Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 62
42 3. júní 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is > ZELLWEGER Í PARTÝ-MYND Renée Zellweger hefur fengið hlutverk í kvikmyndinni Pilage sem er byggð á samnefndri skáldsögu Brantly Martin og segir frá leit fjögurra New York-vina að hinu fullkomna partýi í borginni. Gamanmyndin Get him to the Greek verður frumsýnd um helgina. Myndin er ekki sjálfstætt framhald kvikmyndarinn- ar Forgetting Sarah Marshall, þar sem áhorfendur fengu að kynnast hinni ófor- skömmuðu rokkstjörnu Aldous Snow, þótt Snow sé vissulega miðpunktur myndar- innar. Þar að auki leikur Jonah Hill eld- heitan aðdáanda stjörnunnar eins og í Söruh Marshall-myndinni þótt þær tvær persónur hans eigi annars lítið sameig- inlegt. En án þess að flækja hlutina um of segir Get him to the Greek frá Aaroni Green, lærlingi hjá plötufyrirtæki, sem er fenginn til að fylgja hinni óútreiknan- legu rokkstjörnu, Aldous Snow, frá Lond- on til Los Angeles en þar á hann að halda tónleika í Greek-leikhúsinu. Snow þessi er frægur sukkari, þykir fátt jafn gaman og að súpa freyðivín og annað áfengi og á konu í hverri höfn. Verkefni Greens er því síður en svo auðvelt enda þvælist hann um næturlíf stórborganna tveggja með stjórnlausri stjörnu. Fjöldi þekktra tónlistarmanna kemur fram í myndinni, nægir þar að nefna P. Diddy, Lars Ulrich og Christinu Aguilera. Breski brjálæðingurinn Russell Brand hefur hægt og sígandi verið fikra sig upp metorðastigann á alþjóðlegum vettvangi. Brand er hins vegar „heimsfrægur“ í Bretlandi fyrir útvarpsþætti sína, pistla- skrif, uppistandssýningar og ævisögu sem fékk frábæra dóma þegar hún kom út fyrir þremur árum. Hann var langt leiddur heróínfíkill og áfengissjúklingur en hefur sigrast á þeim djöflum. Hann er trúlofaður söngkonunni Katy Perry. Ólátabelgurinn Snow snýr aftur BRJÁLÆÐINGUR Russell Brand leikur rokkstjörn- una Aldous Snow í kvikmyndinni Get him to the Greek þar sem Jonah Hill fer með hlutverk saklauss lærlings. Samkvæmt kvikmyndasíðunni Indie Wire er bandaríski kvikmyndaleik- stjórinn Spike Lee staddur á ham- farasvæðunum á Haítí með tökuliði sínu en landið fór ákaflega illa út úr jarðskjálfta sem reið yfir land- ið í janúar á þessu ári. Lee hyggst gera heimildarmynd um eftirmála skjálftans en hann er nú að leggja lokahönd á aðra heimildarmynd sem fjallar um ekkert síður mann- skæðar náttúruhamfarir, fellibyl- inn Katarínu sem lagði bandarísku borgina New Orleans nánast í rúst. Sú mynd verður frumsýnd á HBO á þessu ári í tilefni af því að fimm ár eru liðin frá harmleiknum. Lee hefur lýst yfir áhyggjum sínum af stöðu Haítí og sagðist ótt- ast að örlögin yrðu svipuð, ef ekki verri og hjá íbúum New Orleans. „Það tók langan tíma að byggja upp New Orleans og hvernig verð- ur þetta þá á Haíti? Um leið og kast- ljós fjölmiðla slokknar er hætt við að íbúarnir verði ansi einmana í alþjóðasamfélaginu.