Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.06.2010, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 10.06.2010, Qupperneq 34
 10. JÚNÍ 2010 FIMMTUDAGUR2 ● lífrænn lífsstíll Garðyrkjubændur í Laugarási, Háskólafélag Suðurlands, Hótel Geysir og fleiri aðilar gangast fyrir námskeiðs- og samveruhelgi að Hótel Geysi 18.-20. júní næstkomandi. Við tókum tvo helstu forsprakka viðburðarins tali, þá Ingólf Guðnason, garðyrkjubónda á Engi, og Þórð G. Halldórsson á Akri. „Við hugsum okkur þetta sem samveru og fræðslu um lífrænan lífsstíl,“ segja þeir félagar. „Við höfum skynjað að fólk er meira og meira að endurskoða sína lífs- hætti, vill heilbrigðari lífsstíl og meiri meðvitund um umhverfið í kringum sig og hvernig við förum með það. Um þessa helgi, 18.-20. júní, verður í boði á Hótel Geysi alveg einstök upplifun og fróðleik- ur um heilsu, hollust og umhverfi að ógleymdum frábærum mat úr lífrænu hráefni. Á dagskránni eru erindi um líf- rænan lífsstíl og lífræna heimil- isgarðrækt sem Gunnþór K. Guð- finnson og Jón Guðmundsson garð- yrkjufræðingar sjá um. Dominique P. Jónsson frá Slow Food-samtökun- um kynnir þá einstöku hugmynda- fræði, Solla í Gló, áður Grænum kosti, talar um hráfæði og Krist- björg E. Kristmundsdóttir fjallar um grasnytjar fyrir líkama og sál. „Umhverfið á Hótel Geysi er ein- staklega kraftmikið og hentar þeim vel sem vilja hlaða batteríin og for- vitnast um hollustu og heilbrigði,“ segja þeir Ingólfur og Þórður. Garðyrkjustöðvarnar Akur og Engi bjóða enn fremur gesti vel- komna til sín á lífrænan sveita- markað í Laugarási í Biskups- tungum með opnun 20. júní næstkomandi. Þar verða til sölu vottaðar lífrænar garðyrkjuafurð- ir frá þeim og fleiri framleiðend- um. Markaðurinn verður opinn frá fimmtudegi til mánudags í viku hverri frá klukkan 13 til 18. Lífrænn lífsstíll í sókn Hollusta og matur úr lífrænu hráefni verður til umfjöllunar á Hótel Geysi 18.-20. júní. Þau stuðla öll að heilbrigðum lífsstíl. Frá vinstri: Sigrún Reynisdóttir og Ingólfur Guðnason á Engi, því næst Bjarki Hilmarsson, matreiðslumeistari á Hótel Geysi, og Þórður Halldórsson á Akri. Aftan við þá standa Karólína Gunnarsdóttir á Akri og Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi í uppsveitum Árnessýslu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Er hægt að vera áskrifandi að grænmeti? Greinilega, því Þórð- ur og Karólína, garðyrkjubændur á Akri í Biskupstungum, hafa boðið upp á þessa þjónustu um nokkurt skeið. „Lífrænt á Netinu er valkost- ur fyrir neytendur sem vilja fá lífrænar afurðir beint frá fram- leiðendum. Fólki gefst kostur á að panta vikulega, eða sjaldnar eftir eigin óskum, samkvæmt vöru- lista hverju sinni,“ segir Þórður sem rekur dreifingarfyrirtækið Græna hlekkinn, graenihlekkur- inn.is, ásamt Köllu. Græni hlekkurinn og Olís eru í samstarfi um afhendingu pantana. Um er að ræða Uppgripsverslanir á Selfossi og á höfuðborgarsvæðinu. „Pöntunartímabil er frá þriðjudegi til hádegis á mánudag og pantan- ir afgreiddar á miðvikudögum og fimmtudögum þar á eftir.