Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 58
38 3. júní 2010 FIMMTUDAGUR Kór National Philharmonic frá Washington DC sækir heim íslenska kórinn Vox Academica þessa dagana og er stefnt á kóra- mót sveitanna tveggja í Langholts- kirkju á laugardag kl 15. Á efniskránni er margt af því besta sem bandarísk kórmenning hefur upp á að bjóða. Þar eru fyrir- ferðarmest klassísk, bandarísk kórverk 20. aldar sem hafa notið mikilla vinsælda víða um heim. Á tónleikunum verða fluttir marg- ir gullmolar, svo sem hið fræga Agnus Dei eftir Samuel Barber sem ávallt er flutt þegar þjóðar- sorg ríkir í Bandaríkjunum. Þá eru þarna verk eins og til að mynda Alleluia eftir Randall Thompson, Magnificat eftir Michael Laurid- sen. Rúsínan í pylsuendanum er svo hið fræga verk Bernsteins, Chich- ester Psalms fyrir kór og orgel, hörpu og slagverk. Verkið samdi Bernstein upp úr skissum og hug- myndabrotum sínum að West Side Story söngleiknum. Til þess að skilja íslensk tónskáld ekki alveg útundan verður flutt hin undur- fagra Ave Maria eftir Hjálmar H. Ragnarsson.Stjórnendur á tónleik- unum verða Stan Engebretson og Hákon Leifsson National Philharmonic kórinn heimsækir Ísland nú í fyrsta sinni. Kórinn er að jafnaði 170 manna kór sem starfar með 100 manna hljóm- sveit sem hefur aðsetur sitt í Music Center í Strathmore, Wasington D.C og er öflugasti flytjandi klassískr- ar tónlistar á þeim slóðum. Aðeins 25 manns úr kórnum koma hingað norður að þessu sinni og syngja nú hér með liðsmönnum Vox Academ- ica kórsins. National Phil kórinn flytur reglu- lega helstu meistaraverk tónbók- menntanna á um þrjátíu tónleikum á hverju ári ásamt nýrri verkum. Á verkefnaskrá kórsins eru órat- orísk verk eins og Messias eftir Händel, Ein Deutsches Reqiuem eftir Brahms, Carmina Burana eftir Orrf, Chichester Psalms eftir Bernstein og þar fram eftir götum. Fyrir utan reglulegt tónleikahald er starfræktur söngskóli á vegum kórsins og mikið starf þar unnið við að kynna klassíska gæðatónlist ungu fólki. Stjórnandi NPC er Dr. Stan Eng- ebretson. Hann er af íslensku bergi brotinn, uppalinn á Íslendingaslóð- um vestra, alinn upp í hinni kunnu sveitaborg Fargo í Norður-Dakóta. Hann kynntist ungur skandin- avískri kóramenningu og hefur aflað sér víðtækrar menntunar og reynslu á sviði tónlistar. Hann lauk mastersnámi í píanóleik og söng frá University of North Dakota og doktorsgráðu í hljómsveitar- stjórnun frá Stanford University. Hann hefur kennt við University of Texas og University of Minnesota. Einnig er hann listrænn stjórnandi Midland-Odessa Symphony Chorale og aðstoðarstjórnandi Minne- sota Chorale. Frá 1990 hefur hann stjórnað NPC og er prófessor í kór- söng við George Mason University. Hann gegnir auk þess fjölda ann- arra starfa í þágu tónlistarlífsins í Bandaríkjunum og í Evrópu. Hann hefur komið oft til Íslands á vegum Fulbright-stofnunarinnar og kennt kórstjórn, meðal annars við Tón- skóla þjóðkirkjunnar. Þannig hófst samstarf þeirra Stans og Hákons Leifssonar, stjórnanda og stofn- anda Vox academica, en Hákon kennir kórstjórn við Tónskólann. Og þar er komin kveikjan að þeim góðu tengslum sem eru á milli NPC og Vox academica. Miðasala á tón- leikana á laugardag er Tólf tónum og miða má einnig panta í síma 8958177. pbb@frettablaðið Kórar kallast á TÓNLIST Virtur kórstjóri af íslensku ættum, Stan Engebretson, kominn norður í sól og öskufall en brosir við björtum degi. Dieter Roth akademí- an (DRA) hreiðrar um sig á Hjalteyri um helgina. Hún var stofnuð í minn- ingu svissnesk/þýska lista- mannsins Dieters Roth í maí árið 2000, tveimur árum eftir að hann lést. Upphaflega voru það vinir, sam- starfsmenn og fjölskylda Dieters Roth sem komu saman og ákváðu að láta hugmyndir hans um aka- demíu verða að veruleika. Samtök eða félagsskap þar sem listamenn og annað gott fólk kæmu saman, sýndu verkin sín, hjálpuðust að, miðluðu þekkingu og létu almennt gott af sér leiða. Stofnendurnir/ prófessorarnir bjóða öðrum lista- mönnum þátttöku ýmist sem nem- endum eða prófessorum, allt eftir reynslu þeirra og þekkingu. Akademían er ekki stofnun og hefur engan rekstur og enga skriffinnsku. Það má kalla það fyrstu lexíuna í akademíunni að alla skipulagningu og pappírs- vinnu sem fylgir því að komast í samband við prófessorana víða um heim verða nemendur að sjá um sjálfir. Í dag eru nokkrir tugir meðlima í DRA víða um Evrópu, í Kína og Nýju-Mexíkó í Bandaríkj- unum, sem hittast árlega