Fréttablaðið - 19.06.2010, Síða 4

Fréttablaðið - 19.06.2010, Síða 4
4 19. júní 2010 LAUGARDAGUR Umhverfis landið BOLUNGARVÍK Guðmundur Einarsson ÍS úr Bolungarvík er aflahæsti smábátur landsins það sem af er mánuðinum meðal báta yfir tíu brúttó- tonnum. Báturinn er kominn með rúm 84 tonn í tólf róðrum og fékk mest rúm fjórtán tonn í einum róðri. Bátarnir í öðru og þriðja sæti eru líka frá Bolungarvík, Sirrý ÍS er með tæpt 71 tonn og Einar Hálfdáns ÍS með tæp 45 tonn. Þetta kemur fram í tölum Aflafrétta. Aflahæstu smábátar landsins AKRANES Bæjarráð Akraness ákvað í gær að ráða Jón Pálma Pálsson tíma- bundið í stöðu bæjarstjóra. Ráðningin gildir fram til 1. ágúst, eða þar til nýr bæjarstjóri verður ráðinn. Jón Pálmi hefur starfað fyrir Akranes frá árinu1987, lengi sem bæjarritari en síðustu ár sem framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu. Gunnar Sigurðsson forseti bæjar- stjórnar verður talsmaður bæjarstjórnar á meðan þetta varir. Bæjarstjóri ráðinn tímabundið SKAGAFJÖRÐUR Hesthús brann á Nöfunum í Skagafirði á fimmtu- dag. Húsið var eitt sinn fjárhús en hefur síðustu ár verið notað sem hesthús og trippaskýli. Slökkviliði gekk vel að slökkva eldinn en sagði erfitt að gera sér grein fyrir upptökum hans. Ekkert rafmagn var í húsinu en timbrið var gamalt og auk þess var mikið gamalt hey í því. Kviknaði í hesthúsi STOKKSEYRI Síðasti vitavörður landsins hefur hætt störfum. Sigurður Pálsson á Baugsstöðum hefur hirt um Knarrarósvita í fjöldamörg ár en hefur frá áramót- um ekki þurft að vitja hans. Hann segir í viðtali við Sunnlenska fréttablaðið að tækni í skipum og vitum geri vitaverði óþarfa, nema til að hleypa inn ferðamönnum. Allt að þúsund manns heimsækja vitann á hverju ári, en nú er enginn til að hleypa fólkinu inn. Síðasti vitavörður landsins hættur FJARÐABYGGÐ Göngu- og gleðivikan „Á fætur í Fjarða- byggð“ hefst í dag. Alla vikuna eru skipulagðar lengri og styttri gönguferðir yfir daginn og öll kvöld verða haldnar kvöldvökur. Starfræktur verður náttúru- og leikjaskóli fyrir börn þar sem þau munu fræðast um náttúruna og vera í gæslu meðan foreldrar fara í lengri göngur. Áskorunin „Fjöll- in fimm“ verður jafnframt haldin þessa viku. Þá er gengið á fimm fjöll á jafnmörgum dögum. Gengið á fimm fjöll á fimm dögum BORGARFJÖRÐUR Yfir sextíu laxar komu á land við opnun Þverár og Kjarrár í Borgar- firði. Laxveiðin hefur byrjað vel og fyrstu tvo dagana komu þrjátíu laxar á land úr Þverá og tuttugu úr Kjarrá. Níu laxar voru yfir 70 sentímetra langir og að minnsta kosti tveir voru um 87 sentímetrar. Laxá í Leirársveit mun svo opna í komandi viku. Laxveiðin byrjar velTölur um stöðu tveggja lífeyrissjóða víxluðust í súluriti með frétt á fimmtu- daginn. Rétt er að tryggingafræðileg staða Íslenska lífeyrissjóðsins var -5,1 prósent um síðustu áramót, og raunávöxtun á síðasta ári 3,2 prósent. Tryggingafræðileg staða Eftirlauna- sjóðs starfsmanna Glitnis var hins vegar -11,6 prósent og raunávöxtun á síðasta ári -8,0 prósent. LEIÐRÉTTING VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 26° 22° 17° 15° 17° 13° 15° 15° 22° 15° 25° 29° 33° 15° 14° 16° 15°Á MORGUN Fremur hægur vindur víða um land. MÁNUDAGUR Hæg vestlæg eða breytileg átt víða. 12 13 1613 12 13 14 18 1612 13 13 13 13 15 12 21 17 17 12 126 7 5 5 3 3 4 3 5 4 6KVENNAHLAUP Það viðrar nokkuð vel á kvennahlaup í dag þó það verði skúrir um landið vestanvert en úr- koman fer minnk- andi þegar líður á daginn. Austan- lands verður hins vegar nokkuð bjart og hitinn þar víða á milli 15 og 20 stig. