Fréttablaðið - 03.06.2010, Síða 41

Fréttablaðið - 03.06.2010, Síða 41
FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2010 Háskólasetrið á Blönduósi stendur fyrir ráðstefnu í Félagsheimilinu í bænum á laugardaginn undir yfir- skriftinni Tíska, fatahönnun, fyrirtæki og fræði. Háskólasetrið var stofnað í fyrra en þar eru tvær rannsóknarstöður sem þær Birna Kristjánsdóttir og Ester Helgadóttir skipa. Birna í textílfræðum og Ester í hafíss- og strandmenningu. Samhliða sinna þær kennslu við Háskólann á Hólum. Fyrirlestraröðin sem haldin verður á laugardag- inn er áhugaverð en erindin verða fjögur, tvö þeirra fræðileg og tvö sem beina sjón- um fremur að hönnuðinum sjálfum og starfi hans. Birna mun fjalla um textíl og tísku en Karl Aspelund, kennari við Univer- sity of Rhode Island og höfundur bók- anna The Design Process og Fashioning Society, mun halda erindi undir yf- irskriftinni Siggi séní, Chan- el og Iggy Pop: Hátískuöld- in og átökin um vestræna þjóðfélagsímynd. Koma Karls til landsins var í raun ástæða fyrir tíma- setningu ráðstefnunnar en hann mun hafa aðsetur á Blönduósi meðan hann klárar síðustu viðtöl fyrir doktorsritgerð sína. Hér á landi mun hann skoða sér- staklega íslenska þjóðbúninginn. Gunnar Hilmarsson hönnuður og annar eigandi Andersen og Lauth heldur erindi um fyrirtæki sitt og hönnun. Heiti erindisins er Uppbygging vörumerk- is / reynslusaga frá 101 Reykjavík. Bergþóra Guðnadóttir hönnuður og annar eigandi Farmers Market mun einnig greina frá sinni reynslu í er- indi sínu: Hráefni og hug- myndir úr bakgarðinum heima. Ráðstefnan hefst klukkan 13.30. Allir eru velkomnir, ekki þarf að skrá sig og aðgang- ur er ókeypis. - sg Síðastliðinn föstudag var blásið til stofnhátíðar Vitvéla- stofnunar Íslands en hún hefur verið í undirbúningi síðustu fimm ár. Vitvélastofnun Íslands er ætlað að brúa bilið milli atvinnuvegs og háskóla á sviði rannsókna á gervi- greind, hermun og vélmennafræði en þetta eru ört vaxandi svið innan hugbúnaðargeirans. Bakhjarlar Vitvélastofnunar eru Rannís, CCP og Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík en Dr. Kristinn R. Þóris- son, stofnandi Vitvélastofnunar tók þátt í að koma Gervigreindarsetri HR á laggirnar á sínum tíma. „Ég sé fyrir mér að þessar tvær stofnanir muni vinna náið saman í framtíðinni enda stunda þær rann- sóknir á svipuðu sviði. Vitvéla- stofnun er hins vegar sjálfseign- arstofnun og byggð á þýskri og bandarískri fyrirmynd,“ útskýr- ir Kristinn. Vitvélastofnun mun ekki verða ríkisstyrkt til fram- tíðar heldur byggð á rannsóknar- styrkjum innlendra og erlendra samkeppnissjóða og auk þess á áskrift fyrirtækja. Það fyrirkomu- lag hefur ekki verið reynt áður í heiminum að sögn Kristins. „Fyrirtæki munu geta keypt sér áskrift til þriggja ára í senn og fá í staðinn aðgang að öllum verkefn- um innan stofnunarinnar, óháð því hver stjórnar eða á hvaða forsend- um þau eru keypt, auk leyfis til að nýta hvaða rannsóknarniðurstöð- ur sem er í sína vöru. Vitvélastofn- un tekur við hugmyndum bæði frá atvinnuvegunum í sambandi við vörur og markaði en líka brjálæð- islega góðum en kannski ótíma- bærum hugmyndum og færir þær yfir í það form sem nýtist atvinnu- vegunum sem fyrst.