Fréttablaðið - 19.06.2010, Page 8

Fréttablaðið - 19.06.2010, Page 8
8 19. júní 2010 LAUGARDAGUR VITA er lífið Alicante VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is Kynntu þér ferðamöguleikana og skráðu þig í netklúbbinn á VITA.is Flugsæti Verð frá 25.000 kr. Brottför 21. júní. 1 Hver er borgarlistamaður Reykjavíkur 2010? 2 Hver skoraði þrennu í leik Argentínu og Suður-Kóreu á HM í fótbolta? 3 Hversu margir fengu riddara- krossinn á þjóðhátíðardaginn? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 66 STJÓRNMÁL Samfylkingin fagnar ákvörðun leiðtoga Evrópusam- bandsríkjanna um að hefja aðild- arviðræður við Ísland, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá fram- kvæmdastjórn Samfylkingarinnar. „Íslenska þjóðin getur einungis tekið upplýsta ákvörðun um hvort aðild þjóni hagsmunum Íslendinga þegar samningur liggur fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. „Mikil- vægt er að áfram verði vel staðið að samningaferlinu og að þjóðin standi saman og styðji við bakið á samningafólki okkar, til að sem bestur samningur náist. Þannig er hagsmunum Íslands best þjónað.“ - gb Samfylkingin fagnar: Mikilvægt að fá góðan samning LÖGREGLUMÁL Kona sem tilkynnti nauðgun á Akureyri í fyrrinótt ákvað í gær að leggja ekki fram kæru. Rannsókn málsins er því lokið að sögn lögreglunnar á Akureyri. Það var rúmlega fjögur í fyrrinótt sem tilkynnt var um nauðgun á tjaldstæðinu við Þingvallastræti. Karlmaður var handtekinn og rúmlega tví- tug kona fór til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Akureyri. Manninum, sem er á svipuð- um aldri og konan, var sleppt út haldi í gær. -jss Tilkynnt um nauðgun: Konan lagði ekki fram kæru STJÓRNMÁL Sitt sýnist hverjum um það hvort leiðtogaráð Evrópusam- bandsins hafi í yfirlýsingu sinni á fimmtudag, þar sem samþykkt var að hefja aðildarviðræður við Ísland, gert kröfu til Íslendinga um að leysa Icesave-málið áður en af aðild geti orðið. Í yfirlýsingunni segir orðrétt að viðræðurnar beinist meðal annars að því að Ísland „taki á núverandi skuldbindingum, eins og þeim sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur bent á samkvæmt EES-samningnum.“ Þarna getur varla verið átt við annað – í það minnsta meðal ann- arra atriða sem tengjast eftirlits- stofnuninni ESA – en forúrskurð hennar frá 26. maí síðastliðnum, þar sem komist er að þeirri nið- urstöðu að Íslandi beri að greiða lágmarkstryggingu innstæðna á Icesave-reikningunum. Fréttavefurinn EUobserver.com, sem sérhæfir sig í fréttum af Evr- ópusambandinu, segist hafa heim- ildir fyrir því að Hollendingar hafi átt stóran þátt í að semja texta yfir- lýsingarinnar, að því leyti er hún snertir Ísland. Bæði Bretar og Hol- lendingar hafi auk þess gert kröfu um að í yfirlýsingunni sé minnst á deilu þeirra við Ísland. „Við ætlum ekki að koma í veg fyrir viðræðurnar, en það eru gerðar strangar kröfur til Íslands,“ sagði Jan-Peter Balkanende, for- sætisráðherra Hollands, við aðra leiðtoga Evrópusambandsins, að því er EUobserver hefur eftir ónefndum evrópskum stjórnarer- indreka. Íslendingar hafa ekki viljað líta svo á að þessi tvö mál, aðildarvið- ræður við ESB og Icesave-deilan, séu tengd á neinn hátt. „Þessu hefur ekki verið bland- að saman á nokkurn hátt af okkar hálfu,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Hann segir samskipti um Ice- save-deiluna hafa haldið áfram þrátt fyrir biðstöðu um hríð, og þær viðræður verði að hafa sinn gang alveg óháð Evrópusamband- inu. Fyrrgreindur stjórnarerindreki, sem EUobserver vitnar til, segir hins vegar ljóst að gangur við- ræðnanna muni ráðast af því að hve miklu leyti Íslendingar standa við „alþjóðlegar skuldbindingar sínar“ eins og hann orðar það. „Þeir verða að leysa þetta áður en af aðild verð- ur.