Fréttablaðið - 19.06.2010, Síða 10

Fréttablaðið - 19.06.2010, Síða 10
10 19. júní 2010 LAUGARDAGUR SAMFÉLAGSMÁL Leigusamningur TF-EIR sem er ein þriggja þyrlna Landhelgisgæslunnar, rennur út um mánaðamótin og verður ekki endurnýjaður. Í kjölfarið mun Landhelgisgæslan aðeins hafa tvær þyrlur á sínum snærum. „Þetta tekur mið af því að við erum með þrjár þyrlur og ein þeirra er lítil. Í stöðunni eins og hún er núna munum við láta þessa þyrlu fara. Það hefur verið unnið að því á undanförnum mánuðum að klára skoðanir á hinum tveimur þyrlunum, stóru vélunum, þannig að þær eiga báðar að vera til reiðu í sumar,“ sagði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og bætti því við að stefnt væri að því að leigja aðra stóra þyrlu þegar líða fer á veturinn. „Við erum betur sett til að láta vélina fara en við vorum í vetur, viðhaldslega séð, og teljum að hún sé óhagkvæm þar sem hún er dýr í rekstri og afkastalítil miðað við það sem þyrfti að vera. Í staðinn ætlum við því að safna peningum til að koma okkur upp betri vél þegar meira reynir á,“ sagði Georg enn fremur. Vonir standa til að þetta komi lítið niður á störfum Landhelgis- gæslunnar þar sem unnið hefur verið að endurskipulagningu og viðhald verið klárað á hinum þyrlunum. Spurður hvort tvær vélar nægðu sagði Georg: „Auðvitað vildum við helst hafa hér fjórar vélar eins og talin er þörf á en nú árar illa svo þetta er það skásta sem við teljum okkur geta gert.“ Starfsemi Landhelgisgæslunnar hefur að sögn Georgs verið skor- in niður um 40 til 45 prósent frá Landhelgisgæslan fækkar þyrlum Ákveðið hefur verið að endurnýja ekki leigusamning einnar af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar. Leigusamningur TF-EIR rennur út um mánaðamótin. Stefnt er að því að leigja aðra stærri þyrlu þegar líða fer á næsta vetur. TF-EIR Þyrlan hefur verið í notkun hjá Landhelgisgæslunni frá ársbyrjun 2007. Landhelgisgæslan á von á nýju varðskipi, V/S Þór, en það hefur verið í smíðum í skipasmíðastöð í Chile frá því í október 2007. Upphaflegar áætlan- ir gerðu ráð fyrir að skipið yrði afhent fyrri hluta ársins í ár en jarðskjálftinn sem varð í Chile í febrúar setti strik í reikninginn. Þegar jarðskjálftinn reið yfir voru tveir mánuðir í afhendingu og skipið 96 prósent tilbúið en flóð- bylgja sem varð í kjölfar skjálftans komst ofan á skipið og flæddi sjór í vélar- rúmið og olli skemmdum á vélinni. Nú liggur fyrir að þetta mun valda allt að tólf mánaða seinkun á framkvæmdinni en Landhelgisgæslan mun ekki bera fjárhagslegan skaða af því. Búist er við afhendingu fyrri hluta árs 2011. Seinkar um allt að tólf mánuði DALVÍK J-listinn í Dalvíkurbyggð er ekki lengur með hreinan meirihluta í bæjarstjórn eftir að kjörnefnd úrskurðaði að átta vafaatkvæði sem nefndin hafði áður úrskurðað ógild séu nú gild. Eftir kosningarnar í lok maí fékk J-listinn fjóra menn kjörna. A, B- og D-listi fengu einn mann hver listi. Því var J-listinn með hreinan meirihluta. Nú hafa átta atkvæði sem áður voru dæmd ógild verið dæmd gild svo Framsókn fær fjórða mann- inn af lista J-listans. Eftir kosningarnar kærðu framsóknarmenn niðurstöður talningar atkvæða til sýslumannsins á Akureyri og fóru fram á að þessi átta atkvæði skyldu dæmd gild. Kjörnefnd féllst á sjónarmið framsóknarmanna en dómurinn var kveðinn upp í morgun. Ásgeir Páll Matthíasson, umboðsmaður J-listans á Dalvík, segir í samtali við Vísir.is að málið sé mikið áfall fyrir listann. „Það hlýtur að vera er það ekki? Þetta er verulega óþægileg staða,“ segir Ásgeir og segir jafnframt að niðurstaðan komi á óvart. Niðurstöðu kjörnefndar er hægt að skjóta til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins og hefur J-listinn eina viku til að gera það. Ásgeir Páll Matthíasson segir að ekki sé búið að ákveða hvort listinn ætli með málið lengra. „Það verður gert eins fljótt og auðið er. Það á bara eftir að kryfja þennan úrskurð til mergjar og sjá hvort það sé einhver ástæða til að halda áfram.