Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 3. júní 2010 27 Fyrir tólf árum stofnuðu verald-arleiðtogar Alþjóða glæpadóm- stólinn á fundi í Róm. Þetta er eitt stærsta skref sem stigið hefur verið í þágu friðar, réttlætis og mannrétt- inda frá stofnun Sameinuðu þjóð- anna. 31. maí koma þjóðir heims saman enn á ný, að þessu sinni í Kampala í Úganda, til að fara yfir Rómar-samkomulagið formlega í fyrsta skipti. Þetta er ekki aðeins tækifæri til að líta yfir farinn veg, heldur einnig til að líta til framtíðar. Það sem enn meira er um vert, þá er þetta tækifæri til að efla sameigin- lega viðleitni okkar til að tryggja að glæpir gegn mannkyninu séu ekki framdir refsingarlaust. Í starfi mínu sem framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna hef ég séð af eigin raun hversu skilvirk- ur Alþjóða glæpadómstóllinn getur verið og hversu mikið hefur áunn- ist. Fyrir áratug trúðu fáir því að dómstóllinn yrði verkfær og myndi rannsaka og dæma í málum sem vörðuðu þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu víða um heim. Þetta markar söguleg tíma- mót. Það er liðin tíð að menn komist refsilaust upp með slík ódæði. Þess í stað sjáum við hægt og sígandi renna upp nýja tíma sem kenna mætti við reikningsskil. Upphaf- ið má rekja til sérstakra dómstóla sem komið var á fót í Rúanda og fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu. Í dag er Alþjóða glæpadómstóllinn hryggjarstykkið í sífellt umfangs- meira alþjóðlegu kerfi þar sem alþjóðlegir dómstólar, blandað- ir dómstólar og innlend saksókn skipta með sér verkum. Hingað til hefur Alþjóða glæpa- dómstóllinn rannsakað fimm mál. Tvenn réttarhöld standa yfir og hin þriðju í röðinni hefjast í júlí. Þeir sem töldu að dómstóllinn yrði „pappírstígrisdýr“ höfðu rangt fyrir sér. Þvert á móti teygir dóm- stóllinn arma sína sífellt lengra. Þeir sem fremja glæpi gegn mann- kyninu, hafa nú eitthvað að óttast. Engu að síður er Alþjóða glæpa- dómstóllinn síðasti varnaglinn og grípur aðeins í taumana þegar innlendir dómstólar hafast ekki að eða eru ófærir um það. Í mars varð Bangladess hundrað og ellefta ríkið sem gerist aðili að Rómar- samkomulaginu en þrjátíu og sjö til viðbótar hafa undirritað það en ekki staðfest. Mörg af stærstu og valdamestu ríkjum heims hafa hins vegar ekki slegist í hópinn. Án alþjóðlegs stuðnings mun Alþjóða glæpadómstóllinn ekki hafa tilætluð áhrif; hvorki hafa fælingarmátt né reynast sá far- vegur alþjóðlegs réttlætis sem til er ætlast. Sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvet ég allar þjóðir heims til að gerast aðilar að dómstólnum. Alþjóða glæpadómstóllinn hefur ekki yfir lögregluliði að ráða. Hann getur ekki handtekið fólk. Sakborn- ingar í þremur af fimm málum sem eru fyrir dómstólnum, ganga laus- ir og geta um frjálst höfuð strokið. Ekki aðeins glæpadómstóllinn held- ur alþjóðlega dómskerfið í heild sinni líður fyrir slíkt og það er að sama skapi vatn á myllu mannrétt- indabrjóta. Endurskoðunarráðstefnan í Kampala mun fara yfir leiðir til að efla dómstólinn. Þar á meðal er til- laga um að starf hans taki einnig til „árásarglæpa“, auk aðgerða til að auka vilja og getu innlendra dóm- stóla til að rannsaka og sækja til saka í stríðsglæpamálum. Hugsanlega verður mest umræða um jafnvægið á milli friðar og rétt- lætis. Satt að segja finnst mér ekki að við þurfum að velja þar á milli. Óbreyttir borgarar eru allt of oft helstu fórnarlömb átaka. Konur, börn og gamalmenni eru fórnar- lömb herja sem nauðga, aflima, myrða og tortíma bæjum, þorpum, uppskeru, búfénaði og vatnsbólum – allt í nafni hernaðarlistar. Því skelfilegri sem glæpurinn er því skæðara vopn er hann. Fórnarlömb vilja skilanlega binda enda á slíkt, jafnvel þó það kosti að ofsækjendur þeirra sleppi við mak- leg málagjöld. Slíkur friður er hins vegar ávöxtur ofbeldis; án reisnar, réttlætis og vonar um betri fram- tíð. Sá tími er liðinn að við stillum upp friði andspænis réttlæti. Annað þrífst ekki án hins. Við okkur blasir sú áskorun að ná báðum þessum markmiðum. Alþjóða glæpadómstóllinn gegn- ir lykilhlutverki. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur á ráðstefn- unni í Kampala til að efla barátt- una gegn refsileysi og ryðja nýjum tímum reikningsskila braut. Glæp- ir gegn mannkyninu er nefnilega réttnefni því þeir eru glæpir gegn okkur öllum. Við megum aldrei gleyma. Öld reikningsskila Glæpir gegn mannkyninu Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna Kæri lesandi sem ert tilbúinn til þess að velja þér ævistarf. Undirritaðar eru í forsvari fyrir Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla og langar til þess að deila með þér nokkrum atriðum sem kunna að hjálpa þér við val á ævistarfi. Leikskólinn er fyrsta skólastig- ið á Íslandi og þar stíga börn sín fyrstu skref á menntabrautinni. Í leikskólum gefst því einstakt tækifæri til að hafa áhrif á fram- tíðina. Leikskólakennsla er aðlaðandi ævistarf, gefandi og skemmtileg. Kannanir sýna að starfsánægja leikskólakennara er mikil og þeir upplifa árangur verka sinna á hverjum degi. Leikskólakennari gengur inn í lærdómssamfélag með samstarfs- fólki sínu og nemendum. Hann byggir starf sitt á fræðum sem eru lögð til grundvallar hjá menntavís- indasviði HÍ og kennaradeild HA og heldur áfram að vera rannsak- andi í starfi eftir að formlegu námi lýkur. Símenntun er í boði alla starfsævina og er þátttaka í henni metin til launa. Leikskólakennari hefur góða möguleika á framgangi í starfi ef hann kýs það. Með aukinni menntun leikskólakennara mun leikskólastarf á Íslandi eflast og kjörin styrkjast. Ekki aðeins í krónum heldur starfsumhverfi í heild. Markmið leikskólastarfs er að veita börnum bestu hugsan- legu uppeldisskilyrði og mennt- un. Hvert og eitt barn á að fá við- fangsefni við sitt hæfi í örvandi og öruggu umhverfi þannig að hæfileikarnir blómstri og barn- ið njóti þess sem lífið hefur að bjóða. Það gerist í samspili með samferðafólki þar sem einstakl- ingurinn nýtur sín innan hóps og hópurinn auðgar einstaklinginn. Samkvæmt hugmyndafræði leikskólans er barnið virk og skap- andi manneskja, litið er á leikinn sem helstu náms- og þroskaleið og mikil áhersla er lögð á skapandi starf. Gleði, áhugi, virkni, sam- skipti og vinátta einkenna leik- skólastarf og hver dagur býður upp á nýjar áskoranir og ný og spennandi viðfangsefni. Vaxandi fjöldi starfsmanna í leikskólum hefur lokið námi í leik- skólakennarafræðum en betur má ef duga skal. Samkvæmt lögum um leikskóla eiga að lágmarki 2/3 þeirra sem starfa að uppeldi og menntun leikskólabarna að hafa leyfisbréf sem leikskólakenn- ari. Einungis rúmur þriðjungur starfsmanna uppfyllir þau skil- yrði núna. Leikskólakennarar búa við mikið starfsöryggi og tryggt er að þeir sem útskrifast næstu ára- tugina eru öruggir um atvinnu. Dagana 5. og 6. júní rennur út umsóknarfrestur um nám í háskólum. Hugsaðu málið. Aðlaðandi ævistarf Leikskólakennsla Marta Dögg Sigurðardóttir formaður Félags leikskólakennara Ingibjörg Kristleifsdóttir formaður Félags stjórnenda leikskóla Við höfum lagt mikla vinnu og metnað í að koma til móts við þarfir viðskiptavina okkar með íbúðalán. Þegar þetta er skrifað hafa yfir tvö þúsund viðskiptavina Arion banka nýtt sér lausnir bankans til höfuðstólslækkunar. Þar af er ungt fjölskyldufólk með sína fyrstu íbúð í miklum meirihluta. Við hvetjum fólk til að koma til okkar fyrir 1. júlí og kynna sér þær lausnir sem eru í boði. Við ætlum að gera betur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.