Fréttablaðið - 05.06.2010, Síða 43

Fréttablaðið - 05.06.2010, Síða 43
fjölskyldan [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ] júní 2010 FRAMHALD Á SÍÐU 4 Ævintýri í New York Anna María Bogadóttir og Gunnlaugur Friðrik Friðriksson búa í New York ásamt tveimur börnum sínum, Una Nils og Áshildi Herdísi. Fjölskyldublað- ið slóst í för með þeim einn sólríkan og heitan júnídag og fékk ábendingar um skemmtilega hluti sem gera má með börnum í stóra eplinu. Mannlíf ofan- og neðanjarðar Börn rétt eins og fullorðnir hafa gaman af því að sjá eitthvað nýtt. Gulu leigubílarnir í New York eru öðruvísi en bílarnir heima, ferð í neðanjarð- arlest getur verið hreinasta ævintýri, lögreglu- bílarnir eru öðruvísi en á Íslandi, götulistamenn eru út um allt og mannlífið er auðvitað ævintýra- lega fjölskrúðugt. Anna María bendir á að nýja og skemmtilega sýn af New York megi sjá úr hinum nýopnaða garði The High Line og þar hefst leið- angur dagsins. Garðurinn er byggður í kringum gamla járnbrautarteina sem reistir voru ofan götu, á nokkurs konar brúm í iðnaðarhverfi sem þá var. Hætt var að nota lestir til flutninga á þess- um slóðum í annarri heimsstyrjöldinni og tein- arnir og svæðið sem þeir eru á féllu í niðurníðslu. Í stað þess að rífa mannvirkið var afráðið að gera svæðið að almenningsgarði sem tekinn var í notk- un á síðasta ári. Hann liggur í Meatpacking-hverf- inu og Chelsea og það er gaman bæði fyrir börn og fullorðna að ganga eftir honum, útsýnið yfir nágrennið er mjög skemmtilegt, bæði yfir hús og umferðina. Fyrir áhugafólk um borgir og skipu- lag getur verið sérlega skemmtilegt að sjá hvern- ig hægt er að gefa gömlum mannvirkjum nýtt hlutverk með afar góðum árangri. Listin til barnanna Söfnin í New York eru óteljandi og þó að ekki sé mælt með endalausum safnadögum í ferðalaginu þá er vel þess virði að kynna sér flóruna í stór- borginni. Anna María mælir með því að kíkt sé í galleríin í Chelsea, þar er þægilegt að líta á spenn- andi sýningar og margt spennandi fyrir unga sem aldna. „Ég vil fara í þrjú gallerí,“ segir Uni Nils sem er þriggja ára og áhugasamur listunnandi. Fyrir valinu verður meðal annars hið rómaða Gagausian gallerí en þar er nú sýning á verkum Roy Lichtenstein frá áttunda áratugnum. Af söfnum með sérstaklega eru fyrir börn má svo nefna Barnasafn Manhattan, Childrens Museums of Manhattan, sem er margrómað safn sem hvetur til menningarlegrar fjölbreytni og sköpunar í gagnvirkum sýningum, www.cmom. org. Central Park Að vera í Central Park er ævintýri út af fyrir sig segja Anna María og Gunnlaugur sem að fara oft með börnin í þennan stærsta almennings- garð á Manhattan. Þar er fjöldinn allur af leik- völlum sem hver hefur sinn karakter. Á sumrin er hægt að busla í vatni á nokkrum þeirra og um að gera að hafa sundföt á börnin með í far- angri dagsins. Á meðan börnin leika sér geta fullorðnir stúderað jafnaldra sína en mann- Hátíðarhöld um land allt Sjómannadegi er fagnað um land allt með fjölbreytilegum hætti um helgina SÍÐA 7 Stelpurnar segja mér til Feðginin Björn, Ingibjörg og Elísabet eru öll í karate SÍÐA 2 N O RD IC PH O TO S/ G ET TY IM A G ES
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.