Fréttablaðið - 19.06.2010, Page 38

Fréttablaðið - 19.06.2010, Page 38
4 matur Auglýsendur vinsamlegast hafið samband: Bjarni Þór • bjarnithor@365.is • sími 512 5471 Hlynur Þór • hlynurs@365.is • sími 5125439 Kemur út laugardaginn 26. júní Vín og veisla Sérblað Fréttablaðsins SALTFISKUR Fyrir 4 450 g saltfiskur 4 stórar kartöflur klípa af smjöri Saltfiskurinn skorinn í stóra bita og soðinn í 4-6 mínútur. Kart- öflurnar soðnar, þær flysjaðar og síðan steiktar í smjörinu. Þegar saltfiskurinn er borinn fram er skeið af bræddu smjöri sett yfir hvern bita. TÓMATSÓSAN 8 íslenskir tómatar 1 laukur smávegis af ólívuolíu Laukur og tómatar skornir smátt. Laukurinn léttsteiktur á pönnu með ólívuolíu og tómöt- um bætt út í. Fiskikrafti bætt á pönnuna ásamt vatni eða örlitlu af hvítvíni og látið krauma í dágóða stund. Áður en réttur- inn er borinn fram er gott að bæta jurtum úr garðinum út í. SÚKKULAÐIMÚS Fyrir 4 140 g súkkulaði 125 ml mjólk 1 matarlímsblað (2 g) 250 ml þeyttur rjómi. Súkkulaðið er brætt í vol- gri mjólkinni, að því loknu er matarlímið sett út í og kælt á meðan rjóminn er þeyttur vel. Þessu öllu er síðan blandað var- lega saman. Sett í form og látið stífna. SKYR-PANNACOTTA MEÐ KAFFIHLAUPI Fyrir 4 250 g skyr 40 g sykur 1 matarlímsblað ¼ dl rjómi 2 dl léttþeyttur rjómi Skyr og sykur þeytt saman. Rjómi (¼ l) er hitaður og mat- arlímið brætt þar í. Rjóminn (2 dl) er léttþeyttur. Þegar rjóm- inn með matarlíminu er orðinn kaldur er honum hrært varlega saman við skyrið. Síðan er létt- þeytta rjómanum blandað var- lega saman við og að lokum er þessu hellt í form og látið stífna. KAFFIHLAUP 60 ml kaffi 20 g sykur 2 matarlímsblöð Kaffi og sykur sett í pott og hitað þar til sykurinn hefur bráðnað saman við kaffið. Matarlími bætt út í, hrært var- lega í og kælt. Þegar skyr- pannacottan er orðin köld er kaffihlaupinu hellt varlega yfir og látið standa þar til hlaupið hefur stífnað. SALTFISKUR OG TVEIR LJÚFFENGIR EFTIRRÉTTIR Hótel Edda um allt land hefur nú þá stefnu að nýta hráefni úr héraði á matseðilinn en verkefnið er unnið í samstarfi við hjónin Friðrik Val Karlsson matreiðslumeistara og Arnrúnu Magnús- dóttur, sem ráku veitingastaðinn Friðrik V. Hótel Edda á Akureyri býður gestum sínum meðal annars upp á saltfisk í aðal- rétt og eftirrétti úr norðlensku skyri. Einn- ig er að finna á matseðli hótelsins lambal- æri frá Kjarnafæði og forrétti úr svartfugli og hrefnu, enda Norðurlandið matarkista mikil. Í stað þess að nota skærin til að klippa umbúðir utan af innfluttu hráefni fara mat- reiðslumenn hótelsins nú með skærin út í náttúruna og klippa jurtir, grös og arfa. Með góðfúslegu leyfi húsmæðranna í bænum kippa þeir líka rabarbara upp úr bakgörð- um og tína ber í sultur. Hugmyndin byggir á því að horfa í það sem fólk vill borða í dag með matarmenn- ingu Íslendinga um aldirnar til hliðsjónar og að gestum bjóðist hollur matur og góður. Daniel Eisermann, matreiðslumeistari frá Austurríki, sér um eldamennskuna á Hótel Eddu á Akureyri ásamt Helga Pétri Gunn- laugssyni, matreiðslumanni úr Svarfaðar- dal, en hann vann lengi með Friðriki Val. Í þeirra höndum verða til nýir réttir úr hefð- bundnu hráefni svo gestir hótelsins eru yfir sig hrifnir. Hér gefa þeir uppskrift að salt- fiski með kartöflum og tómatsósu og eftir- rétti úr norðlensku skyri og kaffi. - rat Ánægðir gestir Daniel Eisermann matreiðslumeistari og Helgi Pétur Gunnlaugsson töfra fram réttina á Hótel Eddu á Akureyri í sumar. MYND/HEIDA.IS 500 g nautalund 50 g hrásykur 50 g Maldon-salt Nýmalaður pipar Ferskar íslenskar jurtir (hér er notuð hvönn, hundasúra, blóðberg og graslaukur) Um það bil fjórir tappar af írsku brandíi Blandið saman sykri, salti og pipar og gerið að fínlegum salla í mortéli. Þekið kjöt með blönd- unni, hafið lagið þunnt. Saxið kryddjurtir fínt og leggið blönd- una yfir salt- og sykurlagið. Legg- ið lundina á filmu áður en brandíi er hellt varlega yfir. Pakkið lund- inni þétt í filmuna svo öruggt sé að ekkert leki í burtu. Geymið í ísskáp í tvo sólarhringa. Skerið kjötið í þunnar sneið- ar og berið fram með sætu og sterku sinnepi. Skreytið með hundasúrublöðum og kletta- salati. Réttinn má bera fram á marga vegu. Með honum er gott að borða íslensk ber: blá- ber, krækiber, rifsber eða bara þau ber sem hendi eru næst. Feitur ostur skemmir sjálfsagt ekki fyrir. NAUTALUND Í FORRÉTT Fyrir allt að 8 manns Nautalund grafin í íslenskum kryddjurtum, með smálögg af írsku brandíi og borin fram með norsku sinnepi, hundasúrum og klettasalati. Matseðlar Edduhótelanna um allt land byggja nú í sumar á fersku hráefni fengnu úr héraði og í eldhúsunum eru nýir og spennandi réttir töfraðir fram úr hefðbundnu íslensku hráefni. Gómsætur norðlenskur saltfiskur með kartöflum og sósu úr íslenskum tómötum. Skyr-pannacotta með kaffihlaupi og súkkulaði- mús með þeyttum rjóma er meðal eftirrétta sem gestir Hótels Eddu á Akureyri geta valið um. F A E

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.