Fréttablaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 36
2 matur Meðvitund um innihaldið í matvælapakkning-unum er oft lítil. Sambandið við móður nátt-úru og fæðu hefur færst á skringilegt stig síðustu áratugina – þar sem það er næstum vont að neytendur fái tilfinningu fyrir því að matvaran hafi einhvern tímann verið á lífi. Naggarnir voru aldrei kjúklingur. Þeir duttu af grænum himnum 10-11, áttu enga fortíð og stutta framtíð. Sjálf sporðrenni ég gjarnan heilu pokunum af sælgæti sem við nánari lestur reynast innihalda „ammonium chloride“ og á tímabili tók ég sérstöku ástfóstri við amerískt brauðmeti sem geymist við stofuhita í mánuð vegna rotvarnarefna. Meðvitund um að það er „saga“ á bak við hvert lambalæri og kjúklingabringu – sem gerðist ýmist úti í móa eða á kjúklingabúi á Kjalarnesi, er smám saman að aukast með aldrinum og ég er nýbúin að læra það að villt- ur lax bragðast allt öðruvísi en eldislax – ég heyrði reyndar konu tala um það við kjötborðið í Melabúð- inni. Fræðin „Beint frá býli“ eru því spennandi og skemmtileg fyrir manneskju sem er nýfarin að lesa innihaldlýsingar umbúða og hefur aðeins einu sinni sopið mjólk beint úr kúnni. Síðasta sumar heimt- aði ég að keyrt yrði á lífrænan markað á Engi þar sem ég keypti hnúðkál, basil og kirsuberjatómata og þegar ég frétti að hægt væri að kaupa egg við veg- inn einhvers staðar í Borgarfirði, vildi ég ólm keyra þangað líka. Ég einskorða þennan nýfengna áhuga ekki bara við kerlingarlegar ferðir á jepplingi út á land heldur nýt þess að horfa yfir kjötborð þar sem ekki er búið að pakka kjötinu inn í loftþéttar umbúð- ir heldur er látið „lofta“ um væntanlega kvöldmáltíð. Það eru mín miklu tengsl við náttúruna. Kannski er ný öld bráðum að renna upp. Öldin þar sem börn- unum er sagt að lambalæri heiti það ekki bara heldur sé í alvörunni læri af lambi. Hver veit. Ég er kannski ekki alveg komin á línuna að klæða mig í þjóð- legt handverk en tvíreykt geitakjöt, kindakæfa og reykt rúllu- pylsa hljómar alveg guðdómlega. Og mig langar svaka- lega mikið að eyða sumarfríinu kaup- andi krukkur með alls kyns sveita- gúmmelaði og eitt- hvað svona geita- dót. NÝ ÖLD UPPLÝSINGAR Júlía Margrét Alexandersdóttir SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Frétta- blaðsins. Ritstjórn: Roald Eyvindsson og Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: heida.is Pennar: Emilía Örlygsdóttir, Júlía Margrét Alexandersdóttir, Marta María Friðriks- dóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir, Vera Einarsdóttir og Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is ÚR HEIMAHÖGUM Dorothee Lubecki á Löngumýri á Skeiðum fylgir hefð frá sínu föðurlandi við framleiðslu síróps úr túnfíflum og tvenns konar rabarbarasultu. Þetta, ásamt fleiru góðgæti, selur hún beint frá býli. ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 Rabarbaraakurinn á Löngu-mýri tekur yfir hektara. Úr honum búa bændurn- ir Dorothee Lubecki og Kjartan Ágústsson til sultur og karm- ellur, hvort tveggja með vöru- merkinu Rabarbía. Afraksturinn selja þau á bændamörkuðum og í góðgætisbúðum lands- ins. Þau reka líka sauðfjárbú á Löngumýri og eru með landnámshænur sem fá að vappa um úti. Egg úr þeim fást til dæmis í Frú Laugu. Dorothee er fædd í Berlín en ólst upp í hinum rómaða Rínardal. Langt er þó síðan hún tók tryggð við Ísland sem hún kynntist fyrst sem skiptinemi. Nú er hún menningarfulltrúi Suðurlands. Dorothee er að baka pönnukök- ur þegar Fréttablaðsfólk rennur í hlað og ber þær fram með rabarbarasultu og fíflasírópi. „Þetta kom ég með að utan,“ segir hún. „Mikið er gert af því í Ölpunum að nota alls konar blóm til að búa til síróp og seyði og ég hef til- einkað mér það.“ Nánar á www.rabarbia.is. - gun Dorothee segir ekkert þýða að byrja með fram- leiðslu á hundrað krukkum af rabarbarasultu. Þá sé eins gott að sleppa því. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tvær gerðir eru af Rabarbíusultunni, önnur er með jarðarberjum og engifer og hin með bláberjum. Rabarbíkaramellurnar hafa slegið í gegn. Fíflasírópið fer vel með pönnukökum. PÖNNUKÖKURNAR HENNAR DOROTHEE 500 g þurrefni, hveiti og heil- hveiti í bland 100 g sykur 5 egg úr landnámshænum 3 tsk. lyftiduft Slatti af söxuðum möndlum og rúsínum ½ l mjólk Hrærið öllu saman í skál og bakið á olíuvotri pönnu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA TIL SJÁVAR OG SVEITA Til sjávar og sveita heitir fisk- og kjötbúð sem var opnuð í Ögurhvarfi í Kópavogi við Elliðavatn fyrr á árinu. „Viðtökurnar hafa bara verið rosa- lega góðar,“ segir eigandinn, Jóhann Ólafur Ólason, sem hefur staðið bak við afgreiðsluborðið frá opnun. Hann getur þess að viðskiptavinir geti auk kjöts og fisks keypt allar helstu nauð- synjar í matinn, svo sem mjólk, krydd, olíur, sultur og grænmeti. „Margt af þessu fæ ég beint frá bændum, þar á meðal lífræna jógúrt, skyr, ís og sorbet frá Biobú. Ég hef líka verið í samstarfi við Erpsstaði og verð með vörur þaðan síðar. Svo stefni ég á að efla samstarfið við bændur enn frekar.“ Þess má geta að á staðnum er boðið upp á heimilis- mat í hádeginu alla virka daga, sem hægt er að borða á staðnum eða taka með sér. Ferskt og gott hráefni Fylgir hefð Beint frá býli FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A RN ÞÓ R F Forréttur A Aðalréttur E Eftirréttur Til hátíða- brigða Fiskur Annað kjöt en fuglakjöt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.