Fréttablaðið - 14.05.2010, Síða 2

Fréttablaðið - 14.05.2010, Síða 2
2 14. maí 2010 FÖSTUDAGUR Maðurinn sem lést þegar svifvængur hrapaði með hann í hlíðum Ingólfsfjalls á mánudag hét Grzegorz Czes- law Rynkowski. Hann var fæddur í Póllandi árið 1976 og var því 34 ára gamall. Hann var búsettur á höfuð- borgarsvæðinu og lætur eftir sig sambýliskonu. Lést í hlíðum Ingólfsfjalls BRETLAND, AP Líklegt þykir að harður leiðtogaslagur sé fram undan í Verkamannaflokkn- um í Bretlandi, eftir að Gordon Brown sagði af sér formennsku. David Miliband, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur til- kynnt um framboð sitt. Yngri bróðir hans, Ed Miliband, er nú talinn líklegur til að bjóða sig fram gegn bróður sínum. Þá er talið að þingmaðurinn Ed Balls blandi sér í formanns- slaginn, og þrýst er á eiginkonu hans, Yvette Cooper, að gera slíkt hið sama. - þeb Verkamannaflokkurinn: Leiðtogaslagur fram undan Fleiri handteknir Tveir menn til viðbótar hafa verið handteknir í New York grunaðir um aðild að sprengjutilræði á Times- torginu. Mennirnir voru handteknir í kjölfar húsleita í grennd við Boston. Bandaríski ríkisborgarinn Faisal Shazhad, sem fæddur er í Pakistan, er þegar í haldi, grunaður um aðild að málinu. BANDARÍKIN EFNAHAGSMÁL Um tuttugu starfs- menn Kaupþings, bæði núver- andi og fyrrverandi, hafa nú rétt- arstöðu grunaðra. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekki tjá sig um rannsóknina að öðru leyti en því að yfirheyrsl- ur stæðu yfir og myndu gera á meðan sakborningar sætu í gæslu- varðhaldi. Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings sem nú er eftirlýstur af Interpol, er ekki á leið til landsins, að sögn lögmanns hans, Gests Jónsson- ar. „Hann er reiðubúinn að koma heim ef hann fær vilyrði fyrir því að hann geti snúið aftur af skýrslugjöf lokinni. Þetta er það sem hann hefur tilkynnt lögregl- unni, en ég veit ekkert meira um það,“ segir Gestur. Gestur segir Sigurð ætíð hafa verið tilbúinn til að gefa skýrslu með þessum formerkjum. Þá sé hann einnig reiðubúinn til að taka á móti mönnum í Englandi, sé þess óskað. Hann vildi lítið tjá sig um þá staðreynd að Sigurður væri eftir- lýstur af Interpol. Í næsta mánuði kemur teymi sérfræðinga frá norsku lögregl- unni, Ökokrim, til aðstoðar emb- ættis sérstaks saksóknara. Þá verður starfsmönnum fjölgað við embættið á næstunni, væntanlega nokkrum tugum. Ólafur Þór segir að hjá embættinu séu yfir 40 opin mál þannig að af nógu sé að taka. Hann vill ekkert um það segja hvort fleiri handtökur séu fyrir- hugaðar. Þá vill hann ekki segja til hvaða ráða verður gripið varð- andi Sigurð. „Við gefum ekkert upp um til hvaða þvingunarúrræða við munum grípa til í framtíðinni; hvort sem það er leit, handtaka eða eitthvað annað.“ Þar vísar Ólafur ekki beint í mál Sigurðar, heldur í starfsemina almennt. Gæsluvarðhald yfir Magnúsi Guðmundssyni rennur út í dag. Ólafur segir óljóst hvort sótt verð- ur um framlengingu þess. „Það liggur ekki fyrir enn þá. Það er enn verið að vinna í yfirheyrsl- um og við munum taka afstöðu til þess þegar það er kominn botn í það mál.“ kolbeinn@frettabladid.is Um 20 starfsmenn Kaupþings grunaðir Sigurður Einarsson neitar að koma til landsins nema tryggt verði að hann fái að snúa aftur út. Um tuttugu starfsmenn Kaupþings eru með stöðu grunaðra. Ekki ákveðið hvort farið verður fram á framlengingu gæsluvarðhalds í dag. Sigurður Einarsson vildi lítið tjá sig þegar blaðamaður náði tali af honum í gærkvöldi. SE: Halló. BLM: Já, er það Sigurður? SE: Hver er þetta? BLM: Kolbeinn heiti ég, blaðamaður á Fréttablaðinu. SE: Já, blessaður. Heyrðu, ég hef bara ekkert við þig að segja í bili. BLM: Er það ekki? SE: Þú verður bara að prófa aftur á morgun. BLM: Má ég ekki spyrja hvort þú sért á leiðinni heim? SE: Ókei, blessaður. Bæ bæ. Ókei, blessaður Á GÓÐRI STUNDU Ólafur Ragnar Grímsson forseti veitti Kaupþingi útflutningsverð- laun árið 2005. Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson veittu verðlaununum viðtöku. Hreiðar situr nú í gæsluvarðhaldi og Sigurður er eftirlýstur af Interpol. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L. Haukur, hafið þið nokkuð séð það svartara? „Ekki síðan í október 2008.