Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2010 Háskólasetrið á Blönduósi stendur fyrir ráðstefnu í Félagsheimilinu í bænum á laugardaginn undir yfir- skriftinni Tíska, fatahönnun, fyrirtæki og fræði. Háskólasetrið var stofnað í fyrra en þar eru tvær rannsóknarstöður sem þær Birna Kristjánsdóttir og Ester Helgadóttir skipa. Birna í textílfræðum og Ester í hafíss- og strandmenningu. Samhliða sinna þær kennslu við Háskólann á Hólum. Fyrirlestraröðin sem haldin verður á laugardag- inn er áhugaverð en erindin verða fjögur, tvö þeirra fræðileg og tvö sem beina sjón- um fremur að hönnuðinum sjálfum og starfi hans. Birna mun fjalla um textíl og tísku en Karl Aspelund, kennari við Univer- sity of Rhode Island og höfundur bók- anna The Design Process og Fashioning Society, mun halda erindi undir yf- irskriftinni Siggi séní, Chan- el og Iggy Pop: Hátískuöld- in og átökin um vestræna þjóðfélagsímynd. Koma Karls til landsins var í raun ástæða fyrir tíma- setningu ráðstefnunnar en hann mun hafa aðsetur á Blönduósi meðan hann klárar síðustu viðtöl fyrir doktorsritgerð sína. Hér á landi mun hann skoða sér- staklega íslenska þjóðbúninginn. Gunnar Hilmarsson hönnuður og annar eigandi Andersen og Lauth heldur erindi um fyrirtæki sitt og hönnun. Heiti erindisins er Uppbygging vörumerk- is / reynslusaga frá 101 Reykjavík. Bergþóra Guðnadóttir hönnuður og annar eigandi Farmers Market mun einnig greina frá sinni reynslu í er- indi sínu: Hráefni og hug- myndir úr bakgarðinum heima. Ráðstefnan hefst klukkan 13.30. Allir eru velkomnir, ekki þarf að skrá sig og aðgang- ur er ókeypis. - sg Síðastliðinn föstudag var blásið til stofnhátíðar Vitvéla- stofnunar Íslands en hún hefur verið í undirbúningi síðustu fimm ár. Vitvélastofnun Íslands er ætlað að brúa bilið milli atvinnuvegs og háskóla á sviði rannsókna á gervi- greind, hermun og vélmennafræði en þetta eru ört vaxandi svið innan hugbúnaðargeirans. Bakhjarlar Vitvélastofnunar eru Rannís, CCP og Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík en Dr. Kristinn R. Þóris- son, stofnandi Vitvélastofnunar tók þátt í að koma Gervigreindarsetri HR á laggirnar á sínum tíma. „Ég sé fyrir mér að þessar tvær stofnanir muni vinna náið saman í framtíðinni enda stunda þær rann- sóknir á svipuðu sviði. Vitvéla- stofnun er hins vegar sjálfseign- arstofnun og byggð á þýskri og bandarískri fyrirmynd,“ útskýr- ir Kristinn. Vitvélastofnun mun ekki verða ríkisstyrkt til fram- tíðar heldur byggð á rannsóknar- styrkjum innlendra og erlendra samkeppnissjóða og auk þess á áskrift fyrirtækja. Það fyrirkomu- lag hefur ekki verið reynt áður í heiminum að sögn Kristins. „Fyrirtæki munu geta keypt sér áskrift til þriggja ára í senn og fá í staðinn aðgang að öllum verkefn- um innan stofnunarinnar, óháð því hver stjórnar eða á hvaða forsend- um þau eru keypt, auk leyfis til að nýta hvaða rannsóknarniðurstöð- ur sem er í sína vöru. Vitvélastofn- un tekur við hugmyndum bæði frá atvinnuvegunum í sambandi við vörur og markaði en líka brjálæð- islega góðum en kannski ótíma- bærum hugmyndum og færir þær yfir í það form sem nýtist atvinnu- vegunum sem fyrst.