Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 4
4 3. júní 2010 FIMMTUDAGUR Fjáröflunarveisla sem haldin verður til styrktar þeim íbúum Suðurlands sem farið hafa illa út úr eldgosinu í Eyjafjallajökli verður haldin 12. júní á Vocal Restaurant, Flughótel, í Reykja- nesbæ, en ekki 5. júní eins og sagt var í blaðinu í gær. LEIÐRÉTTING VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 26° 23° 21° 18° 23° 13° 17° 17° 24° 24° 25° 31° 33° 21° 23° 19° 19°Á MORGUN 8-13 m/s syðst annars heldur hægari. LAUGARDAGUR Fremur hæg SA-átt syðra annars hæg breytileg. 512 13 13 13 14 10 10 16 5 14 15 13 7 3 2 2 2 4 2 5 5 14 16 14 16 16 14 14 14 16 18 VEÐURBLÍÐA Litlar breytingar á veðr- inu fram yfi r helgi og því áframhald- andi veðurblíða á landinu. Hins vegar verður skýjað og líkur á úrkomu sunnanlands um helgina en það væri óskandi að það myndi rigna á þeim svæðum þar sem aska hefur safnast fyrir. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður BRETLAND, AP Bretar eru slegnir eftir að 52 ára leigubílstjóri, sem þótti hæglátur og vingjarnleg- ur, ók bifreið sinni um lítil þorp og sveitir Norðvestur-Englands í gær, myrti tólf manns og særði 25 áður en hann beindi byssunni að sjálfum sér og svipti sig lífi. Lík leigubílstjórans, sem hét Derrick Bird, fannst í skóglendi skammt frá bænum Boot. Tvær byssur fundust hjá líkinu. Þrír hinna særðu voru í gær sagðir í lífshættu, en fimm aðrir eru alvarlega særðir. Óljóst var í gær hvort Bird hafði valið fórnarlömb sín af handahófi eða hvort hann hafi leitað uppi fólk sem honum var í nöp við. Fréttir bárust af því að hann hefði rifist heiftarlega við aðra leigubílstjóra kvöldið áður en hann framdi morðin. Starfsfélagar hans og kunn- ingjar segja hann alls ekki hafa þótt lík- legan til slíkra verka. Hann hafi verið léttur í lundu, tveggja barna faðir, fráskilinn og nýorðinn afi í fyrsta sinn. Peter Leder, leigubílstjóri sem þekkti Bird, sagðist hafa hitt hann á þriðjudag og þá hafi ekkert virst óeðlilegt. Hins vegar hafi sér þótt kveðjuorð Birds einkennileg: „Sjáumst seinna, Peter, en ég sé þig reyndar ekki aftur,“ á Bird að hafa sagt. Fyrstu fréttir af morðunum bár- ust frá sjávarþorpinu Whitehaven, þar sem meðal annars tveir leigu- bílstjórar lágu í valnum, en annar þeirra var góður vinur Birds. Vitni sögðust hafa séð mann aka um bæinn og skjóta á fólk út um glugga bifreiðarinnar. Lögregla hvatti íbúa til að halda sig innan- dyra meðan morðingjans væri leitað. Bird skildi einnig eftir sig látna í Seascale og Egremont, skammt frá Whitehaven, og í Gosforth þar sem bóndasonur varð fyrir skoti úti á akri og lét lífið samstundis. Verkamönnum í kjarnorkuver- inu Sellafield, sem er skammt frá, var sagt að halda sig inni við meðan byssumaðurinn væri ófundinn. Stuart Hyde, yfirmaður í lög- reglunni, sagði leigubílstjórann hafa látið til skarar skríða á alls þrjátíu stöðum. Skotvopnaeign lýtur ströngum reglum í Bretlandi, en þær voru hertar eftir tvö fjöldamorð á síð- ustu tveimur áratugum síðustu aldar. Fyrri morðin voru framin í bænum Hungerford árið 1987 þegar maður að nafni Michael Ryan varð sextán manns að bana. Seinni morðin framdi Thomas Hamilton í grunnskóla í Dun- blane á Skotlandi árið 1996, þar sem hann myrti sextán börn og einn kennara. gudsteinn@frettabladid.is Skaut fólk út um bílglugga Leigubílstjórinn Derrick Bird varð tólf manns að bana og særði 25 áður en hann svipti sig lífi. Starfsfélagar hans og kunningjar eru furðu lostnir. Hóf daginn á að skjóta tvo starfsfélaga sína í þorpinu Whitewater. DERRICK BIRD Leigubílstjórinn sem gerðist morð- ingi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLA STÓÐ VÖRÐ UM LÍKIN Lík margra fórnarlamba Birds lágu lengi á morðstað, hulin ábreiðum af ýmsu