Fréttablaðið - 19.06.2010, Page 34

Fréttablaðið - 19.06.2010, Page 34
34 19. júní 2010 LAUGARDAGUR MARGT UM AÐ VERA Dagskrá Lykkja er stútfull af skemmtilegum viðburðum. Hér prjóna þær Gréta Sörenssen og Tinna Þórudóttir Þorvaldsson námskeiði Pickles, en annað námskeið á þeirra vegum verður á sunnudag. STJÓRNANDINN Ilmur umföðmuð af verki Isabel Berglund, „Borg lykkjanna”. HUGMYNDASMIÐUR LYKKJA Ilmur Dögg Gísladóttir á sjálf í ástarsambandi við prjónaskap. Sýningin Lykkjur, sem nú stendur yfir í Norræna húsinu, er jafnframt lokaverkefni hennar í hagnýtri menningarmiðlun við HÍ. Hér stendur hún fyrir framan verkið „Teppi úr teppum” eftir Söruh Applebaum, eina af þeim mörgu erlendu listamönnum sem hér eru staddir vegna sýningarinnar. KNÚTUR Þessi ísbjörn, sem heitir Knútur, er ættaður úr hugarfylgsnum listakonunnar Patriciu Waller. P rjónahátíðin Lykkjur, sem nú stendur yfir í Nor- ræna húsinu, er í reynd lokaverkefni listræns stjórnanda og verkefnastjóra sýningarinn- ar, Ilmar Daggar Gísladóttur, sem jafnframt er starfsmaður Norræna hússins. „Ég er að útskrifast úr hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands og lokaverkefnið mitt var að búa til þennan viðburð. Ég valdi alla listamennina sem að hátíðinni koma sjálf og setti sýninguna saman, með dyggri hjálp frá Norræna húsinu að sjálfsögðu. Ég hef verið að vinna að þessu í marga mánuði, eða frá því í nóvember. Þetta hefur verið mikil vinna en ég er ótrúlega ánægð með útkomuna.“ Rétt eins og aðrir íslenskir krakkar lærði Ilmur að prjóna í barnaskóla, hélt svo áhuganum gangandi og var mikið í því að prjóna óformlegar flíkur í menntaskóla, þar sem hún studdist helst aldrei við uppskriftir. Síðar meir fékk hún svo leið á prjóni og lagði það á hilluna. Þegar prjónið fór að taka á sig nýjar myndir, í takti við uppgang internetsins, féll Ilmur kylliflöt fyrir því aftur. „Þegar ég kynntist nýbylgjuprjóni, prjónagraff- iti og prjónaviðburðum fann ég mig aftur í prjón- inu. Svo hef ég alltaf haft gaman af því að skapa stemningu, fá fólk með í að búa til eitthvað innan skemmtilegrar umgjarðar. Ég notaði þennan áhuga í að setja þessa sýningu saman.“ Ilmur lítur á prjónaskap sem list og eflaust fá fleiri þá tilfinningu, eftir að hafa heimsótt sýning- una í Norræna húsinu og séð hversu fjölbreytileg hún er. „Þegar maður segir prjónasýning hugs- ar fólk um sokka og peysur. En prjónaskapur getur líka verið miðill til listrænnar tjáning- ar, alveg eins og listamenn nota leir eða tré,“ segir Ilmur. Fjölmargir listamenn, íslenskir og erlendir, koma að listahátíðinni Lykkjum. Meðal þeirra eru meðal annars margir af fremst prjóna- hönnuðum Norðurlandanna. Fyrir utan sýninguna í Norræna húsinu, sem teygir sig um alla ranghala hússins, er marga viðburði að finna í tengslum við hátíð- ina allt til loka hennar þann 4. júlí. Nýbylgja í prjónaskap Nú stendur yfir í Norræna húsinu prjónalistahátíðin Lykkjur, sem varpar fersku ljósi á þá vanmetnu list- grein að prjóna. Hólmfríður Helga Sigurðardótt- ir lét heillast af dýrðinni og spjallaði í leiðinni við listrænan stjórnanda hátíðarinnar, Ilmi Dögg Gísladóttur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.