Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 38
 3. JÚNÍ 2010 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið Anna Kristín Guðnadóttir þreytti sveinspróf í bifreiða- smíði fyrir nokkrum dögum en hún hefur verið nemandi í greininni við Borgarholtsskóla síðustu þrjú árin og rúmlega það. „Jú, ég er fyrsta konan til að út- skrifast úr bifreiðasmíði úr Borgar- holtsskóla og líklega í fyrsta skipti sem kona útskrifast hérlendis yfir- höfuð úr faginu. Að minnsta kosti að því er við best vitum og Hagstof- an hafði ekki upplýsingar um nein- ar aðrar konur úr faginu,“ segir Anna Kristín. Hún starfar, og hefur starfað samhliða náminu, sem bif- reiðasmiður hjá Toyota Kletthálsi. „Þegar ég kláraði stúdentsprófið var ég mikið að spá í framhaldsnám og fékk þá hugmynd í hausinn að það gæti verið sniðugt að læra ein- hverja iðngrein, þar sem ég þyrfti bæði að nota hendurnar og haus- inn. Bílaáhugi hefur alltaf blundað í mér en ég hafði aldrei gert neitt við þann áhuga þegar ég ákvað að skella mér í námið.“ Kristín Anna segist rekja áhugann til föður síns sem starfaði sem löggiltur bifreiða- sali þegar hún var barn og hún var því oft að snattast með honum í kringum bifreiðar. „Námið sjálft var mjög skemmti- legt. Verklegi hluti námsins hefur líklega verið meira en helmingur. Áfangarnir voru teknir fyrir, einn í einu, og að nokkrum vikum lokn- um voru lokapróf strax í greinun- um. Þannig var maður ekki í tíu fögum í einu yfir önnina og fyr- irkomulagið er mjög þægilegt.“ Megin markmið námsins er að gera útskrifuðum bifreiðasmiðum kleift að gegna störfum við uppbyggingu og viðgerðir burðarvirkja og yfir- bygginga allra helstu gerða öku- tækja og eftirvagna. Náminu lýkur með sveinsprófi sem veitir rétt til starfa í iðngreininni og gildir einn- ig sem inngöngumiði í nám til iðn- meistaraprófs. „Við lærum að log- og rafsjóða, bílaréttingar og smíðar og í náminu smíðuðum við nemendurnir meðal annars afturbretti á rútu, ótal sílóa á bíla og sveinsstykkið var legu- bekkur á hjólum sem notaður er til að renna undir bíla fyrir viðgerð- ir. Bekknum er svo líka hægt að breyta í stól. Bekkurinn gilti þrjá- tíu prósent af sveinsprófinu og svo þurftum við einnig að rétta hurð, mæla bíl í réttingarbekk, ljósa- stilla, sjóða brotinn stuðara og ým- islegt.“ Í frítíma dundar Anna Krist- ín sér við að gera upp Volkswagen Golf, árgerð 1985, blæjuútgáfu. „Ég fann bílinn tjónaðan og það eru að- eins til fjórar svona týpur á land- inu. Það má segja að allur aukatími fari í að huga að honum og hann er rétt í þessu að verða tilbúinn. Ann- ars er ég allan daginn í drauma- starfinu, maður er frjáls og getur lagt allan sinn metnað í að gera hlutina vel. Nei, þetta er sjaldnast líkamlega erfitt. En maður þarf að vera mjög þolinmóður, smámuna- samur og hafa smá fullkomnunar- áráttu.“ - jma Áhuginn kviknaði í æsku Anna Kristín Guðnadóttir er nýútskrifuð með sveinspróf í bifreiðasmíði. Hún segir að í starfið þurfi þolinmæði og nákvæmni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Umsóknarfrestur um háskólanám á haustönn er alveg að renna út víðast hvar ef hann er ekki þegar liðinn. Þótt nemendur séu nýsloppn- ir út í sumarið verða þeir að huga að áframhaldandi námi ef það er á dagskrá í haust því tíma- takmarkanir eru á um- sóknum. Þeir sem hyggja á nám í framhalds- skólum lands- ins í haust hafa væntanlega þegar sótt um en hafa frest til 11. júní t i l a ð breyta þeim umsóknum. Iðnskólinn í Hafnarfirði hefur lokað