“ Tvö verkefni eru þegar í undir- búningi hjá Vitvélastofnun og eitt samstarfsverkefni í startholunum. Einnig segir Kristinn mörg verk- efni geta hafist á næstu tveim- ur árum, meðal annars frá CCP og HR. Eitt verkefni sem hófst í Gervigreindarsetri HR árið 2005 er nú komið yfir til Vitvélastofn- unar en það gengur út á að bæta samræðuhæfni véla. „Það er mjög spennandi verk- efni sem kallast Gervigreind út- varpsmaður,“ segir Kristinn. „Nú þegar geta vélar breytt töluðu máli í texta en þær skilja ekki innihald samræðna. Við ætlum að gera vélar samræðuhæfar og höfum náð töluverðum árangri. Þetta var til dæmis fyrsta verkefnið í heim- inum sem tókst að búa til gervi- rödd sem gat lagað sig að einstök- um mennskum viðmælendum og lært inn á takt og talmynstur.“ Kristinn segir þessa tækni nú þegar vera í þróun í tölvuleik hjá CCP og gæti tæknin einnig ratað til Eve on line. Það sé því ljóst að Vitvélastofnun muni spila lykil- hlutverk í tækniframförum í hug- búnaðarheiminum. „Dr. Antonio Chella, vísinda- maður og stjórnandi vélmennaset- urs Háskólans í Palermo á Ítalíu var gestur á opnunarhátíðinni á föstudaginn og hann sagði í ræðu að Vitvélastofnun væri ekki bara mikilvæg fyrir Ísland og Evrópu heldur fyrir allan heiminn.“ Nánar má kynna sér Vitvéla- stofnun Íslands á www.iiim.is. - rat Mikilvæg öllum heiminum Dr. Kristinn R. Þórisson, forstöðumaður Vitvélastofnunar Íslands, ætlar stofnuninni stóra hluti. MYND/ÚR EINKASAFNI Tískan rædd á Blönduósi Bergþóra Guðnadóttir hjá Farmers Market heldur erindi undir yfirskrift- inni „Hráefni og hugmyndir úr bakgarðinum heima“. Gunnar Hilmarsson hjá Andersen og Lauth mun fjalla um uppbyggingu vörumerkisins. Lesið í náttúruna UMHVERFISDEILD – Þrjár brautir: Náttúru- og umhverfi sfræði, skógfræði/landgræðsla og umhverfi sskipulag (BS). Brautir umhverfi sdeildar bjóða fjölbreytt nám á sviði náttúru – og umhverfi svísinda, umhverfi sskipulags, skógfræði og endurheimt landgæða. Innan umhverfi sdeildar er mikil þekking á sviði náttúru- og umhverfi svísinda, skipulags- og landslagsarkitektúrs. LbhÍ hefur sérstöðu á mörgum sviðum rannsókna í umhverfi s- og skipulagsmálum, m.a. er tengist náttúrunýtingu og náttúruvernd, vistkerfum Íslands, gróðurhúsalofttegundum, jarðvegi, skógfræði og landgræðslu og sjálfbærri nýtingu landkosta. Kynntu þér námið heimasíðu skólans: www.lbhi.is Ávextir íslenskra auðlinda AUÐLINDADEILD – Tvær brautir: Búvísindi og hestafræði (BS). Auðlindadeild hefur að meginmarkmiði að viðhalda og þróa íslenskar erfðaauðlindir í búfé og nytjajurtum og byggja upp sjálfbær framleiðslukerfi sem tryggja gæði og rekjanleika afurðanna frá framleiðanda til neytanda. Kennslu- og rannsóknarviðfangsefni eru meðferð, ræktun og nýting gróðurs og lands, búfjár og ferskvatnsdýra til framleiðslu matvæla og annarrar atvinnu- og verðmætasköpunar. Kynntu þér námið heimasíðu skólans: www.lbhi.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.