tagi, þangað til fáliðað starfsfólk réttarmeinadeilda á svæðinu kom því við að rannsaka vegsummerki. FRÉTTABLAÐIÐ/AP JAPAN, AP Yukio Hatoyama, forsæt- isráðherra Japans, sagði af sér í gær eftir aðeins átta mánaða setu í embættinu. Afsögn hans gæti lamað japönsk stjórnmál eða leitt til stjórnar- skipta. Ástæður afsagnarinnar sagði hann bæði fjármögnunarhneyksli og umdeilda ákvörðun sína um að leyfa bandaríska hernum að vera áfram með herstöð á Okinawa, þvert ofan í loforð sín í kosninga- baráttunni. Hann viðurkenndi að hann hefði glatað trausti þjóðarinnar. - gb Japönsk stjórnmál í uppnámi: Hatoyama segir af sér embætti YUKIO HATOYAMA LYFJAMÁL Lyfjasala og lyfjakostn- aður jókst á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, miðað við sama tíma- bil í fyrra, að því er fram kemur á heimasíðu Lyfjastofnunar. Heildarlyfjakostnaður á fyrsta ársfjórðungi 2010 var tæpir 6,6 milljarðar króna en var árið 2009 rúmir 6,4 milljarðar. Hækkunin nemur um 2,7 prósentum. Mestu fé vörðu Íslendingar í tauga- og geðlyf, eða 1,9 milljörð- um, sem er 28,3 prósent af heild- arlyfjakostnaði fyrsta ársfjórð- ungs. - jss Aukin lyfjasala: Mestu fé varið í tauga- og geðlyf SVEITARSTJÓRNIR Viðræður fulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar um myndun meirihluta í borgar- stjórn Reykjavíkur héldu áfram í gær. Ágætur gangur mun vera í viðræðunum en menn segjast þó ætla að fara sér í engu óðslega. „Ef það brjótast út slagsmál á fundi þá lofum við að setja mynd- ir af því á heimasíðu flokksins,“ sagði Óttarr Proppé, þriðji maður á lista Besta flokksins, aðspurð- ur um gang mála. Í gærkvöld var fundur almennra félagsmanna í Samfylkingunni þar sem úrslit kosninganna og hugsanlegt sam- starf við Besta flokkinn var rætt. Í Kópavogi settust fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna, Næst besta flokksins og Kópa- vogslistans á kvöldfund eftir matarhlé. Fyrir þann fund sagð- ist Hjálmar Hjálmarsson, fulltrúi Næstbesta flokksins, búast við að tekið yrði hlé um helgina svo bæjar fulltrúunum gæfist kostur á að kynna drög að málaefnasamn- ingi fyrir sínu fólki. Svipaða sögu er að segja úr Hafnarfirði þótt þar virðist full- trúar Samfylkingar og Vinstri grænna vera heldur lengra komn- ir í myndun meirihluta en í hinum bæjarfélögunum tveimur. - gar Meirihlutaviðræður í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði halda áfram: Enginn asi í stóru bæjarfélögunum JÓN GNARR Oddviti Besta flokksins gaf oddvita Samfylkingarinnar, sjónvarps- þættina The Wire á DVD-diskum í gær. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /D A N ÍEL Hresst upp á Brooklynbrú Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, og Joe Biden, varaforseti Banda- ríkjanna, kynntu í gær fjögurra ára áætlun um að hressa verulega upp á útlit Brooklynbrúarinnar sögufrægu. Gert er ráð fyrir að endurnýjun brúar- innar kosti 500 milljónir dala. BANDARÍKIN Chavez í stríð Hugo Chavez, forseti Venesúela, segist kominn í stríð við viðskiptaráð landsins og hótar því meðal annars að þjóðnýta Empresas Polar, stærsta matvælaframleiðslufyrirtæki landsins. Þrjátíu prósent verðbólga og dýpk- andi kreppa hrjáir nú landsmenn. VENESÚELA AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 02.06.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 212,3634 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,76 128,36 187,34 188,26 156,12 157,00 20,981 21,103 19,676 19,792 16,318 16,414 1,3887 1,3969 187,15 188,27 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Smellugas Skiptu yfir í nýtt og einfaldara kerfi Nýr þrýstijafnari, þér að kostnaðarlausu og við tökum gamla kútinn upp í. smellugas.is 25% afsl áttu r af inn ihal di
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.