Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 16
16 3. júní 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Árás Ísraelshers á skipalest með hjálpargögn á leið til Gasa fá náðarsamlegast leyfi hjá Ísraels- her til að mæta í skólann – hann er á svæði sem Palestínumenn mega í dag ekki fara inn á. Hluti barn- anna þarf á hverjum morgni að fara í gegnum málmleitarhlið sem gætt er af ísraelskum hermönnum með alvæpni. Hin taka stóran krók og klöngrast svo í gegnum kirkju- garð. Mega ekki fara leiðina sem liggur beint í skólann. „Börnin eru auðvitað bæði hrædd og kvíðin, auk þess sem mörg þeirra glíma við mikla reiði,“ segir skólastjórinn, Reem Al-Shar- eef. „Tvisvar sinnum hafa land- tökumennirnir í hverfinu reynt að brenna skólann og þetta veld- ur skiljanlega miklu óöryggi. Það gilda líka ekki sömu lög fyrir nem- endur mína og ísraelsku börnin í hverfinu. Hermennirnir þurfa ekki neina ástæðu til að handtaka pal- estínsku börnin.“ Hún tekur dæmi af 13 ára gam- alli stúlku sem var færð í margra klukkutíma gæsluvarðhald fyrir að hengja upp þvott á þaki á húsi sem liggur upp að húsi sem Ísra- elar tóku yfir. „Þeir vildu ekki að hún notaði þakið og því var herinn látinn fjarlægja hana og hún færð í varðhald. Það eru svona hlutir sem börnin hér standa frammi fyrir og auðvitað eru þau dauðskelkuð.“ Innmúruð Betlehem Í stað þess að nefna Hebron hefði ég auðvitað getað talað um daglegt líf palestínskra fjölskyldna sem velt- ur á dyntum ísraelskra hermanna. Ég hefði getað sagt frá Betlehem sem er umkringd átta metra háum steinmúr, aðþrengd og undarleg – veit fólk hvað búið er að gera við Betlehem? Ég hefði getað talað um ófrísku konuna sem ísraelskir her- menn – unglingar – neyddu til að fara út úr bíl sínum og inn í gegn- umlýsingartæki, þvert gegn vilja hennar. Á herteknu svæði er bara einn sem ræður. Og það er ekki sá sem er hernuminn. Þetta er ekki nýtt hernám – það hefur staðið í 43 ár. Hvers konar kynslóðir er verið að ala upp í Pal- estínu og Ísrael? Í hlýlegu herbergi í Hebron sitja tólf ungar stúlkur í hring og teikna myndir, hjálpast að við að teikna draumahúsin sín. Ljúka í samein- ingu við þök og glugga, garða og leiktæki. Þetta er vikuleg stund á vegum palestínska Rauða hálfmán- ans, þar sem börnunum er veitt sál- ræn aðstoð. Verkefnið er styrkt af Rauða krossi Íslands. „Það er nauðsynlegt að hjálpa börnunum að takast á við þær óvenjulegu aðstæður sem þau búa við,“ segir annar leiðbeinand- inn. Verkefnið er rekið á nokkrum öðrum stöðum á Vesturbakkan- um og hefur gefið góða raun. Auk þess að vinna með kvíða, óöryggi, hræðslu og annað sem börnin burð- ast með er mikið lagt upp úr sam- vinnu og virðingu fyrir öðrum. „Nú ætlum við að búa saman til tvö stór hverfi,“ segir starfsmaður palestínska Rauða hálfmánans og biður stúlkurnar að líma húsin sín á karton, búa til götur og ákveða í sameiningu hvaða gildi skuli þar í hávegum höfð. Eftir miklar spekúlasjónir stökkva stúlkurnar brosandi á fætur. Í hverfunum þeirra á meðal annars að vera bannað að berjast. Þar á að ríkja samkennd og þar verður að hugsa vel um aðra og hjálpa þeim. Í draumahverfinu gildir líka eitt sem kannski er mikilvægasta af öllu: Þar eru allir öruggir. Ætti atvikið á mánudag að koma á óvart, þegar Ísra- elsher réðist á skip á leið með hjálpargögn til Gasa og drap að minnsta kosti níu