fyrir um- sóknir, samkvæmt sinni heima- síðu en Tækniskólinn (tskoli.is) tekur enn við umsóknum í dreifn- ám (áður kvöld- og fjarnám) og Meistaraskólann. Í Háskóla Íslands (hi.is) og Háskólanum á Akureyri (unak.is) er umsóknarfrest- ur um grunnnám til 5. júní, í Keili (keilir. net) til 7. júní og Bif- röst (bifrost.is) til 15. júní. Listaháskólinn, Háskólinn á Hólum, og Háskólinn í Reykjavík hafa þegar lokað fyrir umsóknir. - gun Frestur að renna út Hrafnseyri, Háskólasetur Vest- fjarða og Fræðslumiðstöð Vest- fjarða bjóða upp á helgarnámskeið í strand- og menningarferðamennsku á Hrafnseyri helgina 11 til 13. júní. „Ég mun fjalla um menningar- ferðamennsku. Hrafnseyri og safn Jóns Sigurðssonar verður tekið sem dæmi um menningar- ferðamennsku,“ segir Valdimar Jón Halldórsson staðarhaldari á Hrafnseyri og fyrirlesari á laug- ardeginum. „Síðan verða menn kynntir fyrir þróun félagsfræði- legra rannsókna í ferðamennsku undanfarna áratugi og helstu áherslum fræðimanna á þessu sviði í dag. Að endingu verður fjallað um hvernig ferðamennsk- an tengist sífellt meira sjálfsmynd fólks.“ Eftir að fyrirlestrum lýkur á laugardeginum verður farið í bát til Bíldudals þar sem Skrímslasafnið verður skoðað. Á sunnudaginn mun Marc L. Mill- er prófessor frá Washington-háskóla fjalla um strandferðamennsku. „Og þau tækifæri sem strandsvæði bjóða ferðafólki, bæði hvað varðar nátt- úru og menningu.“ Námskeiðið er kennt bæði á ís- lensku og ensku en það gefur 2 ECT háskólaeiningar. - mmf Erlendur fyrirlesari í sumarháskólanum Námskeiðið er haldið á Hrafnseyri helgina 11. til 13. júní. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ●SKÓLABÚÐIR Í SVEITINNI Skólabúðir hafa verið starfræktar í Kiðagili í Bárðardal frá árinu 2003. Tekið er á móti hópum grunnskóla- barna og boðið upp á margvíslega pakka, sérsniðna að hópunum eftir aldri og þörfum. Hóparnir gista í Kiðagili og fá að kynnast lífi og störfum í sveitinni. Meðal þess sem boðið er upp á í skólabúðunum er vinna með handverk og hverfandi starfshætti en þar fá nemendur meðal annars að kynnast ullarþæfingu og jurtalitun. Einnig fara hóparnir í heimsókn á bóndabæi og kynnast hefðbundnum sveitastörfum, kynnast heimaraf- stöðvum og stuttmyndagerð svo eitthvað sé nefnt. Nánar má kynna sér dagskrá skólabúðanna á heimasíðunni www. kidagil.is Fræðslunámskeið með Sirrý í Heilsuborg í kvöld 3. júní, kl. 19.30. „Fylltu á tankinn í sumar“ Sirrý er félags- og fjölmiðlafræðingur og hefur áralanga og farsæla reynslu af námskeiðahaldi í samskiptafærni Fyrirlestur, vinnustofa, léttar veitingar, frír vikupassi og happdrættisvinningar! Síðast var uppselt. Aðeins 40 manns komast að í þetta skipti. Verð aðeins kr. 2.500.- Skráðu þig núna í síma 560 1010 eða á heilsuborg@heilsuborg.is ● FUNDAÐ Í GRÍMSNESI Í Sesseljuhúsi að Sólheimum í Grímsnesi verða haldnir fræðslu- fundir í allt sumar. Sérfræðing- ar á ýmsum sviðum sem tengj- ast umhverfismálum munu fræða almenning. Sérfræðing- arnir munu flytja stutt erindi en svo verður farið út og jurtir, fuglar og landslag skoðað. Fyrsti fræðslufundurinn er á laugar- dag klukkan eitt en þá mun Benedikta Jónsdóttir fjalla um það hvernig sniðganga megi kemísk efni í umhverfinu. Nánari upplýsingar um fræðslufundina má finna á www.sesseljuhus.is Fræðslufundirnir verða haldnir um helgar í sumar og hefjast þeir klukkan eitt. Farið er með krakkana í heimsókn á bóndabæi í Bárðardal. MYND/KIDAGIL.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.