“ Tvö verkefni eru þegar í undir- búningi hjá Vitvélastofnun og eitt samstarfsverkefni í startholunum. Einnig segir Kristinn mörg verk- efni geta hafist á næstu tveim- ur árum, meðal annars frá CCP og HR. Eitt verkefni sem hófst í Gervigreindarsetri HR árið 2005 er nú komið yfir til Vitvélastofn- unar en það gengur út á að bæta samræðuhæfni véla. „Það er mjög spennandi verk- efni sem kallast Gervigreind út- varpsmaður,“ segir Kristinn. „Nú þegar geta vélar breytt töluðu máli í texta en þær skilja ekki innihald samræðna. Við ætlum að gera vélar samræðuhæfar og höfum náð töluverðum árangri. Þetta var til dæmis fyrsta verkefnið í heim- inum sem tókst að búa til gervi- rödd sem gat lagað sig að einstök- um mennskum viðmælendum og lært inn á takt og talmynstur.“ Kristinn segir þessa tækni nú þegar vera í þróun í tölvuleik hjá CCP og gæti tæknin einnig ratað til Eve on line. Það sé því ljóst að Vitvélastofnun muni spila lykil- hlutverk í tækniframförum í hug- búnaðarheiminum. „Dr. Antonio Chella, vísinda- maður og stjórnandi vélmennaset- urs Háskólans í Palermo á Ítalíu var gestur á opnunarhátíðinni á föstudaginn og hann sagði í ræðu að Vitvélastofnun væri ekki bara mikilvæg fyrir Ísland og Evrópu heldur fyrir allan heiminn.“ Nánar má kynna sér Vitvéla- stofnun Íslands á www.iiim.is. - rat Mikilvæg öllum heiminum Dr. Kristinn R. Þórisson, forstöðumaður Vitvélastofnunar Íslands, ætlar stofnuninni stóra hluti. MYND/ÚR EINKASAFNI Tískan rædd á Blönduósi Bergþóra Guðnadóttir hjá Farmers Market heldur erindi undir yfirskrift- inni „Hráefni og hugmyndir úr bakgarðinum heima“. Gunnar Hilmarsson hjá Andersen og Lauth mun fjalla um uppbyggingu vörumerkisins. Lesið í náttúruna UMHVERFISDEILD – Þrjár brautir: Náttúru- og umhverfi sfræði, skógfræði/landgræðsla og umhverfi sskipulag (BS). Brautir umhverfi sdeildar bjóða fjölbreytt nám á sviði náttúru – og umhverfi svísinda, umhverfi sskipulags, skógfræði og endurheimt landgæða. Innan umhverfi sdeildar er mikil þekking á sviði náttúru- og umhverfi svísinda, skipulags- og landslagsarkitektúrs. LbhÍ hefur sérstöðu á mörgum sviðum rannsókna í umhverfi s- og skipulagsmálum, m.a. er tengist náttúrunýtingu og náttúruvernd, vistkerfum Íslands, gróðurhúsalofttegundum, jarðvegi, skógfræði og landgræðslu og sjálfbærri nýtingu landkosta. Kynntu þér námið heimasíðu skólans: www.lbhi.is Ávextir íslenskra auðlinda AUÐLINDADEILD – Tvær brautir: Búvísindi og hestafræði (BS). Auðlindadeild hefur að meginmarkmiði að viðhalda og þróa íslenskar erfðaauðlindir í búfé og nytjajurtum og byggja upp sjálfbær framleiðslukerfi sem tryggja gæði og rekjanleika afurðanna frá framleiðanda til neytanda. Kennslu- og rannsóknarviðfangsefni eru meðferð, ræktun og nýting gróðurs og lands, búfjár og ferskvatnsdýra til framleiðslu matvæla og annarrar atvinnu- og verðmætasköpunar. Kynntu þér námið heimasíðu skólans: www.lbhi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.