manns um borð? Ekki endilega. Sigríður Víðis Jónsdóttir var í Palestínu. Það kom mörgum á óvart hversu hreint Ísraelsher gekk til verks á mánudag. Það er grimmdarlegt – vitandi að heimspressan fylgdist af ákefð með afdrifum skipsins sem hugðist rjúfa bann Ísraels við sigl- ingum til Gasa. Í skipinu voru meðal annars krabbameinslyf, leiktæki og mjólk- urduft. Tíu tonn af hjálpargögnum. Ísraelsher réðst um borð á meðan skipið var enn á alþjóðlegu haf- svæði. Restin var blóðug. Fögur orð? Mönnum ber ekki saman um af hverju fjöldi manns endaði með að vera drepinn. Atvikið vakti almenna vandlætingu – en kemur ekki öllum á óvart. „Fyrirgefðu, en þetta er sami her og drap 1.300 manns á þremur vikum í loftárásunum á Gasa 2008 – á svæði þar sem fólk var innilokað eins og í búri. Ég get ekki annað en verið hissa á að fólk skuli enn vera hissa á framkomu Ísraelshers,“ skrifaði heimamaður í Ramallah eftir atburðinn. „Þetta er auðvitað hryllilega sorglegt. En um leið enn ein stað- festingin á því að menn víla ekki fyrir sér að fara út fyrir öll mörk. Og það er eins og menn átti sig ekki á því að við Palestínumenn erum hernumdir af þessum sama her.“ Ég svaraði manninum, kveikti á útvarpinu og hlustaði á fordæm- ingar sem streymdu inn frá þjóðar- leiðtogum og aðalritara SÞ. Fannst skyndilega eins og ég gæti verið að hlusta á fordæmingu á loftárásun- um á Gasa. Eða kannski múrnum sem Ísraelsher hóf einn daginn að reisa? Þetta var kunnuglegt stef. Allt í einu stóð ljóslifandi fyrir augunum á mér palestínska konan sem sat og reykti á kaffihúsinu í Ramallah á Vesturbakkanum í vor. „Menn fordæma Ísraelsher og svo gerist ekki neitt, Bandaríkin halda áfram að dæla peningum til Ísraels og Evrópa lítur undan. Það er eins og menn spyrji aldrei í alvörunni: Og hvað ætlum við nú að gera?“ Hún tók stóran smók af sígrett- unni. „Minnstu síðan ekki á öll fögru orðin um að nú verði að stofna sjálfstætt ríki Palestínu! Og svo gerist ekki neitt og hernám Ísraels heldur bara áfram. Flestir hérna eru orðnir þreyttir á öllum þessum orðum og vilja bara sjá efndir.“ Palestínumenn bannaðir Það er sama batterí og stóð að baki árásinni á mánudag sem stjórn- ar daglegu lífi Palestínumanna bæði á Gasa og á Vesturbakkan- um. Á Gasa ræður það hver fer inn og hver út, íbúum þar er haldið í „risastóru fangelsi“ svo notuð séu orð utanríkisráðherra Íslands. Á Vesturbakkanum eru vegatálm- ar um allt og fjöldinn allur af ísra- elskum byggðum sem skera sundur land Palestínumanna og eru vernd- aðar af ísraelska hernum. Þar eru líka vegir sem byggðir hafa verið með hervaldi og einungis Ísraelar mega nota. Bíddu, er þetta ekki pal- estínskt svæði? Árásin á mánudag sprettur ekki úr tómi heldur er hún angi af stefnu Ísraelsstjórnar sem felur í sér að hvika hvergi þegar kemur að mál- efnum Palestínumanna. Það á við sama hvort mönnum þótti árás- in út úr öllu korti eða réttlætan- leg í nafni öryggis Ísraels. Þetta er stefna þar sem ekkert er gefið eftir og þar sem herinn leikur aðalhlut- verkið. Þögn í miðri borg Af efri hæð í auðu húsi á Vestur- bakkanum blaktir ísraelskur fáni. Brotnir gluggar blasa við, lokað- ir hlerar sem búið er að spreyja á gyðingastjörnur. Hér bjó áður pal- estínsk fjölskylda en ekki er að sjá að neinn búi þar í dag. Við húsið er þögn – í götunni óeðlilega hljótt. Þetta er aðalgatan í gömlu borginni