Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 78
58 3. júní 2010 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. sælgæti, 6. holskrúfa, 8. mjöl, 9. upphrópun, 11. gelt, 12. skopleikrit, 14. mjaka, 16. frá, 17. til viðbótar, 18. fugl, 20. tveir eins, 21. einsöngur. LÓÐRÉTT 1. teikning af ferli, 3. kringum, 4. gróðahyggja, 5. skáhalli, 7. ósjófær, 10. kk nafn, 13. gerast, 15. sál, 16. temja, 19. ætíð. LAUSN LÁRÉTT: 2. buff, 6. ró, 8. mél, 9. aha, 11. gá, 12. farsi, 14. fikra, 16. af, 17. enn, 18. gæs, 20. dd, 21. aría. LÓÐRÉTT: 1. graf, 3. um, 4. fégirnd, 5. flá, 7. óhaffær, 10. ari, 13. ske, 15. andi, 16. aga, 19. sí. MORGUNMATURINN „Það er nú ekki spennandi. Hafragrautur og vatn handa mér.“ Berglind Íris Hansdóttir, markvörður Vals og Íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. „Við erum að kveðja fjölskyldu og annað hér. Það þarf pínu kjark í að stökkva svona út og skilja allt stuðningsnetið eftir,“ segir jóga- kennarinn Guðjón Bergmann sem flytur til Austin í Texas 1. júlí ásamt fjölskyldu sinni. „En við höfum plumað okkur ágæt- lega sjálf án aðstoðar frá öðrum í langan tíma. Það byggir upp sjálfs- traustið að geta gert það annars staðar í heiminum líka.“ Guðjón sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem hann sagðist ætla að flytja af landi brott með fjölskyldu sinni til frambúðar. Eiginkona hans, Jóhanna Bóel, á fjölskyldu í Texas og þar mun hún starfa við alþjóðaviðskipti og markaðsfræði. Þau dvöldu í borginni allt síðasta haust þar sem Jóhanna var í skiptinámi og kynntust þá borginni af eigin raun. Sjálfur ætlar Guðjón að einbeita sér að bókaskrifum og láta nám- skeiðahald alveg eiga sig. Hann segist vera með drög að hvorki meira né minna en tuttugu bókum á teikniborðinu og hefur þegar skrifað eina á ensku sem nefn- ist Living in the Spirit of Yoga og kemur út í haust. „Ég er búinn að vinna gífurlega mikið síðastliðin fjórtán ár. Ég er búinn að vera með námskeið og fyrirlestra endalaust, rak jógastöð í fimm ár og er búinn að skrifa bækur samhliða því, alls tíu bækur á átta árum,“ segir Guð- jón. „Þetta hefur allt verið gert í hjáverkum og ég hlakka dálítið til að komast í aðstöðu þar sem ég þarf þess ekki lengur.“ Tengdamóðir Guðjóns fædd- ist í Texas og svo skemmtilega vill til að Austin í Texas er ein af uppáhaldsborgum móður Guð- jóns. „Hún hlakkar mikið til að geta komið út og heimsótt okkur,“ segir hann og vill taka skýrt fram að þau séu ekki að flýja ástandið á Íslandi. „Við erum búin að tala um þetta í mörg ár. Eins og frægt er orðið þurfti ég að draga til baka yfirlýsingu um að við værum að fara. Þá var það ekki tímabært en núna þarf ég ekki að draga neitt til baka.“ Í tilefni af ferðalaginu til Bandaríkjanna ætlar Guðjón að halda sitt síðasta helgarnámskeið á Íslandi um helgina. „Þetta verð- ur brot af því besta og alveg mass- íf dagskrá. Þetta verður gaman og ekki síður gott tækifæri fyrir mig að kveðja fólkið.“ freyr@frettabladid.is GUÐJÓN BERGMANN: ÞARF PÍNU KJARK Í AÐ STÖKKVA SVONA ÚT Einbeitir sér að ritstörfum í borginni Austin í Texas FJÖLSKYLDA TIL TEXAS Guðjón og Jóhanna ásamt börnunum sínum tveimur, hinum átta ára Daníel og hinni tveggja ára Hönnu Laufey. Þau flytja til Texas 1. júlí. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Meðlimir hljómsveitarinnar Steed Lord hafa verið búsettir í Los Ang- eles frá því í ágúst í fyrra og að sögn söngkonunnar Svölu Björgvinsdótt- ur eru þau búin að koma sér vel fyrir í borginni, en þau hyggjast dvelja þar um óákveðinn tíma. „Það gengur svakalega vel hjá okkur. Við erum búin að búin að gera okkur fallegt heimili hérna í Los Angeles og erum að vinna við það sem við elskum að gera og almennt er maður bara mjög hamingjusam- ur,“ segir Svala. Hljómsveitin hefur unnið ötullega að tónlist sinni und- anfarið ár og von er á nýrri stutt- skífu frá þeim í sumar. Steed Lord gerði einnig nýverið samning við bókunarfyrirtækið AM ONLY sem sérhæfir sig í bókunum á raftónlist- armönnum og er eitt hið stærsta á sínu sviði í Bandaríkjunum. „Við ætlum