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður EFNAHAGSMÁL Svein Harald Øygard er álitlegasti eftirmaður norska seðlabankastjórans. Þetta hefur norska dagblaðið Dagens Nærings- liv eftir Svein Gjedrem, núverandi bankastjóra. Gjedrem hefur vermt banka- stjórastólinn frá 1999 og rennur ráðningartími hans út um næstu áramót. Samkvæmt norskum lögum má hann ekki sitja lengur en tvö sex ára tímabil. Svein Harald þekkir norsku stjórnsýsluna og seðlabankann í þaula en hjá þeim báðum starfaði hann sleitulítið frá 1983 til 1995 þegar hann hóf störf hjá ráðgjafa- fyrirtækinu McKinsey. Þar var hann framkvæmdastjóri áður en hann tók við seðlabankastjórastóln- um hér í byrjun síðasta árs. Svein Harald tók aftur við fyrri stöðu þegar hann sneri til Noregs á ný í fyrrahaust. Svein Harald vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann sagði þetta vangavelt- ur í norskum fjölmiðlum og vísaði til umfjöllunar Dagens Næringsliv um málið. Í blaðinu er haft eftir honum að Gjedrem hafi verið framúrskarandi bankastjóri sem alþjóðasamfélag- ið taki mark á. Norska ríkisstjórn- in verði að breyta lögum og halda í Gjedrem. - jab SVEIN HARALD Norðmaðurinn var seðlabankastjóri hér frá febrúarlokum og fram í ágúst í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Svein Harald Øygard nefndur til sögunnar sem næsti seðlabankastjóri Noregs: Vill halda í gamla stjórann PÓLLAND Jarozlaw Kaczynski, forsetaframbjóðandi í Póllandi, heimsótti í gær gröf tvíburabróð- ur síns, Lech Kaczynskis fyrrver- andi forseta, sem fórst í flugslysi í Rússlandi í apríl. Í gær var 61 árs afmælisdagur tvíburabræðranna, en á morgun fara fram forsetakosningar, þar sem Jaroslaw keppir við níu aðra frambjóðendur um að verða arf- taki hins látna bróður síns, þar á meðal Bronislaw Komarowski þingforseta sem hefur gegnt for- setaembættinu til bráðabirgða. Síðust skoðanakannanir sýna að Komarowski er sigurstrang- legri, en nái enginn meirihluta verður kosið á milli tveggja efstu í seinni umferð kosninganna eftir tvær vikur. - gb Forsetakosningar á sunnudag: Heimsótti gröf bróður síns VIÐ GRÖF BRÓÐUR SÍNS Jaroslaw Kaczynski ásamt frænku sinni. NORDICPHOTOS/AFP VÍN Maður á sextugsaldri var handtekinn í vikunni fyrir vörslu á barnaklámi. Hann átti meira en milljón myndir og myndskeið á átta hörðum diskum, borðtölvu, fartölvu og DVD diskum. Þetta er mesta magn barnakláms sem lagt hefur verið hald á í einu í Austur- ríki. Efnið fannst á heimili manns- ins og sýnir börn, í sumum tilvik- um ungbörn, misnotuð kynferðis- lega. Maðurinn var búinn að safna að sér myndunum í átta ár, en hann á einnig yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa misnotað tvær ungar stjúpdætur sínar. - sv Barnaníðingur í Austurríki: Milljón myndir AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 18.06.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,0577 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,63 127,23 187,54 188,46 156,56 157,44 21,041 21,165 19,881 19,999 16,383 16,479 1,3973 1,4055 186,79 187,91 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.