“ Haukur Snorrason var meðal þrjátíu skot- veiðimanna sem skutu 700 svartfugla í nágrenni Látrabjargs á dögunum. DÓMSMÁL Frumvarp er væntanlegt í haust um sam- svarandi reglur og í evrópsku handtökutilskipuninni. Ísland getur ekki orðið aðili að henni, þar sem það er utan Evrópusambandsins. Hins vegar hafa Ísland og Noregur gert samning við sambandið um einfald- ari framsalsmál. Alþingi samþykkti í mars 2007 að heimila ríkisstjórn að semja við sambandið um tilskipunina. Björn Bjarnason gegndi þá stöðu dóms- málaráðherra. Aðspurður hvers vegna ekki hefði enn verið samið um málið segir hann það vera að snúa málum á haus. „Dómsmála- ráðuneytið hafði lokið vinnu sinni. Formsatriði eftir hjá utanríkisráðu- neytinu. Spurðu diplómatana um hvað þeir gerðu.“ Bryndís Helgadóttir, settur skrifstofustjóri dómsmálaráðu- neytisins, segir hins vegar að vinna hafi staðið yfir í dómsmálaráðuneytinu frá sam- þykkt Alþingis. Hún segir málið flókið og hafi ekki tekið óeðlilega langan tíma. Norðmenn hafi ekki held- ur lokið vinnu sinni varðandi inn- leiðinguna. Hún segir aðalatriðið vera einfaldara og styttra ferli. Þá felist í tilskipuninni að löndin framselji eigin ríkisborgara. Alþingi hafi gert athugasemdir við það á sínum tíma. Um ára- mótin tók gildi nýr framsals- samningur milli Norðurland- anna. - kóp Unnið hefur verið að evrópsku handtökutilskipuninni síðan árið 2007: Handtökutilskipun í haust VANDI VIÐ FRAMSAL Vandkvæði gætu verið á framsali Sigurðar Einarssonar þar sem samningur hefur ekki verið gerður á grundvelli evrópsku hand- tökutilskipunarinnar. KÖNNUN Sjö af hverjum tíu borg- arbúum telja að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi staðið sig vel í starfi borgarstjóra, sam- kvæmt könn- un sem MMR gerði fyrir borgarstjórn- arflokk Sjálf- stæðisflokks- ins. Alls sögðu 26,4 prósent að Hanna Birna hafi staðið sig mjög vel, og 44,1 prósent að hún hafi stað- ið sig vel. Um 17,7 prósent telja Hönnu Birnu hafa staðið sig frekar illa, og 11,8 prósent segja hana hafa staðið sig mjög illa. Könnunin var gerð 4. til 10. maí síðastliðinn. Úrtak MMR voru 816 borgarbúar á aldrinum 18 til 67 ára, valdir af handahófi úr hópi álitsgjafa MMR. Svar- hlutfall var 80,4 prósent. - bj Ánægja með borgarstjórann: Um 70 prósent segjast ánægð HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR NEYTENDAMÁL Umhverfisvottaðar hreinlætisvörur eru ekki dýrari í innkaupum en aðrar hreinlæt- isvörur. Þetta er niðurstaða úr verðkönnun sem Neytendasam- tökin gerðu á hreinlætisvör- um merktum umhverfisvott- un Svansins í lok apríl. „Við könnun- ina voru verð allra tegunda í þeim vöruflokk- um þar sem Svansmerkt vara fannst, skráð. Stundum voru þær dýrar en líka ódýrar, allt eftir vöruflokkum,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, hjá Neytendasam- tökunum en könnunin náði til átta vöruflokka í sjö verslunum. - rat/ sjá Svaninn í miðju blaðsins Verð á hreinlætisvörum: Umhverfisvott- að ekki dýrara BRYNHILDUR PÉTURSDÓTTIR BRETLAND, AP David Cameron, nýr forsætisráðherra Bretlands, til- kynnti í gær að laun ráðherra í rík- isstjórn hans yrðu lækkuð um fimm prósent. Þá verða launin fryst í fimm ár. Lækkunin var meðal kosn- ingaloforða Camerons. Ríkisstjórn- in hafði lofað því að ráðast strax í mikinn niðurskurð hjá hinu opin- bera. Nýja ríkisstjórnin hélt sinn fyrsta fund í Downingstræti 10 í gærdag. Fundurinn var að hluta til opinn fjölmiðlum. Íhaldsflokkurinn fær átján ráðherra í hinni nýju stjórn og Frjálslyndir demókratar fá fimm. Ráðuneytin sem Frjálslyndir demó- kratar fengu eru viðskiptaráðuneyt- ið, fjármálaráðuneytið, ráðuneyti um orku og loftslagsbreytingar og ráðuneyti Skotlands. Aðeins fjórar konur eru í ríkis- stjórninni. Theresa May er innan- ríkisráðherra, Caroline Spelman umhverfisráðherra, Cheryl Gill- an er ráðherra Wales, og Sayeeda Warsi er skuggaráðherra. Gordon Brown, fyrrverandi for- sætisráðherra, tilkynnti í gær að hann muni halda áfram sem þing- maður fyrir Verkamannaflokkinn. - þeb Nýja ríkisstjórnin í Bretlandi hélt sinn fyrsta opinbera fund í gær undir stjórn Davids Cameron: Fjórar konur fá sæti í nýrri ríkisstjórn FYRSTI FUNDUR RÍKISSTJÓRNARINNAR David Cameron stýrði sínum fyrsta ríkis- stjórnarfundi í Downingstræti 10 í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.