“ Skyldi þetta vera vinsælt? „Klár- lega, eftirspurnin eykst stöðugt. Neytandinn kann að meta að fá úrval lífrænna afurða, ekki bara það sem Akur framleiðir, heldur líka lífræna ávexti, mjólkurvörur, kornvörur og fleira. Landsbyggð- in fær vörurnar sendar með vöru- flutningabíl. Við erum greinilega að uppfylla þörf á markaði,“ segir Þórður. Ferskt grænmeti í áskrift ● EIGIÐ PESTÓ Ef þú átt lífrænar basilplöntur frá Engi þá getur þú búið til þitt eigið græna pestó. Munurinn á því og verksmiðjuframleiddu pestói er gríðarlegur. Til eru margar uppskriftir að pestói en uppistaðan er basilplantan. Innihaldið er yfirleitt það sama, lúka eða tvær af basilblöðum, 100-150 g af furu- hnetum, nokkrir hvítlauksgeirar, 50-100 g af rifnum parmesanosti, 1-3 dl extra virgin ólívuolía af hæsta gæðaflokki, salt og pipar að smekk. Þurrefni og græn- meti er maukað í matvinnsluvél og olíu bætt við á hægum hraða. Sumir skipta hluta af basili út á móti steinselju sem Engi framleiðir einnig. ● VILTU RÆKTA LÍF- RÆNT? Í garðyrkjuversl- unum má víða fá lífrænan áburð til að setja í matjurta- garðinn. Best er að huga að áburði frá upphafi, til dæmis að tæta hrossaskít eða annan búfjáráburð saman við mold- ina áður en plantað er út. Hrossaskítur vill þó bera með sér illgresisfræ ef hann hefur staðið úti lengi. Síðan má nota sveppamold og kjúkl- ingaskít (gerilsneyddan) til að uppfylla viðbótaráburðar- þörf plantnanna yfir sumarið. Starfsmenn garðyrkjuversl- ana geta veitt frekari svör. Áhugasömum er einnig bent á að margir bjóða upp á námskeið í matjurtaræktun, þar á meðal lífræna ræktun. ● VESTFIRSKUR SMYRSLAKRAFTUR Smyrslin frá Villimey eru gerð úr völdum villtum jurtum sem vaxa í næringarríkum jarðvegi, fá hreint loft og tært vatn, þannig að bestu eiginleikar og einstök virkni jurtanna nýtist til fullnustu. Uppskriftirnar eru þróaðar af Aðalbjörgu Þor- steinsdóttur. Smyrslin eru 100 prósent náttúruleg, unnin úr íslenskum jurtum sem eru handtíndar á Vestfjörðum þegar virkni þeirra er hvað mest. Smyrslin eru án rot- varna-, ilm- og litarefna og lífrænt vottuð frá Vottunarstofunni Túni. Smyrslin eru seld í mörg- um apótekum, heilsubúðum t.d. hjá Græna hlekknum að Nethyl 2c og á Net- inu. Sjá nánar sölustaði og upp- lýsingar á vefnum villimey.is. ● LÍFRÆN LÉTTVÍN Lífrænum valkostum í léttvínum fjölgar. Þau eru framleidd úr lífrænum þrúgum þar sem að- eins eru notaðar náttúrulegar varnir og áburður eins og í ann- arri lífrænni ræktun. ÁTVR býður upp á 34 tegundir af lífrænum léttvínum frá tæplega 1.600 krónum upp í rúmlega 10.000 krónur. Vínin eru gerð úr ýmsum þrúgum. Chardonnay er algengt í hvít- víni og Cabernet Sauvignon í rauðvíni. Fleiri gerðir eru í boði. Sjá vinbudin.is. Sífellt fleiri panta sér lífrænar afurðir á Netinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Útgefandi: Háskólafélag Suðurlands ehf. l Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sveinn Aðalsteinsson l Heimilisfang: Tryggvagötu 36, 800 Selfossl Vefsíða: www.www.hfsu.is.is l Sími: 525 5461, 698 9644 l Tölvupóstfang: hfsu@hfsu.is, sveinn@primordia.is Lífrænn barnamatur sem kitlar bragðlaukana Engin erfðabreytt innihaldsefni Ræktað án notkunar meindýraeiturs
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.