Fréttablaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 102
62 8. maí 2010 LAUGARDAGUR
folk@frettabladid.is
> LANGAR Í BARN
Söngkonan Pink er byrjuð aftur með
fyrrum eiginmanni sínum og er nú
farin að huga að barneignum. „Við
erum ekki að reyna að eign-
ast barn þessa stundina. En
ég hlakka mikið til að byrja
að reyna,“ var haft eftir
söngkonunni.
Tímaritið Art Newspaper
greinir frá því að baróness-
an Francesca von Habsburg
ætli að draga úr umsvifum
sínum í íslensku listalífi.
Listamiðstöð í Kaaber-hús-
inu er meðal þess sem sett
verður í salt.
Art Newspaper slær því upp í
grein eftir blaðamanninn Clemens
Bomsdorf að barónessan Frances-
ca von Habsburg ætli að draga úr
starfi sínu á Íslandi eftir að hafa
verið áberandi í íslensku lista-
lífi. Francesca hefur stutt fjölda
íslenskra listamanna undanfarin
ár og lagt þeim lið en meðal þess
sem barónessan hyggst setja í salt
er fyrirhuguð listamiðstöð í gamla
Kaaber-húsinu við Sætún. Hún
átti að hýsa Nýlistasafnið, dán-
arbú Dieter Roth og stóran hluta
af umfangsmiklu listaverkasafni
barónessunnar.
Birta Guðjónsdóttir, safnstjóri
Nýlistasafnsins, segir þetta vera
„ekki-frétt“ hjá Art Newspaper.
„Þessi listamiðstöð náði aldrei
lengra en að vera hugmynd sem
var kastað fram. Menn fóru ef til
vill aðeins fram úr sér í umræðu
og umfjöllun um þetta mál,“ segir
Birta. Barónessan sagði í viðtali
við Morgunblaðið fyrir rúmu ári
að listamiðstöðin væri nauðsynleg
í ljósi bankahrunsins. Von Habs-
burg seldi síðan þrjátíu listaverk í
sinni eigu fyrir meira en hundrað
milljónir króna á uppboði í Lond-
on og sagði í umræddu viðtali að
þann pening ætti að nota til að
leggja þessu verkefni lið. „Ég
veit að sem stendur hefur enginn
á Íslandi fé til að setja í stofnun
sem þessa, og þess vegna ákvað
ég að selja þessi verk úr safninu
mínu, safna fé og setja verkefn-
ið á flot. Þetta verður að gerast
NÚNA, í þessum aðstæðum, á
þessum tíma,“ sagði Habsburg
við Morgunblaðið.
Birta segir engin samskipti hafa
átt sér stað við barónessuna frá
þessum tíma. Og þau hafi ekkert
séð af þessum peningum sem bar-
ónessan lýsti yfir að skyldi varið til
safnsins og uppbyggingu þess. „Og
við áttum aldrei von á því að þess-
ir peningar myndu skila sér beint
til Nýlistasafnsins. Ég veit ekkert
hvað gerist í framtíðinni. Þetta er
hreinlega eitthvað sem við höfum
ekkert pælt í undanfarið ár.“
freyrgigja@frettabladid.is
LISTAMIÐSTÖÐ BARÓNESSU
VIÐ SÆTÚN Í UPPNÁMI
„Þetta er alveg geðveikt,“ segir
tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir. Lag
hennar I Wanna Be, sem er tekið af
hennar síðustu plötu Surprise, var í gær
lag dagsins á heimasíðu breska tónlist-
artímaritsins Q. Mikill fjöldi tónlistar-
áhugamanna skoðar síðuna á degi hverj-
um og því er um mjög góða kynningu að
ræða fyrir Láru. Einnig fylgdi með á síð-
unni nýtt myndband Láru við lagið, sem
Bretinn Henry Bateman leikstýrði.
Lára þakkar árangurinn fyrst og
fremst öðrum Breta, umboðsmanni
sínum, Nick Knowles, sem hún réð fyrir
skömmu. „Þetta er allt honum að þakka,
fyrir utan hvað tónlistin er skemmtileg.