“ Í Fréttablaðinu í gær er haft eftir Össuri Skarphéðinssyni utanríkis- ráðherra að aldrei hafi leikið neinn vafi á því, af okkar hálfu, að Íslend- ingar ætli að standa við skuldbind- ingar sínar. gudsteinn@frettabladid.is Aðildarviðræður tengdar Icesave Hollendingar og Bretar eru sagðir hafa haft áhrif á orðalag samþykktar leið- togaráðs Evrópusambandsins um aðildarviðræður við Ísland. Hollendingar hafi átt stóran þátt í að semja yfirlýsinguna, þar sem vísað er til forúrskurðar ESA. LEIÐTOGAR EVRÓPUSAMBANDSINS Á FUNDI SÍNUM 17. JÚNÍ Á myndinni sjást meðal annars Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar. NORDICPHOTOS/AFP NÁTTÚRA Sandsílastofninn á Íslandi hefur minnkað á síðustu árum, meðan annars vegna hlýnunar sjáv- ar. Nýliðun sandsíla brást á árun- um 2005 og 2006 og hefur það haft gífurleg áhrif á margar sjófuglsteg- undir við strendur landsins. Krían er ein þeirra fuglategunda sem byggir afkomu sína á sandsílum og Jón Einar Jónsson, hjá Háskóla- setri Snæfellsness, segir að stofn- inum hafi farið hrakandi frá árinu 2004. Hann sér ekki breytingu til hins betra nú í ár. „Þær eru að verpa einu til tveim- ur eggjum í hreiður og hafa seink- að varptímanum um 5 eða 6 daga,“ segir Einar. „Hlýnun hafsins og breytingar á seltustigi fyrir sunn- an landið gera það meðal annars að verkum,“. Erpur Snær Hansen, hjá Nátt- úrustofu Suðurlands í Vestmanna- eyjum, segir að varpstofn lundans, sem byggir fæði sitt nær eingöngu á sandsílunum, hafi einnig minnkað töluvert á síðustu árum. „Þetta er í fyrsta skipti sem við sjáum enga nýliðun í stofninum,“ segir Erpur. „En við erum vongóð því varpið var 10 dögum fyrr í ár.“ Hafró er að leggja í rannsóknir á sandsílum í sumar og eru niðurstöð- ur væntanlegar með haustinu. - sv Bág afkoma sandsíla hefur gífurleg áhrif á stofna sjófugla við strendur landsins: Krían í miklum erfiðleikum KRÍA Ein af þeim mörgu sjófuglum sem byggja fæði sitt á sandsílum. SAMGÖNGUMÁL Vonast er til þess að ferjusiglingar í Landeyjahöfn hefjist 21. júlí næstkomandi. Unnið er á vöktum allan sólar- hringinn fram í miðjan júlí. Dýpkun hafnarinnar verður lokið 15. júlí. Um 100 þúsund rúmmetrum meira af grjóti hefur verið sótt á Seljalands- heiði en upphaflega var gert ráð fyrir. Gert er ráð fyrir að hægt verði að hefja siglingar 21. júlí ef ekkert óvænt kemur upp á. Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur nú þegar sett strik í reikninginn auk þess sem veður var óhag- stætt í vetur. - þeb Landeyjahöfn á lokastigi: Siglingar hefjast 21. júlí LANDEYJAHÖFN Veður og eldgosið í Eyjafjallajökli töfðu framkvæmdina. Grunnskólar sameinaðir Rekstur grunnskólanna tveggja í Grindavík verður sameinaður á næst- unni. Þá verður ráðinn einn skóla- stjóri yfir báða skólana til að tryggja heildstætt skólastarf og hagræðingu í rekstri. Þetta kemur fram í málefna- samningi nýs meirihluta í Grindavík. GRINDAVÍK HEILBRIGÐISMÁL Meðalbiðtími eftir hjartaaðgerðum hefur ekki verið styttri í fimm ár samkvæmt heimasíðu landlæknis. Biðtími eftir aðgerðum á þessu ári er einn til tveir mánuðir óháð aðgerð. Í fyrra var biðtími vegna hjartalokuaðgerða fjórir til fimm mánuðir en tveir til þrír mánuðir vegna kransæðaaðgerða. Árið 2008 var biðtíminn lengri. Markmiðið er að biðtími eftir hjartaskurðaðgerð- um sé sem stystur. Sjúklingar sem ekki séu í forgangi bíði aldrei leng- ur en þrjá mánuði. - þeb Bið eftir hjartaaðgerð styttist: Meðalbiðtími eru fimm ár Nóg að gera hjá lögreglu Töluverður erill hefur verið hjá lögreglunni á Akureyri síðustu nætur vegna Bíladaga sem eru haldnir þar. Lögregla hafði afskipti af þó nokkrum ökumönnum aðfaranótt föstudags, auk þess sem tilkynningar bárust um reykspólandi og háværa bíla. LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.