í Hebron og hingað mega Palestínu- menn ekki koma. Nokkur hundr- uð landtökumenn hafa lagt undir sig miðborgina og breytt henni í draugaborg. Ísraelskir fánar gína yfir auðum götum þar sem áður iðaði allt af lífi. „Ekki halda að Ísraelar séu almennt sáttir við hvað er í gangi þarna,“ hvíslar Ísraeli að mér áður en ég held á staðinn. Ég kinka kolli, það er ekki eins og allir í Ísrael séu sammála harðlínustefnunni. „En samt viðgengst hún,“ hvísla ég á móti. Markaðurinn í gömlu borginni er margra alda gamall en þar er tómlegt um að litast í dag. Eftir að landtökumennirnir komu sér fyrir í hjarta borgarinnar – og Ísraels- stjórn ákvað að láta herinn verja þá – voru settar strangar takmarkan- ir á ferðir Palestínumanna um göt- urnar. Í kjölfarið lokaði meirihluti verslana í gömlu borginni – sumar fóru á hausinn, öðrum var lokað af ísraelska hernum. Störukeppni með hervaldi Í Hebron mynda hópar ísraelskra hermanna undarlega andstæðu við draugaganginn á markaðinum. Það þarf líka yfirþyrmandi hervald til að ná að rífa hjartað úr sögufrægri borg. Allt til að 86 ísraelskar fjöl- skyldur hafi getað flutt þangað. Í sólskini síðla dags gengur ísra- elsk unglingsstúlka hnarreist fram- hjá nokkrum palestínskum sölu- mönnum. Tólf hermenn umkringja hana, vopnaðir M16 rifflum. „Taktu eftir því hvað þau eru öll ung ...“ hvíslar einn Palestínumannanna. „Þetta eru bara krakkar. Þetta eru allt krakkar sem sjá um hernámið, rétt rúmlega 18 ára.“ Inni í verslun mannsins er ærandi hávaði. Tónlist frá Ísrael. „Þú verð- ur að afsaka,“ segir hann og bendir á stóra hátalara hinum megin við götuna. Þeir snúa beint að versl- uninni. „Þeir komu þeim upp til að reyna að flæma okkur í burtu. Spila núna tónlist allan sólarhringinn,“ segir hann hálfráðvilltur. Gaddavír og grunnskóli Við auða götu stendur grunnskóli fyrir palestínsk börn. Nemendurnir Gasa er annað tveggja „hertekinna svæða“ Palestínumanna. Ísrael her- tók það árið 1967. Hitt svæðið er Vesturbakkinn svokallaði – vesturbakki Jórdanárinnar. Það er á þessum tveimur svæðum sem rætt er um að stofna sjálfstætt ríki Palestínu. Slíkt ríki er ekki til í dag. Hvað er Gasa? „Og hvað ætlið þið nú að gera?“ Gasasvæðið Vestur- bakkinn Tel Aviv Ashdod Gasa Egyptaland Jerúsalem 12 mílna landhelgi Ísraels Ísrael Gasa- svæðið „Þetta hlýtur að leiða til tímamóta í samskiptum við Ísrael. Þetta er svo yfirgengilegt.“ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON FJÁRMÁLARÁÐHERRA Hvað var sagt eftir árásina á mánudag? „Frú forseti. Það er fullt tilefni til að taka þetta mál upp hér því að framferði Ísraela nú gengur gjörsamlega fram af manni.“ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ÞÁVERANDI ÞINGMAÐUR Hvað var sagt í Gasa-stríðinu 2008? Flugskóli Íslands – einn af skólum Tækniskólans, heldur bóklegt námskeið til einkaf lugmanns og hefst námskeiðið 7. júní næstkomandi. Kennt er frá kl. 16:30 - 22:00 alla virka daga í 7 vikur. Nánari upplýsingar má f inna á www.f lugskoli.is Bóklegt einkaf lugmannsnámskeið að hefjast www.f lugskoli.is Láttu drauminn rætast EYÐILEGGING Börn á markaðinum í gömlu borginni í Hebron þar sem meiri- hluta verslana var lokað eftir að ísraelskir landtökumenn tóku miðborgina yfir. MYND/SIGRÍÐUR VÍÐIS JÓNSDÓTTIR Sigríður Víðis Jónsdóttir sigridurvidis@yahoo.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.