Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 18
 26. maí 2010 2 ÚTIVIST stendur fyrir eins dags göngu til Englands, bæjar í Lundar- reykjadal á sunnudag en lagt er af stað frá Botni í Botnsdal. „Það er allt að gerast í fellihýsun- um hjá okkur og til dæmis mynd- aðist örtröð hjá okkur síðasta laug- ardag. Það hefur samt verið mikið að gera allan síðasta mánuð,“ segir Ásbjörn Ásbjörnsson, sölumaður hjá Ellingsen. Ef marka má mik- inn áhuga á fellihýsum er líklegt að margir kjósi að ferðast innan- lands í sumar. Ásbjörn segir snemmsumars-söl- una á fellihýsum í ár vera svipaða og á síðasta ári, sem þá hafi komið starfsmönnum fyrirtækisins mikið á óvart. „Ein af helstu breytingun- um er sú að notuðu vagnarnir selj- ast mun betur en við bjuggumst við. Þá eru þau helst að seljast á frjáls- um markaði, þannig að fólk selur vagnana sína „úti á götu“ eins og sagt er og kemur svo til okkar til að uppfæra og kaupa sér nýja vagna. Hér áður fyrr komu viðskiptavin- ir mikið til okkar og settu gömlu vagnana upp í nýja en við finnum fyrir því að slíkt er á undanhaldi,“ segir Ásbjörn. Hann segir þó söluna enn ekki nálgast það sem tíðkaðist fyrir hrun. Sérstaklega hafi sala á hjól- hýsum staðið í stað. Stærsta breyt- ingin sé sú að lítið eða ekkert sé nú um það að viðskiptavinir greiði fyrir fellihýsin með bankalánum. „Það er okkar tilfinning að fólk sé þegar með upphæðina tilbúna þegar það kemur til okkar og borg- ar út í hönd. Enda er það eðlilegt sé mið tekið af ástandinu,“ segir Ásbjörn. Jóhannes Þórarinsson, innkaupa- stjóri Víkurverka sem bjóða meðal annars felli- og hjólhýsi til sölu, tekur í sama streng og segir afar lítið um að fólk kaupi slíka vagna á lánum. „Það hefur verið urrandi gott að gera hjá okkur að undan- förnu, góð sala og sérstaklega mikil hreyfing í notuðu vögnunum. Ég myndi segja að salan sé að færast nær eðlilegu ástandi eftir hrunið, en við búumst ekki við að hún verði eins og rétt fyrir hrun aftur. Salan fylgir að minnsta kosti okkar áætl- unum, hvort sem við höfum verið bjartsýnir eða ekki,“ segir Jóhann- es. kjartan@frettabladid.is Fellihýsin greidd út í hönd Snemmsumars-sala fellihýsa virðist vera svipuð og í fyrra, en þá var hún með besta móti miðað við ástandið í þjóðfélaginu. Meira er um að notuð fellihýsi séu seld og keypt á frjálsum markaði. Sala á fellihýsum fer vel af stað þótt enn nálgist hún ekki það sem tíðkaðist fyrir hrun. Melódíur minninganna er tónlistarsafn Jóns Kr. Ólafssonar á heimili hans í Bíldudal. Þar kennir margra grasa og Jón er einn- ig afbragðsfróður og skemmtilegur heim að sækja. www.vestfirdir.is Strandgötu 43 | Hafnarfirði fridaskart.is S K A R T G R I P A H Ö N N U Ð U R & G U L L S M I Ð U R „Fjölin hennar ömmu“ Stokkhólmur er sérstaklega skemmtileg borg á sumrin. Miðhluti borgar- innar er óvenjulegur, á fjórtán eyjum, og náttúran spennandi – skógi vaxn- ar hæðir, eyjar, klettar og vatnasvæði. Arkitektúr borgarinnar þykir með betri blöndu af gömlu og nýju á Norðurlöndunum og um leið finna ferðalangar smjörþefinn af konungdæmi landsins þar sem í einu elsta hverfi borgarinn- ar, Gamla Stan, má finna konungshöllina. Borgin sjálf er barnvæn, með mikið af dýragörðum, skemmtigörðum svo sem Junibacken sem helgaður er Astrid Lindgren og endalausum blóma- görðum. Þeir sem eru einir á ferð ættu hins vegar að skella sér í alvöru tyrk- neskt bað – Sturebadet – þar sem engu hefur verið breytt síðustu 120 árin. Athugið þó að vissara er að bóka tíma áður þar sem baðið er vinsælt. - jma Konunglegi Stokkhólmur í sumar AUÐVELT ER AÐ FLJÚGA TIL STOKKHÓLMS OG KANNSKI EKKI ÚR VEGI AÐ FARA Í STYTTRI FERÐALÖG MEÐ STÓRAR OG BARNMARGAR FJÖLSKYLDUR YFIR SUMAR- TÍMANN ÞEGAR UNGVIÐIÐ ÞOLIR ILLA LANGAR VEGALENGDIR. Stokkhólmur þykir ein fallegasta borg norðursins – ekki síst yfir sumartímann.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.