Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 56
36 3. júní 2010 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Íslenski tónlistarhópur- inn Njúton og bandaríski strengjakvartettinn The Formalist Quartet leiða saman hesta sína og frum- flytja á Íslandi eitt af stór- virkjum tónlistarsögu 20. aldar; Vortex Temporum eftir franska tónskáldið Gérard Grisey á tónleikum í Íslensku óperunni á föstu- dagskvöld en þeir eru hluti af dagskrá Listahátíðar. Tónlist Grisey hefur lítið hljómað á Íslandi en hann er eitt af höfuð- skáldum spektraltónlistar, fagur- fræði í tónsköpun sem spratt upp í Evrópu á níunda áratug síðustu aldar en Grisey er einn forkólfa þessa skóla. Á tónleikunum verð- ur jafnframt frumflutt nýtt verk eftir Atla Ingólfsson, innblásið af læriföður hans - Grisey. Einn- ig verða tveir strengjakvartettar eftir Úlfar Inga Haraldsson og Nicholas Deyoe fluttir á tónleik- unum. Hljóðfæraleikarar á tónleik- um Listahátíðar eru: Berglind María Tómasdóttir flauta, Brian Walsh klarinett, Mark Menz- ies fiðla/víóla/stjórnandi, Andr- ew McIntosh fiðla/víóla, Andrew Tholl fiðla, Ashley Walters selló og Tinna Þorsteinsdóttir píanó. Strengjaleikararnir eru allir meðlimir í strengjakvartettn- um The Formalist Quartet sem hefur notið mikillar velgengni vestanhafs og komið fram víða um Bandaríkin. Öll komu þau við sögu þegar stórvirki Griseys; Les Espaces Acoustiques var flutt í fyrsta sinn í heild sinni í Banda- ríkjunum fyrr í vor í Walt Disney Concert Hall undir stjórn Mark Menzies og eru því kunnug tón- list í þessum stíl. Tónlistarhóp- urinn Njúton hefur það að mark- miði að flytja og panta tónlist úr samtímanum sem hópurinn telur að eigi brýnt erindi við áheyrend- ur. Hópurinn hefur komið fram á fjölda tónleika á Íslandi og farið í tónleikaferðir til Norðurlandanna og Bandaríkjanna. Á þeim rúma áratug sem hópurinn hefur starf- að hafa um fleiri tugir verka, einkum eftir íslenska höfunda, fæðst fyrir hans tilstilli en úrval þessara verka kom út á geisla- disknum Roto con moto í lok árs 2007 á vegum Smekkleysu. Disk- urinn var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2008 í flokki sígildrar og samtímatón- listar. Berglind María Tómasdóttir er ein þeirra sem standa að þessum viðburði: „Þetta er afar áhuga- vert prójekt; verkin stórkostleg og spilararnir dásamlegir, en öll, fyrir utan Tinnu Þorsteinsdótt- ur og mig, tengjast þau listaskól- anum CalArts í Los Angeles með einum eða öðrum hætti. Mark Menzies er einn af helstu kenn- urum skólans, frábær músíkant frá Nýja-Sjálandi og er með mjög ferska sýn á nýja tónlist. CalArts er afar merkileg stofnun, skóli sem hefur alltaf haft orð á sér fyrir að vera róttækur en t.a.m er hann að mörgu leyti fyrirmynd Listaháskólans okkar hér.“ Miðasala er á vef Listahátíð- ar, www.artfest og við inngang- inn en tónleikarnir hefjast kl. 20 annað kvöld. Súpuspjall verður á Sólon fyrir tónleikana kl. 18 þar sem Atli Ingólfsson fjallar m.a. um spektraltónlist. Formalistarnir amerísku halda síðan austur fyrir fjall á sunnu- dag og verða með tónleika á Stokkalæk kl. 16 á sunnudag. Á efnisskrá þeirra þar verða verk eftir Gérard Grisey, Kristínu Þóru Haraldsdóttur, Nicholas Deyoe, Mark Menzies og Gerard Pesson. pbb@frettabladid.is Ný verk flutt annað kvöld TÓNLIST Hópurinn sem kemur að flutningnum í kvöld. MYND/LISTAHÁTÍÐ Kl. 22.10 í kvöld á Rás 1 Í kvöld er boðið upp á leikverkið ÞAU KOMU TIL ÓKUNNRAR BORGAR eftir J. B. Priestley. Níu manneskjur af ólík- um uppruna fá tækifæri til að dveljast daglangt í fyrirmyndarborg. Hvar eru þau stödd? Leikendur eru: Róbert Arn- finnsson, Valur Gíslason, Kristbjörg Kjeld, Herdís Þorvaldsdóttir, Hólmfríð- ur Pálsdóttir, Helgi Skúlason og fleiri. Leikstjóri er Lárus Pálsson en upptakan er frá 1958. > Ekki missa af Vegna fjölda áskorana er leik- sýningin um Hellisbúann á för um landið. Þann 5. júní verður einleikurinn fluttur í Bíóhöllinni á Akranesi. Aðeins er um eina sýningu að ræða á Skaganum og því mjög takmarkað magn miða í boði. Miðasala fer eingöngu fram á Miði.is. Eins og kunnugt er var Hellisbúinn sýndur fyrir fullu húsi í allan vetur í Íslensku óperunni. Áhorfendur og gagnrýnendur eru sammála um að þessi nýja útgáfa Hellisbúans sé einstaklega vel heppnuð og skelfilega fyndin. Jóhannes Haukur Jóhannesson er Hellisbúinn, Rúnar Freyr Gíslason leikstýrði og Sigurjón Kjartansson sá um að þýða og staðfæra. Tónleikaröðin Alþjóðlegt orgelsumar 