Fréttablaðið - 05.06.2010, Side 22

Fréttablaðið - 05.06.2010, Side 22
22 5. júní 2010 LAUGARDAGUR já gott fólk þetta heitir líka skilnaður hjá okkur kynvillingunum þið verðið bara að kyngja því (Ingunn Snædal, Komin til að vera, nóttin, Bjartur 2009). Hárbeitt kaldhæðni skáldsins hittir mig í hjartastað, gagn- kynhneigðan prestinn. Í aldanna rás hefur kirkjan orðið að kyngja ýmsu, þegar hún sem stofnun við- urkenndi með trega eftir á það sem í dag telst sjálfsagt og eðlilegt. Þar má nefna hlutskipti kvenna sem hallaði mjög á en lengi vel stóðu konur engan veginn jafnfætis körl- um hvað varðar mannréttindi og gera ekki fyllilega enn. Þessa mis- munun studdi kirkjan ljóst og leynt eins og sjá má til að mynda í orðum og gerðum helgisiðanna. Séu þeir siðir skoðaðir þá er ljóst að um aldir var áherslan á undir- gefni konunnar, og textar ritn- ingarinnar valdir með það í huga að konan gerði sér ljósar skyld- ur sínar og stöðu líkt og ríkjandi viðhorf bauð. Þannig stendur til að mynda í hjónavígsluritúalinu í handbók presta frá 1852 með til- vísun í postulann Pál: „Kvinnurn- ar veri bændum sínum undirgefn- ar … eins og söfnuðurinn er Kristi undirgefinn, svo skulu og einn- ig kvinnurnar bændum sínum í öllu.“ Þannig voru viðteknar hug- myndir og hagsmunir feðrasamfé- lagsins teknar fram yfir orð Krists um frelsi manneskjunnar og jafn- stöðu frammi fyrir Guði og náung- anum. Ég trúi á Guð en grýlur ei, sagði þjóðskáldið forðum. Það er hægt að nota texta ritningarinnar til að ógna og hræða, allt veltur það á lesskilningi okkar og túlkun- um. Ættum við ekki fremur að lesa fagnaðarerindið, eins og við nefnum boðskapinn um Krist, með Krist fyrir sjónum? Til blessunar og vaxtar öðrum mönnum? Það var ekki að ófyrirsynju að Kristur dró saman öll boð og bönn og setti þau fram í kröfunni um að elska Guð og aðrar manneskjur og virða náungann á sama hátt og við kjós- um að við séum virt. Þessi nálg- un nægir mér, með henni verður mér m.a. ljóst (ég harma það að vísu að hafa ekki áttað mig á því miklu fyrr) að kynhneigð á ekki að greina okkur hvert frá öðru. Við erum öll manneskjur sköpuð í Guðs mynd og því óendanlega dýr- mæt í augum hans. Og samt stendur enn þá fast í koki sumra þjóna kirkjunnar að samkynhneigðir vilji eiga hlut í hjónabandinu eins og aðrir jafn- réttháir og fullgildir einstaklingar. Við beitum margvíslegum og mis- vitrum rökum, vitnum í lagabálka úr hinu gamla lögmáli, sem Krist- ur sjálfur hafnaði og við höfnum alla jafnan sjálf, vísum til hefðar- innar eins og hún sé óumbreytan- leg skikkan Skaparans, og klæðum fordóma okkar í fleiri áþekka bún- inga. Segjumst þó elska alla tilætl- unarlaust en viljum samt í nafni kærleikans að þau séu nákvæm- lega eins og við í háttum sínum og hegðan. Áður var vitnað til fortíðar í handbókartexta um hjónaband- ið frá árinu 1852. Í helgisiðabók íslensku þjóðkirkjunnar frá árinu 1910 kveður strax við annan og betri tón og nú er komið árið 2010 og þörfin brýn fyrir nýjan söng. Nú þegar fyrir liggur frumvarp á Alþingi um ein hjúskaparlög ætti kirkjan að taka því fagnandi. Í stað þess að heilsa samkynhneigð- um með litla fingri vinstri hand- ar fyrir aftan bak ættum við þjón- ar kirkjunnar að sjá sóma okkar í því að blessa hjónabönd þeirra með báðum höndum og mikilli gleði. Nema við viljum sitja ein að hjónaskilnuðum? Að trúa á Guð en grýlur ei Og samt stendur enn þá fast í koki sumra þjóna kirkjunnar að samkyn- hneigðir vilji eiga hlut í hjónaband- inu eins og aðrir jafnréttháir og fullgildir einstaklingar. Ein hjúskaparlög Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur á Landspítalanum Hafðu samband Okkar styrkur - ykkar styrkur www.styrkurehf.is Í sjúkraþjálfun Styrks er góð aðstaða til heilsuræktar í björtum og vel búnum tækja- og æfingasölum. Nauðsynlegt er að panta fyrsta tíma, þar sem sjúkraþjálfari leiðbeinir í tækjasal. Tilboð til 1. ágúst 2010 Árskort í tækjasal á einstöku verði! - 25.000.- Styrkur - heilsurækt Í sjúkraþjálfun Styrks starfa ellefu sjúkraþjálfarar með margþætta sérhæfingu. Hjá okkur er boðið upp á einstaklingsmiðaða sjúkraþjálfun, alhliða endurhæfingu, sérhæfða hópþjálfun m.a. hjartahópa, gigtarhópa, parkinsonshóp, þjálfun fyrir einstaklinga í krabbameinsmeðferð og fleira. Hafið samband í síma 5877750 til að fá ítarlegri upplýsingar um þjónustu okkar. Sjúkraþjálfun Styrkur Tilboð Árskort
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.