að halda áfram að túra um Bandaríkin, Evrópu og Asíu á næstunni. Við túruðum meðal ann- ars með tónlistarkonunni Peaches um vesturströnd Bandaríkjanna fyrir jól og tókum svo sjálf túr um Bandaríkin og Evrópu eftir það. Síðan erum við að fara hanna boli og heyrnartól fyrir sænska fatamerkið WESC fyrir 2011 línuna þeirra sem er rosa gaman. Við höfum verið að vinna með þeim síðustu þrjú árin og tekið þátt í flestum auglýsinga- herferðum þeirra síðan þá og það er mjög gaman,“ segir Svala. Nokkrar breytingar hafa einnig orðið innan hljómsveitarinnar því meðlimir hennar eru nú aðeins þrír talsins ólíkt því sem áður var. „Steed Lord er núna þriggja manna hljóm- sveit. Elli er ekki lengur í bandinu, hann býr í London og vildi einbeita sér meira að grafískri hönnun og er líklega að fara í nám þar í borg,“ segir Svala að lokum. - sm Fækkar í röðum Steed Lord SÁTT Í LA Hljómsveitin Steed Lord, sem er nú orðin þriggja manna hljómsveit, er sátt við lífið í borg Englanna. MYND/ÚR EINKASAFNI Íslenskt grín er í mikilli uppsveiflu þessa dagana og mikil endurnýjun í gangi. Grínhópurinn Synir Jesú er frekar nýr af nálinni og hefur birt atriði á vef Morgun- blaðsins undanfarið í samstarfi við vikuritið Monitor. Í nýjasta atriðinu fá þeir hjálp frá gömlum grínista, engum öðrum en Davíð Oddssyni, ritstjóra Morgun- blaðsins. Hann stelur að sjálfsögðu senunni í atriðinu þrátt fyrir að honum bregði aðeins fyrir í stutta stund. Nú er spurning hvort spútnikstjarn- an í íslensku gríni, Mosfellingurinn Steindi Jr., nagi sig ekki í handar- bökin því í vor hafnaði Davíð því að koma fram í þætti Steinda á Stöð 2 … Það er reyndar spurning hvor þeirra nagar sig í handabökin. Þáttur Steinda hefur nefnilega slegið í gegn og þá sérstaklega lögin sem enda hvern þátt. Nú heyrist að Steindi íhugi að gefa lögin út einhvern daginn sem yrði vafalaust kærkomið fyrir aðdá- endur kappans sem furðar sig á því að vera allt í einu orðinn vinsæll tónlistarmaður. Talandi um grínista þá hefur leikritið Klæði eftir Berg Ebba í leikstjórn Dóra DNA lagst vel í leik- húsgesti Norðurpólsins. Fullt var á lokasýningunni á þriðjudagskvöld, en á meðal gesta var Árni Vilhjálms- son, söngvari í FM Belfast, sem hefur einmitt flutt grín á sviði með Bergi og Dóra í hjáverkum. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég er fullkomlega vanmáttugur og þetta er mikil upplausn. Ég þarf að skoða minn hug,“ segir leikstjórinn og leikarinn Benedikt Erlingsson. Leikskáldið Jón Atli Jónasson, hefur neitað að taka við tilnefningum fyrir Grímuna, íslensku leiklistarverðlaunin, vegna þess að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er verndari verðlaunanna. Hann hvetur aðra í stéttinni til að sniðganga Grímuna í ár. Líklegt þykir að Benedikt Erlingsson sé einn þeirra leikara sem verða tilnefndir á föstudaginn. Hann segist ekki vera búinn að ákveða afstöðu sína til máls- ins. „Þetta er stór og mikill gjörningur sem Jón Atli hefur sett af stað,“ segir Benedikt. „Þessi gjörningur krefur mann til að taka afstöðu til forsetans og þeirrar hugmyndafræði sem hann predikaði um Ofuríslendinginn. Ég get ekki á þessari stundu sagt hver mín viðbrögð eru.“ Benedikt segir alla þurfa að taka ábyrgð á samfélagi okkar og þeim gildum sem fólk vill standa fyrir. „Ég held að ég tali fyrir marga þegar ég segi að það er ekki hlaupið að því að taka afstöðu til þessa máls,“ segir hann. Leikurum þykir ekki leiðinlegt að taka við verðlaunum. Gerir það ákvörðunina erf- iðari? „Það er hræðilegt að fá ekki að taka við verðlaununum sínum. Þú ferð ekki nær inn í nærbræk- urnar á listamanni en að taka af honum verðlaunin. Það er verra en að klæða hann úr nærbrókunum,“ segir Bene- dikt. - afb Erfitt að taka afstöðu til gjörnings Jóns ERFIÐ ÁKVÖRÐUN Jón Atli ætlar ekki að taka við Grímutilnefn- ingu. Benedikt verður líklega tilnefndur, en hefur ekki tekið afstöðu til málsins. Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Á Egilsstöðum. 2 Allt að 40 milljónum. 3 Jón Atli Jónasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.