Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.06.2010, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 19.06.2010, Qupperneq 6
6 19. júní 2010 LAUGARDAGUR óverðtryggðu vexti Seðlabankans á þeim tíma sem lánið var tekið. Nokkuð ljóst er, að sögn Gylfa, að fólk sem hefur verið ofrukkað um afborganir eigi heimtingu á endurgreiðslum. Áhyggjur hafa kviknað af því að með slíkum endurreikningi kunni þeir sem tóku áhættu með gengis-tryggðum lánum að verða í mun betri stöðu en þeir sem völdu sér verðtryggt íslenskt lán. Verði niðurstaðan að miða við Seðla- bankavextina eru þessar áhyggjur þó óþarfar, því þá ættu hin endur- reiknuðu lán að verða sambærileg verðtryggðum lánum sem tekin voru á sama tíma. Sú spurning hefur einnig vaknað hvort fjármálafyrirtæki kunni að eiga bótarétt á hendur eftirlitsaðil- um sem aldrei gerðu athugasemd- ir við hin ólöglegu lán. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon hæpið. „Það er ekki þannig að þeir sem stunduðu ólögleg lánaviðskipti eigi bótarétt vegna þess að stjórnvöld komu ekki vitinu fyrir þá. Það eru þeir sem eru gerendurnir í málinu og hljóta að þurfa að horfast í augu við þá ábyrgð,“ segir hann. Gylfi Magnússon segir mjög umhugsunarvert að hvorki dóm- stólar né eftirlitsaðilar hafi til þessa gert athugasemdir við lánin. „En ég vil ekkert leggja neitt mat á hvort það býr til skaðabótarétt einhvers staðar.“ stigur@frettabladid.is VEIÐIKORTIÐ 2010 OG STANGARSETT Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Veiðikortið 2010 og 7’ stangarsett. Í settinu er: letingi, box með spúnum og sökkur. Hægt er að velja á milli veiðistangar með opnu eða lokuðu hjóli. Safnkortshafar borga aðeins 6.990 kr. auk 1.000 punkta Fullt verð: 10.990kr. x4 Punktar gilda fjórfalt.Tilboðið gildir til 31.07 2010 eða á meðan birgðir endast. Vr. A97 2000 / A97 2001 ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR auglýsir eftir síðustu umsóknum um styrki úr sjóðnum árið 2010 vegna ársins 2011. Þjóðhátíðarsjóður, sem starfar samkvæmt skipulagsskrá nr. 361 frá 30. september 1977 með áorðnum breytingum, var stofnaður í tilefni af 1100 ára búsetu á Íslandi 1974. Tilgangur sjóðsins er: • að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlög til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau. Á síðasta ári veitti sjóðurinn 65 styrki samtals að fjárhæð 33,9 m.kr. Þetta er síðasta almenna úthlutun sjóðsins sem verður að fjárhæð samtals um 34 m.kr. Að henni lokinni lýkur úthlutunum sjóðsins, sbr. skipulagsskrá. Umsóknir Einungis verður tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum. Þau má fi nna á vefsíðu Seðlabanka Íslands http://www.sedlabanki. is/?PageID=28. Enn fremur má nálgast eyðublöð í afgreiðslu Seðla- bankans, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst 2010 og er stefnt að því að úthlutað verði úr sjóðnum 1. desember 2010 með athöfn í Þjóðmenn- ingarhúsinu. Umsóknir skal senda Þjóðhátíðarsjóði, Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 569 9628 og 569 9781 eða á netfanginu: thjodhatidarsjodur@sedlabanki.is. Stjórn Þjóðhátíðarsjóðs EFNAHAGSMÁL Íslensk lög um vexti og verðtryggingu hafa að geyma að mestu fullnægjandi leiðbein- ingar um það hvernig skuli endur- reikna gengistryggð lán í kjölfar dóma Hæstaréttar, og því er alls ekki víst að stjórnvöld sjái nokkra ástæðu til að gefa út leiðarvísi um það fyrir fjármálafyrirtæki. Þetta er mat fjármálaráðherra og efna- hags- og viðskiptaráðherra. Ríkisstjórnin greindi frá því á blaðamannafundi að loknum fundi sínum í gær að ekki stæði til að setja lög sem skerða myndu rétt neytenda vegna málsins. Stein- grímur J. Sigfússon segir að það hafi aldrei komið til greina, enda sé ekki hægt að breyta niður- stöðu Hæstaréttar afturvirkt með lögum. Eignaleigufyrirtækin hafa beðið niðurstöðu stjórnvalda, en hún mun vera væntanleg strax eftir helgi. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir alls ekki víst að stjórnvöld muni leggja fyrirtækjunum neinar línur. Steingrímur tekur í sama streng. „En áfram eru ýmis óvissuatriði tengd úrvinnslu þessara mála. Það þarf að fara vel yfir þau og sömu- leiðis hvernig er hægt að stuðla að því og reyna að tryggja sem kostur er að úrvinnslan verði markviss og samræmd og það þurfi ekki hver og einn að standa í að sækja sinn rétt. Þar geta stjórnvöld að sjálf- sögðu lagt sitt af mörkum með því að fylgjast með því að það sé gert og reyna að hvetja til samráðs.“ Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er líklegasta niðurstaðan sú að einfaldlega skuli litið til laga um vexti og verðtryggingu við úrlausn málsins og þess ákvæðis sem segir að í stað hins ólöglega lánasamnings skuli lánið reiknað upp á nýtt miðað við hagstæðustu Myntkörfufólk verði jafnsett verðtryggðum Verði ólögmæt myntkörfulán endurreiknuð miðað við Seðlabankavexti munu lánþegarnir verða í áþekkri stöðu og þeir sem upphaflega tóku verðtryggt, ís- lenskt lán. Ekki stendur til að grípa inn í atburðarásina með lagasetningu. GYLFI MAGNÚSSON STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON BRUNI Maður sem fluttur var á slysadeild að kvöldi 17. júní eftir að eldur kom upp í íbúð hans við Írabakka, er kominn á almenna deild. Hann dvaldi á gjörgæslu fyrstu nóttina vegna gruns um reykeitrun, en líðan hans er nú stöðug. Manninum var bjargað af þremur mönnum úr nærliggj- andi íbúðum sem náðu honum út á svalir hússins. Þaðan var hann svo fjarlægður af slökkviliðs- mönnum. Eldurinn átti upptök sín í eld- húsi á jarðhæð og komst í plast sem fyrir var í íbúðinni. Þetta gerði það að verkum að mik- ill og svartur reykur fyllti bæði íbúðina og stigagang hússins. Að minnsta kosti sex manns festust á efstu hæðum og þurfti fjóra reyk- kafara til að bjarga fólkinu út. Að sögn Óla Ragnars Gunnarsson- ar, varðstjóra slökkviliðsins, var eldurinn ekki mikill þrátt fyrir mikinn reyk og slökkvistarf gekk hratt og vel fyrir sig. Tvær deild- ir slökkviliðsins komu að málinu og að auki voru þrír sjúkrabílar á staðnum til að huga að íbúum sem nokkrir voru fluttir á slysa- deild þegar björgunarstarfi var lokið. - sv Eldur á jarðhæð við Írabakka í Breiðholti að kvöldi þjóðhátíðardags: Líðan mannsins orðin stöðug ÍRABAKKI ferðataska úr íbúðinni brennur á meðan slökkvilið ræður niðurlögum eldsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Varpaði ákvörðun Evrópusam- bandsins skugga á þjóðhátíðar- gleði þína? Já 41,1% Nei 58,9% SPURNING DAGSINS Í DAG Deilir þú þeirri skoðun forsætis- ráðherra að full ástæða sé til bjartsýni af hálfu Íslendinga? Segðu skoðun þína á Vísi HESTAMENNSKA Yfirdýralæknir, Halldór Run- ólfsson, bannaði í gær tveimur dýralæknum, að halda áfram þeim rannsóknum sem þeir hafa unnið að að undanförnu til að freista þessa að finna meðhöndlun á hrossum sem veikst hafa af smitandi hósta. Jafnframt hafa dýralæknarnir unnið að því að finna leiðir til að efla ónæmis- kerfi hrossanna. Þetta staðfesti Susanne Braun annar dýra- læknanna við Fréttablaðið í gær. Hinn dýra- læknirinn, Björn Steinbjörnsson, sem vinnur hjá Matvælastofnun, en hefur fengist við rann- sóknirnar utan vinnutíma að því er fram kom í Fréttablaðinu fyrr í vikunni, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Susanne hefur verið sjálfstætt starfandi dýralæknir hér á landi um árabil. „Já, það er rétt að ég bann- aði þetta þar til að dýralæknarnir eru búnir að sækja um leyfi fyrir fyrirhugaðri tilrauna- starfsemi á hrossum til tilraunadýranefndar og fá það,“ sagði yfirdýralæknir í gær. „Þegar ég frétti að þau væru farin að ráðgera umfangs- meiri tilraunir og óska eftir hestum til þess að prófa á þeim tiltekið efni, þá var ekki um annað að ræða en að þau yrðu að fara formlegu leið- ina.“ Susanne kvaðst skilja þá afstöðu yfirdýra- læknis að tilraunirnar þyrftu að fara í formlegt ferli.„Ég mun sækja um leyfi til Tilraunadýra- nefndar með hraði og biðja um flýtimeðferð hjá nefndinni,“ sagði hún. „Það er svo mikið í húfi að okkur finnst að þetta þoli enga bið.“ - jss HESTAVEIKIN Viðamiklar rannsóknir eru í gangi til að finna veiru þá sem veldur smitandi hósta í hrossum og finna aðferðir sem gagnast gegn henni. Yfirdýralæknir fer fram á að dýralæknar sæki um formlegt leyfi til rannsókna á hestapest: Rannsóknir tveggja dýralækna stöðvaðar Á FERÐ Í REYKJAVÍK Nokkuð ljóst er að fólk sem hefur verið ofrukkað um afborganir lána á heimtingu á endurgreiðslu segir viðskiptaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.