2010 í Hallgrímskirkju, sem haldin er undir merkjum Listvinafélags Hallgríms- kirkju hefst n.k. laugardag með hádeg- istónleikum Björns Steinars Sólbergs- sonar, organista við Hallgrímskirkju. Þetta er 18. sumarið sem orgelhátíð er haldin í Hallgrímskirkju yfir sumartím- ann, en tónleikaröðina stofnaði Hörður Áskelsson organisti við Hallgrímskirkju sumarið eftir að Klais-orgel kirkjunnar var vígt árið 1992. Vegna mikillar eftir- spurnar ferðamanna eftir tónleikum í Hallgrímskirkju byrjar tónleikatímabilið í ár fyrr en áður með hádegistónleikum á laugar- dögum allan júnímánuð og sunnudagstónleikum frá 27. júní. Í júlí og ágúst verða fernir tónleikar á viku, m.a. fimmtudagshádegistónleikar í samvinnu við Félag íslenskra orgelleikara eins og löng hefð er fyrir og hádegistónleikar kammerkórs Hallgrímskirkju Schola cantorum á miðvikudögum, sem nutu gífurlegra vinsælda í fyrrasumar. Alls er boðið upp á 35 tónleika sumarið 2010! Orgelið mun hljóma í ómþýðum laglínum, þrumandi spunaverkum, vera í hlutverki heillar hljómsveitar en síðast en ekki síst mun það fá að flytja áheyrendum mörg af helstu orgelverkum tónbókmenntanna. Kons- ertorganistarnir munu jafnframt taka þátt í helgihaldi Hallgrímskirkju með því að leika eftirspil í messu sunnudagsins. Á hádegistónleik- unum á fimmtudögum mun Klais-orgelið hljóma eitt og sér eða með öðrum hljóðfærum. Orgelsumarið að hefjast á Holtinu Tónlistarhátíðin Bjartar sumar- nætur verður haldin í Hveragerð- iskirkju nú um helgina og boðið verður upp á einsöng, einleik og öndvegis kammerverk. Flytjendur verða Elín Ósk Óskarsdóttir sópr- ansöngkona, Ástríður Alda Sigurð- ardóttir píanóleikari, Hulda Jóns- dóttir, fiðluleikari og meðlimir Tríós Reykjavíkur, þau Peter Máré píanóleikari, Guðný Guðmundsdótt- ir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari, en þau Guðný og Gunn- ar eru listrænir stjórnendur hátíð- arinnar. Fyrri tónleikarnir verða kl. 20.00 á laugardagskvöld og bera yfir- skriftina Fauré í forgrunni: Hinar ungu listakonur Ástríður Alda píanóleikari og Hulda Jónsdóttir fiðluleikari munu koma fram sem einleikarar og einnig í kammer- tónlist. Ástríður Alda hefur verið mjög virk í íslensku tónlistarlífi á undanförnum árum og kom m.a. fram sem einleikari með Sinfón- íuhljómsveit Íslands á þessu ári. Hún mun leika Ballöðu eftir Chop- in og í píanókvartett eftir Fauré. Hulda Jónsdóttir er aðeins 18 ára gömul og stundar nú nám við hinn þekkta skóla Juilliard í New York. Hún mun leika hina margslungnu Carmen Fantasíu eftir Sarasate og einnig í kvartett Fauré. Elín Ósk hefur um langt árabil verið ein ástsælasta söngkona þjóð- arinnar. Hún mun ásamt Peter Máté og Guðnýju flytja aríu úr Magni- ficat eftir Bach og Pie Jesu úr hinni frægu sálumessu eftir Fauré. Í Fauré kvartettinum bæt- ast Gunnar og Guðný í hópinn. Þess má geta að Guðný, sem leik- ur á víólu í kvartett- inum mun leika á hljóðfæri smíðað af Hans Jóhannssyni fiðlusmið árið 1987 og í Bach mun hún leika á fiðlu eftir hann, sem smíð- uð var árið 2007. Tónleikar sunnudagsins 6. júní hefj- ast kl. 17. Þeir bera yfirskriftina klassík í háveg- um og hefjast á Sígaunatríóinu eftir Haydn. Síðan mun Elín Ósk syngja glæsiaríur eftir Mozart og Beet- hoven. Að loknum stuttum tríó- þætti eftir Schumann mun hún, ásamt Peter, flytja tvær af vin- sælustu aríum Puccinis; „Un bel di vedremo“ úr óperunni Madama Butterfly og „Vissi d’arte“ úr óper- unni Tosca. Eftir hlé mun Tríó Reykjavíkur leika Dumky tríóið eftir Dvorák. Að lokum verða flutt Hveragerðislög í útsetningu Atla Heim- is Sveinssonar þar sem áheyrendur geta tekið undir í fjöldasöng. Upplýsingar og miða- pantanir í Bókasafninu í Hveragerði, Sunnu- mörk 2, s. 483-4531. pbb Tónlistarhátíð í Hveragerði TÓNLIST Elín Ósk syngur þekktar aríur í Hveragerð- iskirkju á sunnudagseftir- miðdag. MYND FRÉTTABLAÐIÐ 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 25 gönguleiðir á höfuðborgar- svæðinu - Reynir Ingibjartsson Makalaus - kilja Tobba Marinós Góða nótt yndið mitt - kilja Dorothy Koomson Vísnafýsn - ljóðabók Þórarinn Eldjárn Friðlaus - kilja Lee Child Morgnar í Jenín - kilja Susan Abulhawa Hrunadans og horfið fé Styrmir Gunnarsson METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 26.05.10 - 01.06.10 Saga mannsins Illugi Jökulsson ritstýrði Handbókin um heimsmeistara- keppnina - Keir Radnedge Þegar orð fá vængi Torfi Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.