Fréttablaðið - 26.05.2010, Síða 42

Fréttablaðið - 26.05.2010, Síða 42
26 26. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is 16 DAGAR Í HM KR-völlur, áhorf.: 2.363. KR Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 13–8 (4–2) Varin skot Lars 1 – Ómar 2, Árni 1 Horn 3–9 Aukaspyrnur fengnar 16–14 Rangstöður 6–3 KEFLAVÍK 4–4–2 Ómar Jóhannsson 6 (53., Árni Freyr Ásg. 6) Guðjón Á. Antoníuss. 6 Haraldur Freyr Guð. 7 Bjarni Hólm Aðalst. 6 Alan Sutej 5 Magnús Þ. Matthías. 4 (71., Brynjar Guðm. -) Jóhann Birnir Guðm. 5 Hólmar Örn Rúnarss. 5 Magnús Sverrir Þorst. 4 Hörður Sveinsson 4 Guðmundur Steinars. 4 *Maður leiksins KR 4–4–2 Lars Moldsked 6 Skúli Jón Friðgeirss. 7 Mark Rutgers 6 Baldur Sigurðsson 5 Guðm. Reynir Gunn. 5 Gunnar Örn Jónsson 5 (58., Jordao Diogo 6) *Bjarni Guðjónsson 7 Viktor Bjarki Arnars. 5 (35., Eggert Rafn 5) Óskar Örn Hauksson 6 Björgólfur Takefusa 6 Kjartan Henry Finnb. 4 (80.,, Guðjón Baldv. -) 0-0 Valgeir Valgeirsson (7) Selfossvöllur, áhorf.: 1020 Selfoss Stjarnan TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 14–14 (9–8) Varin skot Jóhann 6 – Bjarni 5, Magnús 1 Horn 4–4 Aukaspyrnur fengnar 10–18 Rangstöður 0–5 STJARNAN 4–3–3 Bjarni Þórður Halld. 6 Baldvin Sturluson 6 Tryggvi Bjarnason 6 *Daníel Laxdal 7 Jóhann Laxdal 6 Dennis Danry 5 Atli Jóhannsson 6 Þorvaldur Árnason 6 Steinþór Freyr Þorst. 7 Halldór Orri Björnss. 6 Marel Baldvinsson 5 (70., Magnús Karl Pét. 5) *Maður leiksins SELFOSS 4–4–2 Jóhann Ólafur Sig. 7 Sigurður Eyberg Guð. 6 Stefán Ragnar Guðl. 7 Agnar Bragi Mag. 6 Andri Freyr Björnss. 7 (74., Ingþór Jóhann -) Guðm. Þórarinsson 5 Jón Guðbrandsson 5 Ingólfur Þórarinsson 4 (61., Einar Ottó Ant. 5) Jón Daði Böðvarsson 7 Arilíus Marteinsson 5 Sævar Þór Gíslason 6 1-0 Jón Guðbrandsson (21.) 1-1 Steinþór Freyr Þorsteinsson (45.) 1-2 Þorvaldur Árnason (58.) 2-2 Guðmundur Þórarinsson, víti (70.) Rautt: Bjarni Þórður Halldórsson, Stjörnunni á 69. mínútu. 2-2 Erlendur Eiríksson (5) Grindavíkurv., áhorf.: 680 Grindavík Valur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–11 (5–4) Varin skot Rúnar Dór 4 – Kjartan 3 Horn 5–7 Aukaspyrnur fengnar 17–16 Rangstöður 1–1 VALUR 4–5–1 Kjartan Sturluson 5 Stefán Eggertsson 6 Reynir Leósson 5 (46., Sigurbjörn Hreið. 6) Atli Sveinn Þórarinss. 5 Greg Ross 5 Martin Pedersen 5 Baldur Aðalsteinsson 6 (75., Matthías Guðm. -) Jón Vilhelm Ákason 6 (82., Ian Jeffs -) Rúnar Már Sigurjóns. 5 Arnar Sveinn Geirss. 6 *Danni König 7 *Maður leiksins GRINDAV. 4–3–3 Rúnar Dór Daníelss. 5 Loic Mbang Ondo 4 (82., Ray Anthony -) Auðun Helgason 4 Marko Valdimar Stef. 4 Jósef Kr. Jósefsson 5 (41., Alexander Mag. 6) Orri Freyr Hjaltalín 4 Jóhann Helgason 4 Matthías Örn Friðriks. 5 Scott Ramsay 6 Grétar Ólafur Hjartar. 5 (75., Óli Baldur Bjarn. -) Gilles Mbang Ondo 6 0-1 Danni Casero König (57.) 1-1 Gilles Mbang Ondo (69.) 1-2 Jón Vilhelm Ákason (71.) 1-2 Gunnar Jarl Jónsson (6) Mario Zagallo varð fyrsti maðurinn til þess að vinna heimsmeistaratitilinn bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann lék með heimsmeistaraliðum Brasilíu 1958 og 1962 og þjálfaði liðið sem vann HM 1970. Franz Beck- enbauer jafnaði þetta afrek 1990 og gerði aðeins betur því hann var fyrirliði Vestur- Þýska liðsins sem varð heimsmeistari 1974. Diego Maradona (þjálfari Argentínu) og Dunga (þjálfari Brasilíu) geta báðir bæst í hópinn á HM í Suður-Afríku. Keflavík 4 3 1 0 4-1 10 Fram 4 2 2 0 8-4 8 Fylkir 4 2 1 1 9-6 7 Breiðablik 4 2 1 1 6-3 7 Selfoss 4 2 1 1 8-6 7 ÍBV 4 2 1 1 7-5 7 Stjarnan 4 1 2 1 9-7 5 Valur 4 1 2 1 5-6 5 FH 4 1 1 2 5-7 4 KR 4 0 3 1 5-6 3 Haukar 4 0 1 3 2-9 1 Grindavík 4 0 0 4 1-9 0 MARKAHÆSTIR Ívar Björnsson, Fram 3 Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni 3 