Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 74
54 3. júní 2010 FIMMTUDAGUR Grýlan í Vestmannaeyjum Nú er svo komið að golfvöllurinn í Vestmannaeyjum hefur öðlast sér- stakan sess á meðal íslenskra kylf- inga. Þar er alræmdustu golfholu landsins að finna; um það geta alla- vega tveir Íslandsmeistarar vitnað og hundruð áhugakylfinga. Flugfélags Íslands-mótið, fyrsta stigamót GSÍ í Eimskipsmótaröð- inni, var haldið um helgina í blíð- skaparveðri. Sigurvegari í karla- flokki var Björgvin Sigurbergsson sem vann Kristján Þór Einarsson í bráðabana. Þegar þrjár holur af 36 voru óleiknar virtist hins vegar ekk- ert geta komið í veg fyrir að Íslandsmeistarinn Ólafur B. Loftsson myndi tryggja sér öruggan sigur, en hann hafði leikið vel allt mótið og leiddi með tveimur höggum. „Þetta er auðvitað ekkert nýtt. Þessi hola hefur áður reynst örlagavaldur,“ segir Ólafur sem sló þremur boltum út af velli í röð, spilaði holuna á ellefu höggum og missti af sigri. „Ég var búinn að spila mjög vel þegar kom að þeirri sextándu en var búinn að missa stutt pútt á holunum á undan. Strákarnir voru að sækja að mér og ég ákvað því að spila djarft með því að slá yfir sjóinn.“ Ólafur segir málið einfalt. Tvö misheppnuð högg á versta tíma. „Úr því sem var komið gat ég alveg reynt við þriðja bolt- ann og það gekk ekki held- ur. Þá tók ég 3-tré og spil- aði honum á pari. Svona er íþróttin.“ Á Íslandsmótinu í högg- leik árið 2008 stefndi allt í öruggan sigur Heiðars Dav- íðs Bragasonar sem hafði þriggja högga forskot á Björgvin Sigurbergsson þegar kom að 16. hol- unni. Heiðar sendi, líkt og Ólafur, þrjá fyrstu boltana í sjóinn. Spilaði þann fjórða á pari og endaði á ellefu. Björg- vin sprengdi líka og fór á átta höggum. Kristján Þór tryggði sér Íslands- meistaratitilinn eftir þriggja manna umspil og bráðabana gegn Heiðari. Ólafur segir að taugarnar hafi ekki átt neinn þátt í ævintýri helg- arinnar. Blaðamaður trúir því eftir að hafa séð Ólaf tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með hreint ótrúlegum hætti í fyrra. Eins og menn muna vann hann upp fimm högga forystu Stefáns Más Stef- ánssonar á lokaholunum í Grafar- holtinu og átti þar eina ótrúlegustu endurkomu íslenskrar golfsögu. Flestir höfðu nefnilega afskrifað hann á 15. holu eftir sárgrætileg mistök. „Já, ég þekki þetta frá báðum hliðum,“ segir Ólafur sem viður- kennir að andinn í hópnum hafi verið skrítinn á meðan hringur- inn var kláraður. Hann hafði það á orði að tap KR gegn Selfoss hafi verið mun verra þegar félagar hans reyndu að stappa í hann stál- inu. Næsta verkefni hjá Ólafi er Opna breska áhugamannamótið í golfi í Skotlandi. „Ég stefni á sigur. Annað eins hefur nú gerst,“ segir Ólafur. Sigurvegarinn fær þátttökuheimild á Opna breska meistaramótinu að launum. svavar@frettabladid.is HEIÐAR DAVÍÐ BRAGASON Hann gott sem tapaði Íslands- meistaratitlinum á 16. holu árið 2007. golfogveidi@frettabladid.is Vegleg og aukin íþróttaumfjöllun í Fréttablaðinu mánudaga Íþróttahelgin gerð upp í Fréttablaðinu Erfiða holan 63 1 3 tré 200m 2 6 Járn 160 m 2 SW 80 m Driver 250m 3 tré 210m 2 1 ■ Djarfa leiðin ■ örugga leiðin FLABLALD Issi blaorti onsequi te modolorer irit adio erosto con vullaor- em eugiamc onsequat, vullaorper sed et irit wismolenit wis eugiat. An utem iri Lengd: 463 m (af gulum teig) Forgjöf: Skráð ellefta erfi ðasta hola vallarins Vestmannaeyjavöllur 16. hola Par: 5 Ragnhildur Sigurðardóttir á vallarmetið í kvennaflokki á Vestmannaeyjavelli, 68 högg. 68 Helgi Dan Steinsson á vallarmetið í karlaflokki á sama velli (af hvítum teigum), 63 högg. Mikill örlagavaldur. Löng og snúin hundslöpp til vinstri. Til vinstri er hafið en til hægri eru háir grashólar. Hægra megin við braut er búið að raða fjórum glompum. Hér er vatn fyrir framan flötina þannig að þú verður að vanda mjög höggið yfir klettinn. Mikið landslag á flötinni. „Þetta er braut sem hefur oft rassskellt mig,“ segir Þorsteinn Hallgrímsson golfkennari sem er uppal- inn Eyjamaður og þekkir því sextándu hol- una á Grýluvelli vel. „Þér þarf að líða vel þegar þú kemur á teig því það er erfitt að standa þar með driver í hönd, Atl- antshafið vinstra megin og vall- armörk hægra megin.“ Þorsteinn segir tvær leiðir til að spila holuna. „Önnur leiðin er að spila djarft og reyna við flöt í tveimur höggum. Þá áttu mögu- leika á erni og ef allt gengur upp færðu öruggan fugl. Hin leiðin er að taka brautartré eða blending af teig. Leggja síðan upp fyrir framan tjörnina með áttu eða sexu og þá áttu um 60-80 metra eftir að teig. Þetta fer þó allt eftir aðstæðum og ef þú ætlar að spila djarft þarftu að standa og falla með þeirri ákvörðun.“ ÞORSTEINN HALL- GRÍMSSON Um helgina var 16. holan á Vestmannaeyjavelli fest kirfilega í sessi sem al- ræmdasta golfhola á Íslandi. Ólafur B. Loftsson, Íslandsmeistari í golfi, lék þá holuna á ellefu höggum og kastaði frá sér sigrinum á fyrsta stigamóti GSÍ í sum- ar. Þar endurtók sig atburðarás frá Íslandsmótinu 2008 af ótrúlegri nákvæmni. Þú átt teig! ■ Þegar Heiðar lék holuna á ellefu höggum á Íslandsmótinu 2007 var rigning og rok. ■ Þegar Ólafur lenti í sínum hremm- ingum um helgina var sól og blíða. ■ Það má setja spurningarmerki við það að samkvæmt vallarmati eru tíu holur á vellinum erfiðari en 16. holan. Séð af 16. teig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.