Fréttablaðið - 08.05.2010, Side 120
Mest lesið
DREIFING: dreifing@posthusid.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 VISIR.IS
Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja
FRÉTTIR AF FÓLKI
TRYGGÐU
ÞÉR MIÐA
www.listahatid.is
2.490,-/stk.
Gleraugnakóngur
til landsins
Hönnuðurinn Alain
Mikli er væntanlegur
til landsins í næstu
viku og verður
hann á meðal
gesta Listahátíðar
í Reykjavík. Mikli
ætlar á tónleika
Amadou & Mariam í Laugardals-
höll á miðvikudaginn, en hann er
mikill aðdáandi hjónanna. Mikli er
þekktastur fyrir gleraugnalínu sína,
en Elton John er á meðal frægustu
viskiptavina hans ásamt Kanye
West, Meryl Streep og Samuel L.
Jackson.
Vitlaust land
Mikil stemning virðist annars
vera að myndast fyrir tónleikum
Amadou & Mariam. Í gær bárust
fréttir af því að hjónin komi fram í
opnunarpartíi heimsmeistaramóts-
ins í knattspyrnu í Suður-Afríku
í næsta mánuði svo Íslendingar
mega sáttir una við þessa
gestakomu. Það er, ef Amadou &
Mariam skila sér
nokkurn tímann til
landsins. Á heima-
síðu hljómsveitarinn-
ar segir nefnilega að
þau séu að fara að
spila á Listahátíð
í Reykjavík sem
haldin sé í Finn-
landi. - afb, hdm
1 Gæsluvarðhald er helvíti á
jörðu
2 Ekki talið að andlát Eric hafi
borið að með saknæmum
hætti
3 Hreiðar og Magnús báðir
komnir á Litla-Hraun
4 Mikið öskufall undir
Eyjafjöllum – fólki ráðlagt að
halda sig innandyra
5 Ölvuð kona handtekin á þaki
Konukots
Kastað fyrir ljónin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
veltir fyrir sér tilgangi gæsluvarð-
halds í pistli á Pressunni. „Það
fór um mig hrollur, þegar ég sá
ummæli Steingríms J. Sigfússonar
fjármálaráðherra, sem kvaðst von-
ast til þess, að handtökur Kaup-
þingsmannanna tveggja myndu
„sefa óánægju almennings”. Erum
við skyndilega stödd í Colosseum,
þar sem föngum rómverska heims-
veldisins er kastað fyrir ljónin?”
skrifar Hannes.