Það er mér að þakka,“ segir Lára og hlær.
Knowles býr hér á landi og starfaði síðast
við alþjóðlegu tískuhátíðina í Reykjavík,
RFF, sem var haldin í vor. „Hann kom
óvart á tónleika hjá mér. Hann þekkir
gítarleikarann minn og sá að þetta ætti
mikla möguleika í heimalandinu hans,“
segir hún um samstarf þeirra.
Lára flýgur til Bretlands í júní þar sem
hún ætlar að funda með nokkrum útgáfu-
fyrirtækjum í von um að komast þar á
samning. Í framhaldinu vonast hún til að
Surprise komi út þar í landi. Hún mun
einnig hita upp fyrir söngkonuna Amy
McDonald 9. júní í London og spila víðs
vegar um borgina í eina viku í framhald-
inu. Í júlí er síðan fyrirhuguð hringferð
um Ísland. Lára hefur í nógu að snúast
því næst á dagskrá er ferðalag til Dan-
merkur þar sem hún tekur þátt í vinnu-
búðum lagahöfunda í Árósum. Flestir
höfundarnir koma frá Norðurlöndunum
og standa búðirnar yfir í eina viku. - fb
Lára með lag dagsins hjá Q
LÁRA RÚN-
ARSDÓTTIR
Lára átti lag
dagsins á
heimasíðu
breska tón-
listartíma-
ritsins Q.
VAR BARA Á HUGMYNDASTIGI
Birta Guðjónsdóttir segir fyrirhugaða listamið-
stöð Francescu von Habsburg hafa eingöngu
verið á hugmyndastigi og að menn hafi aðeins
farið fram úr sér. Barónessan seldi verk á upp-
boði í London fyrir hundrað milljónir sem áttu
að nýtast í þetta verkefni en þeir peningar hafa
aldrei sést. Hugmyndin var sú að listamiðstöðin
ætti að rísa í Kaaber-húsinu við Sætún.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær, þá hyggst
klámframleiðandinn Vivid senda frá sér klámmynd-
band með sjónvarpsstjörnunni Kendru Wilkinson í
aðalhlutverki.
Kendra hefur hótað að kæra, en þeir sem trúa að hún
vilji í raun og veru stöðva myndbandið verða sífellt
færri. Kendra birtist á forsíðu tímaritsins OK! sama
dag og tilkynningin um myndbandið var send til
fjölmiðla. Það rennir stoðum undir þá kenningu
að hún sé sjálf á bak við útgáfuna og sé að hanna
atburðarás til að auka sölu myndbandsins.
Samkvæmt fréttamiðlinum Radar stofn-
aði Kendra fyrirtæki árið 2008 sem átti að
sjá um sölu á kynlífsmyndböndum hennar og
fyrrverandi kærasta hennar. Í gær kom svo
fram að hún ætlaði að selja fjölmörg gróf
myndbönd. Það virðist vera að rætast núna.
Kendra selur kynlífs-
myndböndin sjálf
Á BAK VIÐ TJÖLDIN Kendra er talin vera að selja
eigin kynlífsmyndbönd í laumi.
Dagskráratriði óskast
Hitt Húsið Sími: 411 5500 17juni@hitthusid.is www.17juni.is
Auglýst er e ir skemm - og sýningaratriðum fyrir þjóðhá ðarskemmtun
í Reykjavík. Dagskráin fer fram í miðborg Reykjavíkur og stendur hún frá
morgni l kvölds. Gert er ráð fyrir barna og ölskylduskemmtunum á
sviðum, tónleikum, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum.
Hægt er að sækja um fl utning atriða, uppákomur og viðburði á vef
þjóðhá ðarnefndar www.17juni.is. Umsóknum er einnig hægt að skila í
Hi Húsið, Pósthússtræ 3-5, 101 Reykjavík á eyðublöðum sem þar fást.
Umsóknarfrestur rennur út þann 12. maí n.k.
17. júní í Reykjavík