Fréttablaðið - 05.06.2010, Page 113

Fréttablaðið - 05.06.2010, Page 113
LAUGARDAGUR 5. júní 2010 77 Bylgjan leggur nú upp í sitt árlega sumarferðalag um landið. Við hefjum leikinn á vinsælustu fjölskyldu- og sjómannahátíð landsins í Grindavík. Á laugardaginn höldum við Sumargleði Bylgjunnar með Hemma Gunn og Svansí við stjórnvölinn. Boðið verður upp á frábær tónlistaratriði og uppákomur fyrir alla fjölskylduna. Vertu með Bylgjunni og Olís um helgina. Fjórhjólaferðir Paintball Útivatnsrennibraut ... og margt margt fleira! Skoppa og Skrítla Íþróttaálfurinn og Solla stirða Brúðubíllinn HEMMI GUNN OG SVANSÍ FYRIR YNGSTU KYNSLÓÐINA POTTÞÉTT FJÖLSYLDUSKEMMTUN Mannakorn Ingó og Veðurguðirnir Hera Björk Í svörtum fötum Dúkkulísurnar Hvanndalsbræður Friðrik Ómar og Jogvan Dalton LANDSLIÐ SKEMMTIKRAFTA Í GRINDAVÍK UM HELGINA Við sendum út frá Sjóaranum síkáta. Heyrumst hress KÖRFUBOLTI Leikstjórnandinn Hörð- ur Axel Vilhjálmsson ætlar ekki að hoppa á hvaða tilboð sem er þótt hann stefni á að komast aftur út í atvinnumennsku. Hörður Axel spilaði frábærlega með Keflavík- urliðinu á síðasta tímabili ekki síst í úrslitakeppninni þar sem Kefla- vík fór alla leið í oddaleik um tit- ilinn. „Ég ætla ekki bara að fara út til þess að fara út. Ég þarf að fá eitt- hvað sem vit er í því annars verð ég áfram í Keflavík. Ég verð að fá eitthvað gott til að vilja fara frá Keflavík því maður hefur það mjög gott hérna,“ segir Hörður sem er búinn að skipta um umboðsmann. „Maður er í þessu til þess að komast eitthvað lengra og bæta sig. Maður stefnir því alltaf eitt- hvað hærra. Hinn umboðsmaður- inn var ekki að gera neitt gott fyrir mig þannig að ég skipti bara,“ segir Hörður sem tók sér aðeins viku sumarfrí. „Ég er búinn að æfa tvisvar á dag í allan vetur og allt sumar. Ég tók viku sumarfrí eftir úrslita- keppnina. Ég er búinn að læra ansi mikið af öllu draslinu sem ég hef farið í gegnum. Ég held að það hafi bara styrkt mig og ýtt við mér að leggja enn þá meira á mig,“ segir Hörður Axel. Hann fagnar komu Arnars Freys Jónssonar til liðsins en þeir spila sömu stöðu. „Arnar er magnaður leikmaður og á eftir að hjálpa okkur mikið. Hann á líka eftir að hjálpa mér mikið bæði í æfingum og í leikj- um. Nú hefur maður einhvern almennilegan til að pressa allan völl á æfingum,“ sagði Hörður í léttum tón. - óój Hörður Axel Vilhjálmsson er búinn að skipta um umboðsmann en ætlar ekki að hoppa á fyrsta tilboð: Verð að fá gott tilboð til að fara frá Keflavík HÖRÐUR AXEL VILHJÁLMSSON Er ánægður í Keflavík en stefnir að komast út í framtíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/XXXX HANDBOLTI Jóhann Gunnar Ein- arsson er genginn aftur í uppeld- isfélag sitt, Fram. Hann skrif- aði undir tveggja ára samning en hann hefur verið í eitt ár í Þýskalandi þar sem hann lék með Kassel. Honum stóð til boða að vera áfram í Þýskalandi en ákvað að koma heim. Hann er annar leikmaðurinn sem Fram endur- heimtir en Sigfús Páll Sigfússon kom aftur til félagsins frá Val í vikunni. - hþh Jóhann Gunnar Einarsson: Snýr aftur í Safamýrina SKYTTA Jóhann Gunnar er öflug skytta og er kærkomin viðbót í Fram. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HANDBOLTI Silfurdrengurinn Sig- fús Sigurðsson verður ekki hjá Val á næstu leiktíð. Júlíus Jónas- son, þjálfari liðsins, tjáði Sigfúsi að hann óskaði ekki eftir kröftum hans, þjálfarinn ætlar að byggja liðið upp á yngri mönnum. Sigfús sagði við Fréttablaðið í gær að hann væri ekki hættur að spila, hann ætlaði að sjá hvernig standið á sér væri í lok sumars- ins. Hann var í aðgerð í gær þar sem æðahnútar voru fjarlægðir en þeir mynduðust eftir síðustu aðgerð á hné sem hann fór í fyrir um einu og hálfu ári. „Ef ég spila mun ég ekki spila áfram með Val,“ sagði Sigfús sem ætlar ekki að leggja skóna á hill- una strax. „Tíminn einn verður að leiða í ljós hvort ég spila hand- bolta aftur. Ég er ekkert vanur að gefast upp,“ sagði Sigfús sem er því samningslaus og laus allra mála hjá Val. - hþh Sigfús Sigurðsson hættir ekki: Krafta Sigfúsar ekki óskað í Val SILFURDRENGUR Sigfús hefur átt í erfið- leikum vegna meiðsla í nokkur ár. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL TENNIS Rafael Nadal mætir Robin Soderling í úrslitaleiknum á opna franska meistaramótinu í tennis. Leikur þeirra fer fram á morg- un. Vinni Nadal kemst hann í efsta sæti heimslistans og hrifsar það þar með af Svisslendingnum Roger Federer. Í 285 vikur hefur Federer verið í efsta sætinu, það gera rúm fimm ár. Federer tapaði snemma í mótinu og fær því fá stig í sinn hlut. Federer á aðeins eina viku eftir í efsta sæti listans til að jafna met Pete Sampras yfir lengstan tíma á toppnum. Tvær vikur enn og metið væri slegið. - hþh Nadal í úrslitin í Frakklandi: Ótrúlegt met Federer í hættu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.