“ -bl Kjörnefnd úrskurðar að átta vafaatkvæði sem áður voru ógild séu nú gild: Vafaatkvæði felldu J-listann FRÁ DALVÍK J-listinn í Dalvíkurbyggð hefur ekki lengur hreinan meirihluta í bæjarstjórn eftir úrskurð kjörnefndar. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN Nýr lögreglubíll á Eskifirði Nýr lögreglubíll hefur verið tekinn í umferð á Eskifirði. Bíllinn er af tegundinni Skoda Scout, disel, 4x4. Í bílnum er hefðbundinn og fullkom- inn búnaður til umferðareftirlits, svo sem Golden Eagle radar, Eyewitness mynd- og hljóðupptökutæki, Vhf talstöðvar, ferilvöktunar- og staðsetn- ingartæki, að því er fram kemur á vef Ríkislögreglustjóra. LÖGREGLUMÁL REYKJAVÍK Alþjóðadagur flótta- manna verður haldinn hátíðlegur á Ingólfstorgi á morgun. Rauði krossinn, Mannréttindastofa og Alþjóðahús efna til hátíðarinnar sem verður frá klukkan 13 til 15. Yfirskrift alþjóðadags flótta- fólks árið 2010 er „Heimili“. Er með því verið að vísa til þess að í heiminum eru ríflega 40 millj- ónir karla, kvenna og barna sem hafa neyðst til að yfirgefa heim- ili sín sökum átaka, ofbeldis eða annarra hamfara. Boðið verður upp á dans, tón- list, kaffi og léttar veitingar og um leið verður athygli vakin á málefnum flóttafólks í heiminum. - sv Alþjóðadagur flóttamanna: Fjörutíu millj- ónir hafa misst heimili sín FLÓTTAMENN Yfirskrift flóttamannadags- ins á morgun er „Heimili”. HEILBRIGÐISMÁL Heildarkostnað- ur heilbrigðisþjónustunnar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli hefur verið metinn 41,5 milljónir króna. Kostnaðurinn hefur að mestu fall- ið á Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) en áætlað er að alls muni gosið kosta HSu 32,8 milljónir. Stærstur hluti kostnaðarins er launakostnaður starfsmanna sem HSu hefur þurft að ráða til að bregðast við gosinu en HSu réð þrjá starfsmenn til níu mánaða. Er þar um að ræða einn lækni, einn hjúkrunarfræðing og einn sálfræðing. Að auki vegur kostn- aður vegna aksturs, vinnuaðstöðu og búnaðar nýrra starfsmanna þungt. HSu gerir ráð fyrir að á næstu mánuðum verði áfram þörf fyrir þjónustu við áfallahjálp. Landspítalinn hefur að beiðni sóttvarnalæknis sett á fót sérstakt rannsóknarteymi vegna öndunar- færa- og bólgusjúkdóma af völd- um gosefna hjá þeim sem eru með einkenni um sjúkdóm eða eru með undirliggjandi hjarta- og lungna- sjúkdóma. Kostnaður vegna þess- ara rannsókna er talinn nema 2,6 milljónum króna. - mþl Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur kostað heilbrigðisþjónustuna rúmar fjörutíu milljónir króna: Aukið álag á heilbrigðisstofnanir vegna eldgossins Skipað í ráð og nefndir Eirný Valsdóttir verður bæjarstjóri í Vogum á Vatnsleysuströnd en þetta var samþykkt á bæjarstjórnafundi í vikunni. Þá verður Inga Sigrún Atla- dóttir, oddviti H-lista, forseti bæjar- stjórnar, og Hörður Harðarson E-lista, formaður bæjarráðs. VOGAR KNÚTUR MATAST Ísbjörninn Knútur, sem frægur varð fyrir krúttlegheit á fyrsta ári tilveru sinnar í dýragarðinum í Berlín, virðist þarna harla ánægður með fisk í kjafti. NORDICPHOTOS/AFP SUÐURNES Alls voru framin 64 hegningarlagabrot í umdæmi lög- reglunnar á Suðurnesjum í síðasta mánuði, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Það er nokkur fækkun brota samanborið við maí 2009 þegar þau voru 82 talsins. Umferðarlagabrotum fækkaði einnig milli ára í maí, voru 244 nú samanborið við 341 brot í fyrra. Fíkniefnamálum fjölgaði hins vegar úr sex í níu. - kh Lögreglan á Suðurnesjum: 64 brot komu til kasta lögreglu FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM EYJAFJALLAJÖKULL Eldgosið í Eyja- fjallajökli hefur valdið Íslend- ingum ýmsum vandræðum. árinu 2008. Gengi íslensku krón- unnar hefur þar haft mikil áhrif en starfsemi stofnunarinnar er mjög háð breytingum í gengi henn- ar. Stafar það af því að tæki eru leigð frá útlöndum og bæði olía og varahlutir koma að utan líka en þessir útgjaldaliðir skipta Land- helgisgæsluna miklu. magnusl@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.