Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 12
 3. júní 2010 FIMMTUDAGUR VIÐSKIPTI Mikill ábyrgðarhlutur er að setja fyrirtæki í almenna sölu á hlutabréfamarkaði og bjóða þannig öðrum en fagfjárfestum að kaupa vegna áhættunn- ar sem fylgir slíkum kaupum, segir Birna Einars- dóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar hefur lýst efasemdum um að byrja eigi á að selja fagfjárfestum, sem síðar skrái fyrirtækin á mark- að. Birna segir hins vegar langflest fyrirtæki sem fengið hafa fjárhagslega endurskipulagningu þurfa tíma til þess að laga reksturinn að skuldum sem enn sitja í þeim. „Auk þess eru margir óvissuþættir í rekstrarum- hverfi fyrirtækja í dag. Ég held því að í flestum til- vikum sé betra að selja slík félög í opnu ferli til fag- fjárfesta sem framkvæmt hafa áreiðanleikakönnun áður en hann ræðst út í fjárfestinguna,“ segir hún. Þeir geti svo undirbúið fyrirtækin fyrir skráningu á hlutabréfamarkað. Ella þyrftu bankarnir að eiga fyrirtækin lengur til þess að gera þau hæf til sölu á almennum hlutabréfamarkaði. Í dag segir Birna banka einmitt gagnrýnda fyrir að halda of lengi á slíkum eignarhlutum. „En auðvit- að eru til fyrirtæki í eigu bankanna sem geta farið beint á markað. Það er mikilvægt þar sem uppbygg- ing hlutabréfamarkaðar er mikilvæg forsenda end- urreisnarinnar,“ bætir hún við. - óká N1 Staðarskáli hefur nú bæst í hóp þeirra N1 stöðva sem eru opnar allan sólarhringinn. Renndu við hvenær sem þér hentar til að fá þér bita, kaffi og með því eða fylla á tankinn. OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN Hringbraut rtúnshöfða rgötu, Hafnarfirði Mosfellsbæ Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 ALLTAF OPIÐ Í N1 STAÐARSK LA Í SUMAR HEILBRIGÐISMÁL Álfheiður Ingadótt- ir heilbrigðisráðherra hafnar því með öllu að landlæknisembætt- ið hafi ekki getað gert rannsókn á mannlegum mistökum innan íslenskra sjúkrahúsa vegna kostn- aðar. Embættið hafi verið mjög vel haldið fjárhagslega á undanförn- um árum. Fréttablaðið sagði frá því í gær að rannsókn væri hafin á vegum Landlæknisembættisins á tíðni „óvæntra skaða“ á Landspítalan- um og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Staðið hefur til að gera rannsókn sem þessa í nokkur ár en af því hefur ekki orðið vegna fjárskorts, að sögn Sigurðar Guðmundsson- ar, forseta Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og fyrrverandi landlæknis, sem er ábyrgðarmað- ur rannsóknarinnar. Rannsókn- in kostar um átta milljónir króna en þegar liggur fyrir styrkur frá heilbrigðisráðuneytinu og Félagi hjúkrunarfræðinga að upphæð 700 þúsund krónur. „Mér finnst eðlilegt að farið sé í rannsókn sem er sambæri- leg við þær sem aðrar þjóðir hafa gert, telji menn þess þörf. En ég kaupi ekki þau rök að það hafi ekki verið hægt að gera þessa rannsókn vegna fjárskorts,“ segir Álfheið- ur. „Þegar ég auglýsti eftir nýjum landlækni hér fyrir áramót þá kom fram að það stæði til að efla eftirlitshlutverk landlæknis. Það má skilja það bæði með tilliti til kreppunnar, en kannski líka að manni finnist ekki að þessu eftir- liti hafi verið sinnt nægilega vel á undanförnum árum.“ Hún segir að landlæknisembætt- ið hafi fengið ríflegar fjárveitingar á undanförnum árum og embættið hafi haft jákvæðan höfuðstól upp á um þrjátíu milljónir króna árið 2008 og ef rannsóknir séu taldar nauðsynlegar hljóti þær að vera forgangsatriði þar innan dyra. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir að ákveðinn afgangur hafi verið af rekstrarfé sem færst hafi á milli ára. Það hafi tekist með harðri fjármálastjórn. Geir segir að það hafi ekki verið nýtt í rann- sóknina enda styrki embættið ekki rannsóknir að öllu jöfnu. Hann er ekki þeirrar skoðunar að ráðuneyt- ið eigi að reiða fram átta milljónir til að klára rannsóknina. Hann segir það fullan ásetning sinn að rannsóknin verði fram- kvæmd og embættið leggi henni lið með mannafla og faglegu innleggi. Fáist ekki styrkirnir þýði það ekki að rannsóknin verði ekki unnin og til greina komi að embættið láti fé renna til verksins síðar, komi upp sú staða. svavar@frettabladid.is Telur landlækni geta borgað rannsóknina Heilbrigðisráðherra telur enga þörf á því að stjórnvöld hlaupi undir bagga með landlækni við að fjármagna rannsóknir. Embættið hafi verið vel haldið fjár- hagslega. Landlæknir segir embættið ekki styrkja rannsóknir að öllu jöfnu. FRÁ LANDSPÍTALANUM Heimfærð tölfræði erlendra rannsókna bendir til að 200 manns deyi árlega vegna mannlegra mistaka á LSH. Myndin tengist ekki fréttinni beint. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR GEIR GUNNLAUGSSON HEILBRIGÐISMÁL Þess eru dæmi erlendis að fólk hafi smitast af hestum af streptokokkasýkingu þeirri sem nú herjar á hross hér. Þetta segir Haraldur Briem sótt- varnalæknir, sem beinir því til hestafólks að hafa varann á vegna þessa. „Fræðibækur segja að þetta smit sé ekki algengt milli hesta og manna. En það getur og hefur komið fyrir og í sumum tilvik- um hefst meiri háttar sýking upp úr því,“ útskýrir Haraldur.Það er bakterían Streptococcus equi Zoo- epidemicus sem greinst hefur í sumum þeirra hrossa sem sýkst hafa af hóstapestinni sem getur einnig valdið sýkingum í fólki. Þótt slíkar sýkingar séu fátíðar er fólk sem umgengst veika hesta samt hvatt til að gæta fyllsta hreinlæt- is, að sögn Haraldar. Mikilvægast er að fólk þvoi sér vel um hendur eftir að hafa sinnt hrossunum og noti andlitsgrímur. Fái fólk sem umgengst oft hesta hita og háls- særindi ætti það að leita læknis. Hægt er að staðfesta sýkingu með hálsræktun. Læknir metur hvort ástæða sé til meðhöndlunar. - jss HESTAPESTIN Sóttvarnalæknir minnir þá, sem umgangast veik hross, á hreinlæti. Sóttvarnalæknir varar við streptokokkasýkingu í hrossum: Hestar hafa smitað menn BIRNA EINARSDÓTTIR Bankastjóri Íslandsbanka segir langflest fyrirtæki sem fengið hafa fjárhagslega endurskipulagningu þurfa tíma til þess að laga reksturinn að ógreiddum skuldum. Til eru fyrirtæki í eigu bankanna sem geta farið beint á hlutabréfamarkað: Áhætta fylgir markaðsskráningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.