og halda ráðstefnu um listir. Samfara ráð- stefnunum eru myndlistarsýn- ingar, fyrirlestrar, gjörningar og listasmiðjur. Þungamiðjan í öllu saman eru verk Dieters Roth, heimspeki hans og lífskraftur. Dieter Roth kom eins og stormsveipur inn í heim íslenskr- ar menningar í lok 6. áratugarins þegar hann settist að í Reykjavík ásamt barnsmóður sinni Sigríði Björnsdóttur. Dieter tók að sér að kenna við Myndlistarskólann í Reykjavík fyrir tilstilli Ragn- ars Kjartanssonar myndhöggv- ara sem þá var skólastjóri. Starf Dieters við skólann hafði mikil áhrif á þá listamenn og kennara við skólann sem kynntust honum og hugmyndum hans. Áhrif verka og hugmynda Diet- ers Roth á Íslandi urðu marg- vísleg og afgerandi, ekki síst á sviði myndlistar og hönnunar. Sér raunar ekki fyrir endann á þeim áhrifum, eins og kom fram í því að á Listahátíð í Reykjavík 2005 var sérstök áhersla á sam- tímamyndlist. Ber þar helst að nefna viðamikla sýningu á verk- um Dieters Roth í þremur lista- söfnum: Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands og Gallerí 100° en sýningin þar var í samvinnu við Nýlistasafnið. Svissnesk/þýski listamaður- inn Dieter Roth átti heimili sitt á Íslandi frá sjötta áratug síð- ustu aldar. Svo vill til að hann starfaði um tíma hjá prentsmiðju Odds Björnssonar á Akureyri, en Oddur var ættingi Sigríðar eigin- konu Dieters og barnsmóður. Dieter Roth akademían á sér sterkar rætur á Íslandi og hefur fjölmörgum nemendum verið boðin þátttaka. Árlega fer Lista- háskóli Íslands með nemendur í vinnubúðir á Seyðisfjörð undir leiðsögn Björns Roth og Kristjáns Steingríms Jónssonar. Öllu því fólki býðst þátttaka. Verksmiðj- an á Hjalteyri hefur boðið DRA að halda sína 11. ráðstefnu og sýn- ingu, 5. júní til 18. júlí 2010. Verk- smiðjan er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14.00-17.00. - pbb Roth lifir á Hjalteyri MYNDLIST Dieter Roth í myndverki vinar hans og samverkamanns, Richards Hamilton. MYND FRÉTTABLAÐIÐ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 03. júní 2010 ➜ Tónleikar 20.30 Kórastefna við Mývatn 2010 fer fram 3.-6. júní. Í kvöld munu Graduale- kór Langholtskirkju og tónleikagestir syngja í Skjólbrekku undir stjórn Jóns Stefánssonar. Nánari upplýsingar á www.korastefna.is. 20.30 Hljómsveitin Buff heldur tónleika í Ráðhúsinu við Hafnarberg á Þorlákshöfn. 21.00 Weirdcore-kvöld á Venue við Tryggvagötu 22. Fram koma Hypno, Muted, Thizone og Oculus. Enginn aðgangseyrir. 21.00 Kvartett Sigurðar Flosasonar og Ásgeir Ásgeirsson leika frumsamda djasstónlist á tónleikum í Jazzkjallara Bar 11 við Hverfisgötu 18. 21.00 Söngkonan Jussanam Dejah og píanóleikarinn Agnar Már Magnússon flytja þekkt og vinsæl brasilísk lög á Brasilíu Restaurant við Skólavörðustíg 14. 21.00 Hljómsveitin Kakali heldur útgáfutónleika á Sódómu Reykjavík. Einnig kemur fram á tónleikunum Snorri Helgason. 21.00 Útskrift- arnemendur Tónlistar- skóla FÍH flytja verkið Lifun eftir Trúbrot á tónleikum á Græna hattinum við Hafnarstræti 96 á Akureyri. 22.00 Hvanndals- bræður halda útgáfu- tónleika á NASA við Austurvöll. ➜ Sýningar Í Gallerí Fold við Rauðarárstíg hefur verið opnuð samsýning 23ja ljósmynd- ara á myndum af eldgosunum á Fimm- vörðuhálsi og Eyjafjallajökli. Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 og sun. kl. 14-16. Í Skaftfelli, miðstöð myndlistar við Aust- urveg á Seyðisfirði, hefur verið opnuð sýning á verkum Ásgeirs Emilssonar. Opið daglega kl. 12-22. ➜ Bæjarhátíðir Lista- og menningarhátíðin Bjartir dagar stendur yfir í Hafnarfirði til 6. júní. Tónleikar, myndlistarsýningar, söng- leikja- og leiksýningar og margt fleira. Nánari upplýsingar og dagskrá á www. hafnarfjordur.is. ➜ Síðustu forvöð Í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu stendur yfir sýning á verkefnum útskrift- arnemenda Hönnunar- og handverks- skóla Tækniskólans. Þar má sjá verkefni í faggreinum kjólasaums og klæð skurð- ar, gull- og silfursmíði auk annarra verkefna en sýningu lýkur á sunnudag. Opið mán.-fim. kl. 10-19, fös. kl. 11-19 og um helgina kl. 13-17. ➜ Leikrit 20.00 Leikhópurinn CommonNon- sense sýnir verkið Af ástum manns og hrærivélar í Kassanum, sýningarrými Þjóðleikhússins við Lindargötu. Nánari upplýsingar á www.leik- husid.is. ➜ Leiðsögn 14.00 Margrét Hrönn Hallmundsdóttir verður með leiðsögn um Nesstofu á Seltjarnarnesi og um sýninguna Saga og framtíð. Aðgangur er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.