“ Lee á Haítí HUGSJÓNAMAÐUR Spike Lee er að vinna að tveimur heimildarmyndum: um fellibylinn Katarinu og jarðskjálftann á Haítí. Cameron Diaz segist hafa hrifist af áhættuleikarahæfileikum Tom Cruise þegar þau léku saman í kvik- myndinni Knight & Day. „Hann er sennilega sá besti sem ég hef séð,“ sagði Diaz við blaðamenn en mynd- in verður frumsýnd í lok þessa mán- aðar. Sérstaklega segist hún hafa heillast af Cruise þegar hann stökk milli bíla á ferð og hoppaði yfir á húsþök. „Tom er alveg ótrúlegur, hann er eins og atvinnu- áhættuleikari. Ef hann væri ekki kvikmynda- stjarna þá væri hann sennilega besti áhættu- leikari heims. Ég horfði á hann fram- kvæma sum áhættuat- riðin og öskraði bara eins og smástelpa.“ Heilluð af Cruise HEILLUÐ Cameron Diaz var heilluð af Tom Cruise. Bandaríski leikarinn Brad Pitt heldur áfram að tryggja sér kvik- myndarétt að forvitnilegum bókum í gegnum kvikmyndafyr- irtæki sitt Plan B., sem hann átti reyndar með fyrrverandi eigin- konu sinni, Jennifer Aniston. Pitt hefur nú keypt kvikmynda- réttinn að bókinni The Imperfectionist eftir blaðamanninn Tom Rachman sem New York Times lýsti sem samblöndu af bók Eve- lyn Waugh, Scoop, og Fear and Loathing in Las Vegas eftir Hunt- er S. Thompson. Pitt hefur verið öfl- ugur á þessum mark- aði í gegnum Plan B og keypti nýverið bók- ina Fortress of Solitude eftir Jonathan Lethem sem vakti mikla athygli. Alfonso Gomez Rejon sem gerði Babel með Pitt og Cate Blanchett í aðalhlutverk- um, mun leikstýra myndinni eftir þeirri bók og skrifa handrit- ið. Hins vegar er ekki ákveð- ið hvenær verður ráðist í framleiðslu The Imperfect- ionist sem segir frá skraut- legu starfsfólki fréttaveitu á Ítalíu sem lendir í miklum ógöngum. Pitt mun hins vegar ekki falast eftir hlutverki í myndinni en hann verður næst hægt að sjá í kvikmyndinni The Tree of Life eftir Terence Malick þar sem hann leikur á móti Sean Penn. Pitt kaupir bók ÖFLUGUR Pitt hefur keypt kvikmyndaréttinn að bókinni The Imperfectionist eftir Tom Rachman. Önnur kvikmyndin um Carrie Bradshaw og vin- konur hennar á Manhattan- eyju verður frumsýnd um helgina. Að þessu sinni er sögusviðið þó ekki New York heldur Abu Dhabi. Beðmál í borginni 2 eins og Sex and the City II er væntanlega kölluð á íslensku tekur upp þráð- inn tveimur árum eftir að Carrie Bradshaw gekk að eiga Mr. Big, manninn sem henni var alltaf ætlað að vera með. En ekki er allt sem sýnist; Mr. Big tekur sófa- lífið fram yfir veisluhöld á Man- hattan og þykir fátt jafngott og að horfa á gamla mynd með heims- endum mat. Líf sem Carrie hvorki er vön né þráir enda partýpinni af bestu gerð. Engin lognmolla ríkir heldur í lífi vinkvenna henn- ar þriggja, Charlotte er að berjast við dætur sínar tvær og hræðsl- una um að eiginmaðurinn stingi af með barnfóstrunni. Miranda neyðist til að þola yfirmann sem hún telur að þoli ekki að hafa gáf- aða, valdamikla og sterka konu í vinnu hjá sér. Ævintýrin elta hins vegar Samönthu sem hefur feng- ið nýtt verkefni; að fara í ókeypis ferð til Abu Dhabi. Grámyglulegur hversdagsleiki hjónabands, barna- uppeldis og togstreitu á vinnustað verður þar víðsfjarri; einung- is hinar fjórar fræknu, tískuföt, drykkir og forboðnir ávextir í öllum sínum myndum. Sex and the City er að sjálfsögðu byggð á persónum úr samnefndum sjónvarpsþáttum. Fyrsta mynd- in sló rækilega