Kristinn Steindórsson, Breiðablik 3 NÆSTU LEIKIR ÍBV-Breiðablik Sun 30. maí 16.00 Keflavík-Selfoss Sun 30. maí 19.15 Stjarnan-Haukar Mán 31. maí 19.15 FH - Grindavík Mán 31. maí 19.15 Valur-Fylkir Mán 31. maí 20.00 Pepsi-deild karla: Staðan Selfoss og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í dramatískum leik á Selfossi í gær. Stjörnumenn virtust hafa komið sér í þægilega stöðu þegar þeir komust í 2-1 forystu snemma í síðari hálfleik og fengu þó nokkur tækifæri til að bæta við. En þegar um 20 mínútur voru til leiksloka slapp Sævar Þór Gíslason einn inn fyrir vörn Stjörnunnar og féll í teignum eftir viðskipti sín við Bjarna Þórð Halldórsson markvörð Stjörnunnar. Erlendur Eiríksson dómari dæmdi víti og gaf Bjarna rautt, þrátt fyrir kröftug mótmæli markvarðarins. „Þetta var snerting, það var ekki spurning um það,“ sagði Sævar Þór eftir leikinn. Hann virtist þó hafa verið rangstæður en um það þorði Sævar ekki að dæma. „Ég sá aldrei boltann koma og tók bara hlaupið. Aðrir verða að dæma um það.“ Selfyssingar byrjuðu ágætlega og komust yfir með glæsilegu marki Jóns Guðbrandssonar. Eftir það sóttu Stjörnumenn í sig veðrið og uppskáru jöfnunarmark á lokamínútu fyrri hálfleiksins. Steinþór Freyr Þorsteinsson var þar að verki. Stjarnan herti tök sín á leiknum í síðari hálfleik og komst yfir þegar Þorvaldur Árnason nýtti sér eina af fjölmörgum sendingum gestanna inn í teig Selfyssinga. „Við fengum algjört dauðafæri í stöðunni 2-1 og við hefðum átt að klára leikinn á meðan við höfðum þessa yfirburði,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar. „Við vorum ekki sáttir við hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik og mér fannst við koma mun betur stemmdir til leiks í þeim síðari. Við reyndum að láta boltann ganga betur og sköpuðum okkur góð augnablik í leiknum. Það var því sorglegt að hafa ekki náð að bæta þriðja markinu við.“ Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfoss var sáttur við stigið miðað við allt. „Ég verð að fagna þessu stigi því við vorum alls ekki að spila vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Menn voru að reyna en mér fannst vanta kraft og þor í mína menn, líka eftir að Bjarni fór út af með rauða spjaldið. Því náðum við aldrei því sem við ætluðum okkur úr leiknum,“ sagði Guðmundur. PEPSI-DEILD KARLA: DRAMATÍSKUM LEIK SELFOSS OG STJÖRNUNNAR LAUK MEÐ 2-2 JAFNTEFLI Áttum að ganga frá þeim þegar við fengum tækifærið FÓTBOLTI „Það er eins og guð sé á móti okkur,“ sagði Luka Kostic, þjálfari Grindavíkur, eftir 1-2 tap Grindvíkinga gegn Valsmönnum á Grindavíkurvelli í gærkvöldi. Leikurinn var langt frá því að vera áferðarfallegur og liðunum gekk illa að koma boltanum í spil. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill en Valsmenn voru þó líklegri til að skora. Þeir fengu mörg tækifæri en gekk illa að hitta á rammann. Besta færið fékk Rúnar Már Sig- urjónsson á 36. mínútu þegar hann prjónaði sig í gegnum vörn Grind- víkinga en átti slakt skot framhjá úr frábæru færi. Staðan var því markalaus er Gunnar Jarl Jóns- son, dómari, flautaði til hálfleiks. Síðari hálfleikur var meiri skemmtun en sá fyrri og kom- ust Valsmenn yfir eftir einbeit- ingarleysi í vörn Grindvíkinga á 58. mínútu. Baldur Aðalsteinsson fékk boltann á vinstri kantinum og sendi boltann fyrir þar sem Danni König var einn á auðum sjó og skoraði auðveldlega. Grindvíkingar hresstust við markið og náðu að jafna á 69. mínútu þegar Gilles Mbang Ondo skoraði eftir að hafa sloppið í gegnum vörn Valsmanna. Grind- víkingar kórónuðu hins vegar sla- kann varnarleik þegar Jón Vil- helm Ákason kom Valmönnum aftur yfir í næstu sókn með fínum skalla. