Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 40
 3. JÚNÍ 2010 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið Tveggja ára diplómanám í teikningu og textíl var kynnt nýlega. Námið er samstarfs- verkefni Myndlistaskólans í Reykjavík og Hönnunar- og handverksskóla Tækniskólans. Myndlistaskólinn og Tækniskól- inn hafa frá 2007 verið í samstarfi um diplómanám í mótun þar sem unnið er með leir og tengd efni. Tvisvar sinnum hafa verið útskrif- aðir nemendur úr mótunarnáminu. „Þessar nýju brautir eru byggðar upp með sama hætti og mótunar- námið,“ segir Þóra Sigurðardótt- ir skólastjóri Hönnunar- og hand- verksskóla Tækniskólans. Við uppbyggingu námsins var meðal annars unnið með tölvuleikjafyr- irtækinu CCP, fatahönnuðinum Steinunni Sigurðardóttur og há- skólum á Norðurlöndunum og í Bretlandi. „Textílnámið byggir á þeim möguleikum sem eru eiginlega ónýttir hér heima,“ segir Þóra og nefnir sem dæmi text- íl sem áklæði, textíl í arkítektúr og opnum rýmum. „En líka heim- ilistextíla, vefnað, þrykk og tau af ýmsu tagi.“ Þóra segir að meginmarkmið textílnámsins sé að útskrifaðir nemendur geti unnið við framleiðslu í tengslum við smá og stór framleiðslufyrirtæki, við hönnun efna og mynstra og hönn- un vöru fyrir vaxandi ferðamanna- iðnað og til útflutnings. „Það hefur orðið hlé í textíl iðnaði sem við með þessu námi viljum ýta undir að ljúki. Að þessum arfi verði hald- ið við með fókus á framtíðarmögu- leikana.“ Þóra segir að í teikningunni sé lögð áhersla á að opna mögu- leika í tengslum við teikninguna sem slíka. „Þá erum við að tala um teiknimyndir, teiknimyndaseríur og tölvuleiki en líka hreyfimynd- ir,“ upplýsir Þóra og bætir við að í byrjun sé einungis notast við blý- ant og blað. „Þaðan fer maður inn í tölvutæknina. Tölvan er tæki til viðbótar við blýantinn.“ Í teiknináminu verður þróað- ur vettvangur þar sem persónu- leg sköpun og framleiðsla nem- enda verður tengd við stór og smá fyrirtæki. „Það vantar færa teikn- ara hérna hjá okkur bæði inn í þau fyrirtæki sem til eru en líka í ný- sköpun.“ Aðspurð segir Þóra námið nýt- ast á margvíslegan hátt. „Við leggj- um áherslu á það að í náminu sé þjálfun og leiðbeining fyrir nem- endur til þess að stofna fyrirtæki og starfa sjálfstætt en við horf- um líka á þau fyrirtæki sem eru fyrir. Við horfum ekki á Ísland sem einangrað fyr- irbæri heldur sem hluta af heild. Hluti af alheimsþorp- inu og fyrir vel þjálfað fólk á sviði hönnunar, lista og hand- verks þá er allur heimurinn undir.“ Umsóknarfrestur er til 9. júní. - mmf Nýta ónýtta möguleika Þóra Sigurðardóttir segir að með því að bæta eins árs námi við diplómanámið í erlendum háskóla geti nemandinn öðlast BA- honors gráðu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ● FÆRNI Í FERÐAÞJÓNUSTU Mímir sí- menntun útskrifaði á dögunum fyrsta hópinn í Færni í ferðaþjónustu. Nemendur eru þátttakend- ur í verkefni Vinnumálastofnunar Ungt fólk til athafna og er tilgangur námsins að búa þátttakendur sem best undir störf í ört vaxandi atvinnugrein. Jóakim Meyvant Kvaran stund- ar nám við listnámsbraut Borgar- holtsskóla. Eftir útskrift um jólin, eða næsta vor, allt eftir því hvern- ig gengur, stefnir hugurinn þó í allt aðrar áttir. „Þá ætla ég í sirkus- nám,“ upplýsir Jóakim sem hefur þó nokkra reynslu í þeim geira. Hefur tekið þátt í uppsetningum Sirkuss Íslands í tvö ár og nú ný- verið í sýningunni Sirkus Sóley. Upphafið að sirkusáhuganum má rekja til afdrifaríks göngutúrs sem Jóakim fór með félaga sínum 2007. „Þá rákumst við á einhjól til sölu og ákváðum að kaupa. Upp frá því lærðum við alltaf meira og meira,“ segir Jóakim. Þegar þeir rákust síðan á Lee Nelson eða trúðinn Wally þar sem hann var að sýna listir á Lækjargötu voru ör- lögin ráðin. Þeir fóru að æfa með Lee við Sirkus Ísland og áhuginn vaknaði fyrir alvöru. Jóakim hefur ekki fastsett hvar hann ætli í nám en þykir líklegt að sirkusskóli í Svíþjóð eða jafn- vel Belgíu verði fyrir valinu. En hvað er lært í slíkum skóla? „Þessu svipar svolítið til fimleika en í sirkusnámi lærir maður mikið um akróbatík,“ útskýrir Jóakim. „Fyrsta árið í mörgum sirkusskól- um snýst um að læra undirstöðu allra greina en út frá því ákveð- ur maður hvað maður vill læra, hvort sem það er að ganga á reipi eða læra að vera með trúðslæti,“ segir Jóakim sem sjálfur heillast svolítið af trúðabrautinni þó hann haldi möguleikunum opnum. Hann er inntur eftir framtíðar- mögueikum eftir sirkusnám. „Mik- ill hluti af náminu snýst um leiklist og því er hugsanlegt að fá vinnu við eitthvað slíkt. Einnig erum við að reyna að stækka sirkushópinn hér heima og vonandi opnast ein- hverjir atvinnumöguleikar þar,“ segir Jóakim sem hlakkar mikið til að takast á við þetta nýja verk- efni. - sg Stefnir á sirkusnám Jókakim leikur listir sínar sem hann vill þróa áfram í framtíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.