í gegn, var frum- sýnd í yfir þrjú þúsund bíóhúsum og halaði inn rúma 3 milljarða á fyrsta sýningardegi í Bandaríkj- unum og Kanada. Myndinni tókst að greiða niður allan framleiðslu- kostnað á aðeins þremur dögum og aðdáendur þáttanna voru almennt sáttir. Kvikmyndagagnrýnendur voru þó ekki hrifnir, rottentom- atoes gaf henni einungis 49% og kvikmyndavefurinn The Internet Movie Database 5,4 af tíu. Stuðn- ingsmenn Carrie og vinkvenna voru þó fljótir að taka upp hansk- ann fyrir sínar konur, Sex and the City snúist ekki söguþráð, óvæntar fléttur eða djúpa persónusköpun heldur sé þetta meira eins og hitta gamla vini, skoða glæsilegar tísku- flíkur og flissa yfir sögum af kyn- lífi, körlum og sambönd. Sex and the City þættirnir og myndirnar hafa síðasta áratuginn verið svokallaður „trendsetter“ eða tískufyrirmynd fyrir konur um allan heim. Aðalpersónan Carrie er auðvitað háð tískufötum og eyðir flestum sínum peningum í skó og kjóla. Og aðdáendur hafa tileinkað sér stíl hennar í gegnum tíðina. Leikkonan Cynthia Nixon, sem leikur Miröndu, sagði í við- tali að fötin í þáttunum væri eins og ein persóna myndarinnar. Þau hjálpuðu til við að gera þetta að veruleika. Hvort Carrie Bradshaw hefði haft jafnmikil áhrif á kven- fólk um allan heim ef hún hefði setið í flíspeysu og crocs-skóm með kokkteil í hendi verður að teljast fremur ólíklegt enda eyddu framleiðendur Sex and the City 2 rúmum milljarði íslenskra króna í tískuflíkur fyrir persónurnar. Það er meira en áratugur síðan Beðmál í borginni fór í loft- ið í fyrsta sinn. Einu sinni í viku settust konur á öllum aldri, úr öllum stéttum, alls staðar að úr heiminum fyrir framan sjónvarp- ið með stjörnurnar í augunum á meðan þær fylgdust með ævin- týrum vinkvennanna. Carrie, Samantha, Miranda og Charlotte virðast enn hafa mikið aðdráttar- afl því vinkonuhópar eru að hópa sig saman til að skipuleggja hina fullkomnu bíóferð. Þessum hópi er slétt sama þótt langskólagengnum kvikmyndagagnrýnendum sé í nöp við afrakasturinn því Sex and the City snýst ekki um hið hefðbundna kvikmyndaform. freyrgigja@frettabladid.is ENDURKOMA CARRIE ÁHRIFAMIKLAR Carrie Bradshaw, Miranda, Charlotte og Samantha hafa haft mikil áhrif á hugmyndir kvenna um tískustraumana. Og kannski ekkert síður að konur yfir þrítugu þurfi ekkert endilega að vera múlbundnar í hjónabandi heldur geti skemmt sér konunglega. Opnunartími: Mán-Fös. kl: 10-18 Laug-Sun. kl: 12-16 Fossháls 5-7 110 Reykjavík Sími 551 5600 Fax 551 5601 utilegumadurinn.is Eximo 2010 hjólhýsi á einstöku verði ! • Létt og meðfærileg hús, auðveld í drætti. • Mjög gott verð. • Sterklega smíðuð hús. • Falleg hönnun. • 91 Lítra ísskápur. • Gasmiðstöð m/ Ultra heat ( rafm. hitun ) • Litaðar rúður • 12 og 220 Volta rafkerfi. Eximo 520L Hjólhýsi Eximo 460 Hjólhýsi Verð: 2.550.000krVerð: 2.698.000krVerð: 2.698.000kr Lengd: 5,03 m Breidd: 2,30 m Þyngd: 1050 kg Svefnpláss fyrir 5 (kojuhús) Lengd: 5,03 m Breidd: 2,30 m Þyngd: 1050 kg Svefnpláss fyrir 4 Lengd: 4,57 m Breidd: 2,30 m Þyngd: 1000 kg Svefnpláss fyrir 4 Frábær kaup Eximo 520B Hjólhýsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.