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að jafna en Valsmenn tryggðu sér öll þrjú stigin og eru nú komnir með fimm stig. Grind- víkingar eru hins vegar stigalaus- ir á botninum. „Það er frábært ná þremur stig- um á þessum erfiða útivelli. Með sigri hífum við okkur upp töfluna og við það eykst sjálfstraustið í liðinu. Þessi leikur var gríðarlega mikilvægur fyrir okkur og ég er í skýjunum með að ná fyrsta sigr- inum,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals. - jjk Valsmenn unnu sinn fyrsta sigur undir stjórn Gunnlaugs Jónssonar þegar þeir sóttu þrjú stig til Grindavíkur: Fyrsta mark Grindavíkur dugði ekki til FYRSTI SIGURINN Í HÚS Valsmenn tóku öll þrjú stigin með sér heim frá Grindavík í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Markaleysið á KR-vellin- um í gær var ekki skemmtilegt á að horfa. Keflvíkingar komu var- kárir inn í leikinn og héldu stiginu sem þeir komu til að sækja. Þeir halda því toppsætinu í deildinni á meðan KR er enn án sigurs. Keflvíkingar reyndu að byggja leik sinn upp á skyndisóknum en þær virkuðu engan veginn. KR sótti meira en skapaði lítið sem ekkert. Fyrri hálfleikur var leiðinlegur á að horfa lengst af. Sóknarleik- ur liðanna var hugmyndasnauður og óspennandi. Heimamenn ógn- uðu meira en sköpuðu ekkert. Tvö ágæt skot utan teigs sem Ómar varði þægilega var allt og sumt. Jóhann Birnir átti skot utan teigs sem fór í slá KR-marksins og yfir eftir vel útfærða hornspyrnu Keflvíkinga. Það var mesta hætt- an við mark Lars Ivars. Annars voru varnir beggja liða þéttar og hið leiðigjarna miðjuhnoð einkenn- andi. Viktor Bjarki þurfti að fara meiddur af velli eftir harkalega tæklingu Bjarna Hólm sem fór með báða fætur í tæklinguna. Bjarni fór í boltann en í Viktor líka. Ekkert var dæmt en KR-ingar voru æfir og vildu fá rautt spjald á Bjarna. Sitt sýndist hverjum. Fyrri hálfleikur byrjaði af krafti og Óskar Örn skaut í slá eftir góðan sprett. Það gaf þó engin sér- stök fyrirheit þar sem hálfleikur- inn var keimlíkur þeim fyrri. Keflvíkingar reyndu að finna glufur á þéttri KR vörninni og djúpir Keflvíkingar vörðust vel. Það gerðist nákvæmlega ekkert annað í seinni hálfleik og leik- urinn sár vonbrigði. Áhorfendur bjuggust við meira. „Þetta eru tvö jöfn lið og leikur- inn einkenndist af baráttu,” sagði Skúli Jón Friðgeirsson sem átti flottan leik fyrir KR. Hann byrj- aði í hægri bakverðinum en færð- ist svo í miðvörðinn. „Það var eins og hvorugt liðið þyrði að taka af skarið og leggja allt í þetta. Leik- urinn var því ekki í skemmtilegri kantinum. Við erum drullusvekkt- ir, þetta var ekki það sem við lögð- um upp með. Við höfum verið að fá mörg mörk á okkur og við lögðum upp með að halda markinu hreinu,” sagði Skúli. „Það hefur verið mikil sveifla í okkar spilamennsku og við verð- um að ná fram stöðugleika í þetta. Mér fannst okkur ekki takast það nægilega vel í dag.” Guðjón Árni Antoníusson segir Keflvíkinga sátta við eitt stig á KR-velli. „Við vildum sækja þrjú stig en við erum sáttir við eitt. Mér fannst við gefa meira í það í lokin að reyna að ná sigri en það vant- aði aðeins upp á þetta. Við þurftum að setja ungan og óreyndan strák í markið en hann stóð sig frábær- lega,” sagði Guðjón. „Meðan við söfnum stigum og höldum hreinu þá er þetta gott. KR-ingar voru mættir til að selja sig dýrt og þetta var baráttuleik- ur.” – hþh, egm Tilþrifalítið og hugmyndasnautt Leikur KR og Keflavíkur voru sár vonbrigði. Leikmenn liðanna voru varkárir og gerðu sig sjaldan líklega til afreka. KR er enn án sigurs en Keflvíkingar halda toppsætinu í deildinni. LÍTIÐ UM FÆRI KR-ingurinn Björgólfur Takefusa er hér kominn inn í teig en Haraldur Guðmundsson og Ómar Jóhannsson vinna vel saman í að stoppa markakóng síðasta sumars. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.