Máttur sam- stöðu í Eyjum E ldgosið í Eyjafjallajökli á hug þjóð-arinnar um þessar mundir. Aska úr gosinu veldur búsifjum bæði undir Eyjafjallajökli og í Vestur-Skaftafells- sýslu. Skammt undan landi rísa Vestmannaeyj- ar þar sem eldar loguðu í Heimaey árið 1973. Gunnar V. Andrésson fangaði á ljósmyndir eyðilegginguna sem átti sér stað þegar hluti bæjarins fór undir hraun, hús eyðilögðust í eldi og vikur huldi smám saman allt sem fyrir var. Vestmannaeyingum og þjóðinni allri tókst með samtakamætti að hýsa alla íbúa eyjar- innar á fáeinum dögum og koma í veg fyrir að tjón yrði enn meira en raun bar vitni. GREYPT Í MINNI Íbúi ryður hér vikri frá horni húss síns og taldi fullvíst að hann væri að kveðja það fyrir fullt og fast. Húsinu tókst þó að bjarga eins og svo mörgum öðrum með samstilltu átaki við að hreinsa burt vikur. BRUNARÚSTIR Fjöldi húsa brann í gosinu og margir misstu gullin sín. UMFANGSMIKLIR FLUTNINGAR Vestmannaeyingar reyndu að forða sem mestu af eigum sínum í land. Fluttir voru bílar, búslóðir og eins mikið lauslegt og hægt var. VATNSKÆLING HRAUNS Eitt þeirra kraftaverka sem unnið var í Vestmannaeyjagosinu var vatnskæling hrauns til að draga úr framrás þess. Aldrei verður metið að fullu hver áhrif kælingarinnar voru en víst er að hún hægði á hraunstraumnum og bjargaði þannig miklu. MEINLEYSISLEGT Í FYRSTU Þessi mynd er tekin á fyrsta degi Vestmannaeyjagossins. Þá leit gosið tiltölulega meinleysislega út og engan grunaði hvað koma skyldi. Til vinstri sést austasti hluti bæjarins sem nú er á 70 metra dýpi undir hrauni. HEIMAEY NÚ Á þessari mynd sést vel hvernig hraunið rann yfir hluta Vestmannaeyjabæjar. Sömuleiðis má sjá hvernig það þrengdi innsiglinguna og bætti með því höfn Vestmannaeyinga. Litlu munaði þó að verr færi því um tíma var tvísýnt um hvort hraunið myndi loka höfninni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.